Staðfesta endalok Insight-leiðangursins Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2022 14:56 Síðasta sjálfsmyndin sem Insight tók í apríl. Á henni má sjá rykið sem hafði safnast fyrir á geimfarinu. NASA Meira en fjögurra ára löngum leiðangri Insight-lendingarfarsins á Mars er lokið. Þetta staðfesti bandaríska geimvísindastofnunin NASA eftir að stjórnendum leiðangursins tókst ekki að ná sambandi við geimfarið. Næsta víst er talið að rafhlöður Insight séu tómar vegna ryks sem safnast hefur saman á sólarsellum þess. NASA hafði ákveðið að binda formlegan enda á leiðangurinn ef ekki næðist samband við farið í tveimur tilraunum í röð. Stjórnendur leiðangursins ætla þó áfram að hlusta eftir skilaboðum frá Insight en afar ólíklegt er að það kvikni aftur til lífsins. Síðast sendi það merki til jarðar 15. desember. Insight lenti á Mars árið 2018 en meginmarkmið þess var að rannsaka innviði reikistjörnunnar, meðal annars með jarðskjálftamæli. Síðan þá hefur geimfarið numið fleiri en 1.300 „Marsskjálfta“, orðið vitni að loftsteinaárekstrum og gert veigamiklar uppgötvanir um jarðfræðilega virkni Mars. Jarðskjálftamælirinn var síðasta mælitækið um borð sem var haldið gangandi þegar afl geimfarsins fór þverrandi vegna ryksins. „Já, það er leitt að kveðja en arfleið Insight lifir áfram og upplýsir og veitir innblástur,“ segir Laurie Leshin, forstjóri Jet Propulsion Lab sem stýrði leiðangrinum, í tilkynningu frá NASA. Geimurinn Mars Vísindi Tækni Tengdar fréttir Búa sig undir að kveðja jarðskjálftamælinn á Mars Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir. 20. desember 2022 12:19 Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Næsta víst er talið að rafhlöður Insight séu tómar vegna ryks sem safnast hefur saman á sólarsellum þess. NASA hafði ákveðið að binda formlegan enda á leiðangurinn ef ekki næðist samband við farið í tveimur tilraunum í röð. Stjórnendur leiðangursins ætla þó áfram að hlusta eftir skilaboðum frá Insight en afar ólíklegt er að það kvikni aftur til lífsins. Síðast sendi það merki til jarðar 15. desember. Insight lenti á Mars árið 2018 en meginmarkmið þess var að rannsaka innviði reikistjörnunnar, meðal annars með jarðskjálftamæli. Síðan þá hefur geimfarið numið fleiri en 1.300 „Marsskjálfta“, orðið vitni að loftsteinaárekstrum og gert veigamiklar uppgötvanir um jarðfræðilega virkni Mars. Jarðskjálftamælirinn var síðasta mælitækið um borð sem var haldið gangandi þegar afl geimfarsins fór þverrandi vegna ryksins. „Já, það er leitt að kveðja en arfleið Insight lifir áfram og upplýsir og veitir innblástur,“ segir Laurie Leshin, forstjóri Jet Propulsion Lab sem stýrði leiðangrinum, í tilkynningu frá NASA.
Geimurinn Mars Vísindi Tækni Tengdar fréttir Búa sig undir að kveðja jarðskjálftamælinn á Mars Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir. 20. desember 2022 12:19 Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Búa sig undir að kveðja jarðskjálftamælinn á Mars Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur misst samband við lendingarfarið Insight á reikistjörnunni Mars. Orka geimfarsins hefur farið dvínandi undanfarna mánuði og er nú gert ráð fyrir að dagar þess séu taldir. 20. desember 2022 12:19
Fundu merki um að Mars sé enn jarðfræðilega virkur Athuganir á reikistjörnunni Mars benda til þess að þar sé að finna virkan möttulstrók undir yfirborðinu. Reikistjarnan hefur fram að þessu verið talin jarðfræðilega óvirk en strókurinn sem menn telja sig hafa fundið gæti knúið jarðskjálfta, misgengishreyfingar og jafnvel eldgos. 6. desember 2022 10:52