Alma hækkar leigu úkraínskra flóttamanna að meðaltali um 83 prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 21. desember 2022 17:43 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Til stendur að leiguverð sextán íbúða sem úkraínskir flóttamenn hafa verið að leigja hækki um allt að 116 prósent. Íbúarnir hafa hingað til leigt af félaginu Einhorn en Alma leigufélag tekur yfir útleiguna í byrjun apríl á næsta ári. Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs. Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Stundin greinir frá þessu og vitnar í bréf frá Garðabæ til leigjendanna en íbúðirnar eru við Urriðaholtsstræti 26 í Garðabæ. Bæjaryfirvöld hafa boðist til þess að greiða hluta leigunnar fyrir flóttamennina ef þeir halda áfram að leigja hjá Ölmu. „Hækkunin er umtalsverð og Garðabær gerir sér grein fyrir að mörgum íbúum mun reynast erfitt að greiða svo háa leigu,“ segir í bréfi Garðabæjar til flóttamannanna. Stærsta íbúð hússins er með mestu hækkunina en leigan hækkar úr 170 þúsund krónum á mánuði í 365 þúsund krónur á mánuði. 114 prósent hækkun. Í samtali við fréttastofu segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, að honum þyki framsetningin vera villandi. Leigan sem félagið er að bjóða fólkinu sé 3,3 prósent hærri en sú sem Einhorn bauð. „Svo virðist vera að þeir hafa verið að niðurgreiða leiguna eitthvað þannig að endanlegir leigutakar borguðu eitthvað umtalsvert lægri leigu,“ segir Ingólfur. Og þið stefnið ekki á að niðurgreiða? „Nei, það er einfaldlega ekki þannig,“ segir Ingólfur. Hann segir að leigufélagið sé ekki að sækja neina tekjuaukningu með endurnýjun leigusamninganna. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar. Alma leigufélag var mikið í umræðunni í byrjun þessa mánaðar eftir að leiguverð öryrkja var hækkað um 75 þúsund krónur, úr 250 þúsund í 325 þúsund, við endurnýjun samninga. Leigufélagið skilaði 12,4 milljarða króna hagnaði árið 2021 en framkvæmdastjórinn sagði í stuttri yfirlýsingu að félagið hafi verið nauðbeygt til þess að hækka leiguverð. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:31 með ummælum Ingólfs.
Leigumarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Garðabær Tengdar fréttir Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02 „Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57 Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Biðst afsökunar á ónærgætni við tilkynningu um hækkun leiguverðs Formaður stjórnar Ölmu leigufélags biðst afsökunar á því að hafa ekki sýnt nægilega nærgætni þegar leigjanda hjá félaginu var tilkynnt um þrjátíu prósent hækkun á leiguverði. Hann segir að búið sé að endurskoða verkferla fyrirtækisins og uppfæra þá. 14. desember 2022 11:02
„Óásættanleg“ framganga leigufélaga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega. 13. desember 2022 22:57
Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. 8. desember 2022 11:50