Tulsa King: Rambó tekur við af Chandler í Tulsa Heiðar Sumarliðason skrifar 27. desember 2022 10:26 Stallone ber greinilega enga virðingu fyrir flugmiðum. Nákvæmlega 20 árum eftir að Chandler Bing sofnaði á fundi og samþykkti óafvitandi að taka við skrifstofu vinnuveitanda síns í Tulsa, snýr amerískt sjónvarp aftur til þessarar næst stærstu borgar Oklahoma-ríkis. Þetta skiptið er það Sylvester Stallone sem er sendur til Tulsa en þættirnir Tulsa King eru nú í sýningu hjá Sjónvarpi Símans. Líklegast veltu höfundar Friends því fyrir sér hver væri glataðasti staðurinn sem hægt væri að senda brandarakallinn Chandler og fannst Tulsa voðalega sniðugt. Miðað við hvernig borgin var sett fram í Friends mætti halda að hún sé hræðilegur staður til að búa á; upplifun Chandlers af Tusla var sett fram sem eins konar refsing. Chandler hefði betur haldið sér vakandi í vinnunni. Eftir tvo áratugi af friði frá háði Hollywood-mafíunnar ýfir handritshöfundurinn Taylor Sheridan (Sicario, Yellowstone) upp gömul sár. Hann sendir 76 ára gömlu hasarmyndastjörnuna Sylvester Stallone út af örkinni til að hæða Tulsa-greyin enn á ný. Ekki nóg með það heldur fær þáttaröðin glettnislega titilinn Tulsa King, sem er svolítið eins og íslensk þáttaröð um glæpamann héti Kópaskers kóngurinn. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hver afstaða þáttanna og aðalpersónunnar er til borgarinnar. Hér leikur Stallone mafíósa sem klárar að afplána 25 ára dóm í fangelsi. Yfirvöld reyndu að fá hann til að koma upp um félaga sína og fá þannig mildari dóm. Aldrei kjaftaði hann, heldur tók fangelsisvistina á kassann. Hann býst við að vera tekið með kostum og kynjum af mafíuvinum sínum við heimkomuna, en fær þó ekki það sem hann óskaði sér. Í stað þess að fá virðingu er honum skipað að fara til fyrrnefnds útnára, Tulsa, þar sem hann á að koma á fót skipulagðri glæpastarfsemi. Hundfúll samþykkir hann örlög sín og flýgur til Oklahoma. Dwight Manfredi er ávallt snyrtilegur. Sjónvarpið ekki lengur skref niður Á árum áður voru það ákveðnir álitshnekkir ef kvikmyndastjörnur dýfðu tánni í sjónvarpsleik. En með tilkomu streymisveita er heimurinn allt annar. Hver kvikmyndastjarnan á fætur annarri tekur nú þátt í streymisleiknum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Stallone, sem hefur heilt yfir mátt muna fífil sinn fegurri, ákveði að hella sér út í samstarf við streymisveituna Paramount+ (sem framleiðir þættina og sýnir í Bandaríkjunum). Stærri stjörnur hafa gert hið sama, t.d. er nú hægt að sjá Harrison Ford, ásamt Helen Mirren, í Paramount+ þáttaröðinni 1923. Aðrir þekktir leikarar hafa nýlega sést á litla skjánum. Al Pacion leikur í Amazon Prime þáttunum Hunters (þáttaröð tvö kemur í janúar), Dwayne Johnson lék í HBO þáttunum Ballers, Julia Roberts og Sean Penn léku í Starz þáttaröðinni Gaslit, George Clooney lék í Hulu þáttunum Catch-22 og svo mætti lengi telji. Landslagið er sannarlega breytt og sjónvarp og streymi stendur nú allt að því jafnfætis kvikmyndunum þegar kemur að því að laða að sér leikara úr efstu hillu. Það má vera að einhverjir hvái þegar gefið er í skyn að Stallone sé leikari úr efstu hillu, að hann eigi heima í hópi annars flokks leikara á borð við Arnold Schwarzenegger, Jean-Claude Van Damme eða Steven Segal. Þá sem því halda fram minni ég á, að þó Stallone hafi leikið í slöppum myndum á borð við Stop, or My Mom Will Shoot og The Specialist, þá hefur hann tvisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik. Hversu margar Óskarstilnefningar hafa Schwarzenegger, Van Damme og Steven Segal hlotið? Núll. Ber Tulsa King á tröllvöxnum öxlum sínum Þó svo að Stallone sé vöðvatröll og kannski heldur eintóna, þá hefur hann sjarma sem þessir þrír fyrrnefndu leikarar hafa ekki jafn mikið af. Hann er með það sem Frakkarnir kalla je ne sais quoi, einhvern eiginleika sem erfitt er að henda reiður á. Og það er einmitt með þessum sjarma sem Stallone ber Tulsa King á öxlum sér. Skrifin sjálf eru ekki beint úr efstu hillu, og jaðra á stundum við að