Björgunarsveitir fluttu líffæri, krabbameinssjúkling, ófríska konu og lyf fyrir langveikt barn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 13:52 Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að frá 17. desember hafi verið skráðar 83 aðgerðir sem 633 félagar björgunarsveita tóku þátt í, frá 63 björgunarsveitum. Vísir/Vilhelm Mikið hefur mætt á björgunarsveitum landsins síðustu daga vegna óveðurs og ófærðar. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að frá 17. desember hafi verið skráðar 83 aðgerðir sem 633 félagar björgunarsveita tóku þátt í, frá 63 björgunarsveitum. Meðal verkefna voru líffæraflutningur, flutningur krabbameinssjúklings til læknis og flutningur á lyfjum fyrir langveikt barn. Í tilkynningunni segir að notast hafi verið við 163 björgunartæki síðustu daga, langmest breyttir jeppar og snjóbílar, en einnig stærri trukkar. Áætlað er að á fimmta þúsund manns hafi verið aðstoðaðir með beinum eða óbeinum hætti þessa daga. „Á Grindavíkurvegi voru 1.200 manns komið til aðstoðar og hjálpað í skjól, um 1.500 manns voru aðstoðaðir í Reykjanesbæ auk þess sem um 2.000 farþegar sem voru strandaglópar í Leifsstöð. Björgunarsveitir sinntu líka því mikilvæga verkefni að koma því starfsfólki til vinnu sem brýn þörf var á að kæmust, svo sem heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk viðbragðs aðila. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar víða,“ segir í tilkynningunni. Nokkur verkefni sem björgunarsveitir leystu um helgina og ekki hafa komist í hámæli eru tiltekin, meðal annars: Björgunarsveit flutti krabbameinssjúkling til læknis svo meðferð viðkomandi héldist. Björgunarsveit flutti lyf fyrir langveikt barn sem var orðið uppiskroppa. Björgunarsveit flutti einstakling í aðgerð sem hafði verið undirbúin með lyfjagjöf og gat ekki beðið. Björgunarsveit flutti Insulin lyf til einstaklings í Leifsstöð, sem var orðinn uppiskroppa og stefndi í óefni. Björgunarsveit flutti ófríska konu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem vegna áhættu meðgöngu gat ekki beðið lengur. Björgunarsveit flutti líffæri sem var að koma að utan á Landsspítala fyrir sjúkling sem var á leið í aðgerð. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning aðfanga fyrir fjölmörg fyrirtæki þar sem hætta var á alvarlegum rekstrartruflunum með miklum áhrifum. Fjöldi aðstoðarbeiðna undanfarinna daga var slíkur að nauðsynlegt var að forgangsraða þeim með tilliti til alvarleika og mikilvægis, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Landsbjargar. Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. 19. desember 2022 11:52 Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Í tilkynningunni segir að notast hafi verið við 163 björgunartæki síðustu daga, langmest breyttir jeppar og snjóbílar, en einnig stærri trukkar. Áætlað er að á fimmta þúsund manns hafi verið aðstoðaðir með beinum eða óbeinum hætti þessa daga. „Á Grindavíkurvegi voru 1.200 manns komið til aðstoðar og hjálpað í skjól, um 1.500 manns voru aðstoðaðir í Reykjanesbæ auk þess sem um 2.000 farþegar sem voru strandaglópar í Leifsstöð. Björgunarsveitir sinntu líka því mikilvæga verkefni að koma því starfsfólki til vinnu sem brýn þörf var á að kæmust, svo sem heilbrigðisstarfsfólk og starfsfólk viðbragðs aðila. Fjöldahjálparstöðvar voru opnaðar víða,“ segir í tilkynningunni. Nokkur verkefni sem björgunarsveitir leystu um helgina og ekki hafa komist í hámæli eru tiltekin, meðal annars: Björgunarsveit flutti krabbameinssjúkling til læknis svo meðferð viðkomandi héldist. Björgunarsveit flutti lyf fyrir langveikt barn sem var orðið uppiskroppa. Björgunarsveit flutti einstakling í aðgerð sem hafði verið undirbúin með lyfjagjöf og gat ekki beðið. Björgunarsveit flutti Insulin lyf til einstaklings í Leifsstöð, sem var orðinn uppiskroppa og stefndi í óefni. Björgunarsveit flutti ófríska konu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem vegna áhættu meðgöngu gat ekki beðið lengur. Björgunarsveit flutti líffæri sem var að koma að utan á Landsspítala fyrir sjúkling sem var á leið í aðgerð. Björgunarsveitir aðstoðuðu við flutning aðfanga fyrir fjölmörg fyrirtæki þar sem hætta var á alvarlegum rekstrartruflunum með miklum áhrifum. Fjöldi aðstoðarbeiðna undanfarinna daga var slíkur að nauðsynlegt var að forgangsraða þeim með tilliti til alvarleika og mikilvægis, eftir því sem fram kemur í tilkynningu Landsbjargar.
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. 19. desember 2022 11:52 Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28 Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03
Björgunarsveitarfólk á síðustu dropunum og bíður hvíldar Aftakaveður er á sunnanverðu landinu og gular og appelsíngular veðurviðvaranir í gildi víðast hvar. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúst og bíða í ofvæni eftir því að fá hvíld eftir langa helgi. 19. desember 2022 11:52
Mannlausir bílar tefja fyrir mokstri og sumir troða sér í gegnum lokun Mjög blint er á Suðurnesjum, skafrenningur og hávaðarok. Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnes hvetur ökumenn til að virða lokanir. Ekið er með bíla í kippum á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins. 19. desember 2022 08:28