Hver kannast ekki við að vakna fyrir allar aldir um helgar, ferðast sjóveik með heilt fótboltalið til Eyja, sauma búninga fram á nótt, muna eftir að þvo íþróttafötin fyrir næsta leik og pakka í réttar töskur? Í nýrri auglýsingu úr smiðju ENNEMM og Skot production fyrir Lottó er þetta mikilvæga hlutverk foreldra sýnt á broslegan, mannlegan og auðmjúkan hátt.
Lagið sem hljómar undir er úr myndinni Bugsy Malone en í flutningi Úlfs Eldjárns og Sigga Guðmunds. Samuel & Gunnar directors leikstýrðu og Sean Bagley sá um myndatöku.