vera bjánaleg. Hvernig persónur skipta um skoðun út frá minnstu rökum er full algengt. Það er líkt og höfundarnir séu svo æstir í að sögunni vindi fram að þeir gefi sér ekki tíma til að fullreisa þær brýr sem þarf á milli plott vendinga. Mögulega telja þeir að þáttaröðin sé það kómísk að slíkt gangi upp. Hins vegar er sagan of jarðbundin til þess, þó svo að hún innihaldi mörg fyndin augnablik. Persónur svíkja jafnvel grunngildi sín í þágu þess að plottinu vindi fram, á meðan aðrar framkvæma hluti sem ekki er búið að undirbyggja að þær séu færar um. Með þessu er verið að taka töluverða áhættu, en heilt yfir myndi ég segja að það sleppi fyrir horn. Helst er það þökk hæfni og sjarma leikhópsins, sem auk Stallone samanstendur af gamanleikurum, sem ættu að vera áhorfendum að góðu kunnir, sannkallaðir senuþjófar úr öðrum þáttaröðum. Martin Starr, sem leikur kannabissalann Bodhi, er þekktur fyrir tvær gjörsamlega ógleymanlegar rullur, Gilfoyle í Silicon Valley og Bill Haverchuck í Freaks and Geeks. Mér hlýnar hreinlega um hjartarætur að skrifa um hann, ég á svo margar góðar minningar af honum í stórkostlegum senum úr báðum þáttaröðunum. Hér eru nokkur eftirminnileg augnablik hans: Andrea Savage, sem leikur lögreglukonuna Stacy Beale, er annar senuþjófur sem er helst þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Episodes. Þar lék hún Helen Basch sem kom inn sem yfirmaður sjónvarpsstöðvarinnar í þáttunum og hélt öllum í heljargreipum. Hins vegar er efniviðurinn sem Starr og Savage hafa til að vinna með ekki nálægt þeim gæðum sem þau höfðu í fyrrnefndum þáttaröðum, en þau gera sitt besta og aðstoða Stallone við að drösla Tulsa King yfir línuna. Hefði Tulsa King átt að ganga fullkomlega upp hefði þurft að styrkja kómískar stoðir þáttanna. Hins vegar eru ákveðnar sögueindir það myrkar að það hefði ekki gengið upp. Því endar Tulsa King á því að vera of kjánalegt til að vera gott drama, en ekki nógu fyndið til að vera góð kómedía, en nær samt á einhvern undraverðan hátt að virka. Niðurstaða: Þáttaröðin Tulsa King er á stundum heimskuleg, en þó aldrei leiðinleg. Sylvester Stallone og mótleikarar hans eru lykillinn að því að þetta er áhorfanlegt sjónvarpsefni. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Líklegast veltu höfundar Friends því fyrir sér hver væri glataðasti staðurinn sem hægt væri að senda brandarakallinn Chandler og fannst Tulsa voðalega sniðugt. Miðað við hvernig borgin var sett fram í Friends mætti halda að hún sé hræðilegur staður til að búa á; upplifun Chandlers af Tusla var sett fram sem eins konar refsing. Chandler hefði betur haldið sér vakandi í vinnunni. Eftir tvo áratugi af friði frá háði Hollywood-mafíunnar ýfir handritshöfundurinn Taylor Sheridan (Sicario, Yellowstone) upp gömul sár. Hann sendir 76 ára gömlu hasarmyndastjörnuna Sylvester Stallone út af örkinni til að hæða Tulsa-greyin enn á ný. Ekki nóg með það heldur fær þáttaröðin glettnislega titilinn Tulsa King, sem er svolítið eins og íslensk þáttaröð um glæpamann héti Kópaskers kóngurinn. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hver afstaða þáttanna og aðalpersónunnar er til borgarinnar. Hér leikur Stallone mafíósa sem klárar að afplána 25 ára dóm í fangelsi. Yfirvöld reyndu að fá hann til að koma upp um félaga sína og fá þannig mildari dóm. Aldrei kjaftaði hann, heldur tók fangelsisvistina á kassann. Hann býst við að vera tekið með kostum og kynjum af mafíuvinum sínum við heimkomuna, en fær þó ekki það sem hann óskaði sér. Í stað þess að fá virðingu er honum skipað að fara til fyrrnefnds útnára, Tulsa, þar sem hann á að koma á fót skipulagðri glæpastarfsemi. Hundfúll samþykkir hann örlög sín og flýgur til Oklahoma. Dwight Manfredi er ávallt snyrtilegur. Sjónvarpið ekki lengur skref niður Á árum áður voru það ákveðnir álitshnekkir ef kvikmyndastjörnur dýfðu tánni í sjónvarpsleik. En með tilkomu streymisveita er heimurinn allt annar. Hver kvikmyndastjarnan á fætur annarri tekur nú þátt í streymisleiknum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Stallone, sem