Leikurinn var vægast sagt kaflaskiptur en Faenza var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik. Þriðji leikhluti var hins vegar eign gestanna og því var sigurinn ekki jafn öruggur og í stefndi, lokatölur 72-66.
Sara Rún skoraði 13 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 4 fráköst.
Faenza er sem stendur í 10. sæti með 4 sigurleiki að loknum 13 leikjum. Alls eru 14 lið í deildinni, efstu átta fara í úrslitakeppni, neðsta fellur og liðin í sæti 10. til 13. fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni.