Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar en þátttakendur voru 25 þúsund bólusettra Covid-sjúklinga. Allir voru smitaðir af Omikron-afbrigði kórónuveirunnar og tóku Molnupiravir tvisvar á dag í fimm daga.
Þáttakendurnir áttu það sameiginlegt að vera í áhættuhóp sökum aldurs eða undirliggjandi sjúkdóms.
Notkun lyfsins styttu batatímann um fjóra daga og dró úr veirumagninu í líkamanum. Hún varð hins vegar ekki til þess að fækka innlögnum eða dauðsföllum, líkt og fyrri rannsóknir höfðu bent til en þær voru gerðar á óbólusettum einstaklingum, áður en Omikron-afbrigðið kom fram.
Sérfræðingar segja niðurstöðurnar mæla gegn almennri notkun Molnupiravir en lyfið gæti gagnast undir ákveðnum kringumstæðum, til að mynda til að draga úr álagi á heilbrigðisþjónustuna.
Lyfið kostar líka sitt, um það bil 577 pund fyrir sjö daga skammt, og því þarf að velja þá vel sem kunna að njóta góðs af notkun þess.
Enn á eftir að koma í ljós hvort lyfið dregur úr tíðni langvarandi einkenna af völdum Covid.