hefur heilt yfir mátt muna fífil sinn fegurri, ákveði að hella sér út í samstarf við streymisveituna Paramount+ (sem framleiðir þættina og sýnir í Bandaríkjunum). Stærri stjörnur hafa gert hið sama, t.d. er nú hægt að sjá Harrison Ford, ásamt Helen Mirren, í Paramount+ þáttaröðinni 1923. Aðrir þekktir leikarar hafa nýlega sést á litla skjánum. Al Pacion leikur í Amazon Prime þáttunum Hunters (þáttaröð tvö kemur í janúar), Dwayne Johnson lék í HBO þáttunum Ballers, Julia Roberts og Sean Penn léku í Starz þáttaröðinni Gaslit, George Clooney lék í Hulu þáttunum Catch-22 og svo mætti lengi telji. Landslagið er sannarlega breytt og sjónvarp og streymi stendur nú allt að því jafnfætis kvikmyndunum þegar kemur að því að laða að sér leikara úr efstu hillu. Það má vera að einhverjir hvái þegar gefið er í skyn að Stallone sé leikari úr efstu hillu, að hann eigi heima í hópi annars flokks leikara á borð við Arnold Schwarzenegger, Jean-Claude Van Damme eða Steven Segal. Þá sem því halda fram minni ég á, að þó Stallone hafi leikið í slöppum myndum á borð við Stop, or My Mom Will Shoot og The Specialist, þá hefur hann tvisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik. Hversu margar Óskarstilnefningar hafa Schwarzenegger, Van Damme og Steven Segal hlotið? Núll. Ber Tulsa King á tröllvöxnum öxlum sínum Þó svo að Stallone sé vöðvatröll og kannski heldur eintóna, þá hefur hann sjarma sem þessir þrír fyrrnefndu leikarar hafa ekki jafn mikið af. Hann er með það sem Frakkarnir kalla je ne sais quoi, einhvern eiginleika sem erfitt er að henda reiður á. Og það er einmitt með þessum sjarma sem Stallone ber Tulsa King á öxlum sér. Skrifin sjálf eru ekki beint úr efstu hillu, og jaðra á stundum við að vera bjánaleg. Hvernig persónur skipta um skoðun út frá minnstu rökum er full algengt. Það er líkt og höfundarnir séu svo æstir í að sögunni vindi fram að þeir gefi sér ekki tíma til að fullreisa þær brýr sem þarf á milli plott vendinga. Mögulega telja þeir að þáttaröðin sé það kómísk að slíkt gangi upp. Hins vegar er sagan of jarðbundin til þess, þó svo að hún innihaldi mörg fyndin augnablik. Persónur svíkja jafnvel grunngildi sín í þágu þess að plottinu vindi fram, á meðan aðrar framkvæma hluti sem ekki er búið að undirbyggja að þær séu færar um. Með þessu er verið að taka töluverða áhættu, en heilt yfir myndi ég segja að það sleppi fyrir horn. Helst er það þökk hæfni og sjarma leikhópsins, sem auk Stallone samanstendur af gamanleikurum, sem ættu að vera áhorfendum að góðu kunnir, sannkallaðir senuþjófar úr öðrum þáttaröðum. Martin Starr, sem leikur kannabissalann Bodhi, er þekktur fyrir tvær gjörsamlega ógleymanlegar rullur, Gilfoyle í Silicon Valley og Bill Haverchuck í Freaks and Geeks. Mér hlýnar hreinlega um hjartarætur að skrifa um hann, ég á svo margar góðar minningar af honum í stórkostlegum senum úr báðum þáttaröðunum. Hér eru nokkur eftirminnileg augnablik hans: Andrea Savage, sem leikur lögreglukonuna Stacy Beale, er annar senuþjófur sem er helst þekkt fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Episodes. Þar lék hún Helen Basch sem kom inn sem yfirmaður sjónvarpsstöðvarinnar í þáttunum og hélt öllum í heljargreipum. Hins vegar er efniviðurinn sem Starr og Savage hafa til að vinna með ekki nálægt þeim gæðum sem þau höfðu í fyrrnefndum þáttaröðum, en þau gera sitt besta og aðstoða Stallone við að drösla Tulsa King yfir línuna. Hefði Tulsa King átt að ganga fullkomlega upp hefði þurft að styrkja kómískar stoðir þáttanna. Hins vegar eru ákveðnar sögueindir það myrkar að það hefði ekki gengið upp. Því endar Tulsa King á því að vera of kjánalegt til að vera gott drama, en ekki nógu fyndið til að vera góð kómedía, en nær samt á einhvern undraverðan hátt að virka. Niðurstaða: Þáttaröðin Tulsa King er á stundum heimskuleg, en þó aldrei leiðinleg. Sylvester Stallone og mótleikarar hans eru lykillinn að því að þetta er áhorfanlegt sjónvarpsefni.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira