RSÍ þakkar öllu félagsfólki fyrir að taka þátt í atkvæðagreiðslum og segja sinn hug, að því er segir í tilkynningu um samþykktina. „Það er vilji ykkar sem skiptir öllu máli og hefur verið ómetanlegt fyrir fulltrúa RSÍ að hitta ykkur á kynningarfundum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni.
RSÍ og Félag vélstjóra og málmtæknimanna héldu saman ellefu formlega kynningarfundi en auk þess voru MATVÍS og Byggiðn með á þremur fundum.
Félögin tóku höndum saman með VR og LÍV í kjarabaráttunni. Félagsmenn VR samþykktu einnig kjarasamninga sína í dag.
Niðurstöður kosningu RSÍ voru eftirfarandi:
RSÍ – sveinar – Já 68,41% – Nei 26,98%
RSÍ – tæknifólk – Já 73,22% – Nei 21,60%
RSÍ – Grafía – Já 88,19% – Nei 8,86%