Gagnrýndi starfsmenn fyrir að slappa af og leika sér um helgar Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 16:33 Ma Huateng, stofnandi kínverska fyrirtækisins Tencent, virðist ekki ánægður með starfsfólk sitt. EPA/JEROME FAVRE Stofnandi kínverska samfélagsmiðla- og leikjarisans Tencent, sagði starfsmönnum nýverið að spilling, leti og lélegir stjórnarhættir hefði komið niður á rekstri fyrirtækisins og grafið undan því. Þetta kom fram á árlegum fundi Ma Huateng með starfsmönnum Tencent þann 15. desember. Samkvæmt heimildum Reuters var Ma reiður á fundinum og sagði að ítarleg rannsókn hefði leitt mikla spillingu innan veggja fyrirtækisins í ljós. Hann fór þó ekki nánar út í hvers konar spillingu um væri að ræða. Hann gagnrýndi stjórnendur fyrirtækisins einnig harðlega á fundinum en en undanfarin tvö ár hafa reynst fyrirtækinu erfið. Hert regluverk yfirvalda í Kína hefur meðal annars komið verulega niður á tekjum Tencent sem Pony stofnaði árið 1998. Auk þess að takmarka þann tíma sem kínversk börn mega spila verja í að spila tölvuleiki verulega, hafa yfirvöld í Kína einnig neitað að leyfa Tencent að gefa út nýjan tölvuleik í meira en fimmtán mánuði. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Ma gagnrýndi starfsmenn Tencent fyrir að slappa af um helgar og leika sér, þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins. Samkvæmt Fortune, sem vitnar í áskriftarmiðilinn Bloomberg og kínverska miðla, gagnrýnd Ma nánast allar deildir fyrirtækisins. Hann gagnrýndi leikjadeild fyrirtækisins fyrir að einblína á magn umfram gæði og sagði að samfélagsmiðladeild Tencent, sem rekur meðal annars WeChat, væri að tapa fyrir samkeppnisaðilum eins og Douyin, sem er miðill á vegum Bytedance. Ma sagði of mikla áherslu hafa verið lagða á útvíkkun rekstursins í stað þess að vanda til verka í grunnrekstri Tencent. Það hefði kostað fyrirtækið. Kína Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þetta kom fram á árlegum fundi Ma Huateng með starfsmönnum Tencent þann 15. desember. Samkvæmt heimildum Reuters var Ma reiður á fundinum og sagði að ítarleg rannsókn hefði leitt mikla spillingu innan veggja fyrirtækisins í ljós. Hann fór þó ekki nánar út í hvers konar spillingu um væri að ræða. Hann gagnrýndi stjórnendur fyrirtækisins einnig harðlega á fundinum en en undanfarin tvö ár hafa reynst fyrirtækinu erfið. Hert regluverk yfirvalda í Kína hefur meðal annars komið verulega niður á tekjum Tencent sem Pony stofnaði árið 1998. Auk þess að takmarka þann tíma sem kínversk börn mega spila verja í að spila tölvuleiki verulega, hafa yfirvöld í Kína einnig neitað að leyfa Tencent að gefa út nýjan tölvuleik í meira en fimmtán mánuði. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Ma gagnrýndi starfsmenn Tencent fyrir að slappa af um helgar og leika sér, þrátt fyrir erfiða stöðu fyrirtækisins. Samkvæmt Fortune, sem vitnar í áskriftarmiðilinn Bloomberg og kínverska miðla, gagnrýnd Ma nánast allar deildir fyrirtækisins. Hann gagnrýndi leikjadeild fyrirtækisins fyrir að einblína á magn umfram gæði og sagði að samfélagsmiðladeild Tencent, sem rekur meðal annars WeChat, væri að tapa fyrir samkeppnisaðilum eins og Douyin, sem er miðill á vegum Bytedance. Ma sagði of mikla áherslu hafa verið lagða á útvíkkun rekstursins í stað þess að vanda til verka í grunnrekstri Tencent. Það hefði kostað fyrirtækið.
Kína Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira