Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 17:43 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs. Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs.
Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57
Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50