Musk vill takmarka kannanir við áskrifendur Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2022 12:09 Mikið hefur gengið á hjá Twitter frá því Elon Musk keypti fyrirtækið. AP/Jeff Chiu Auðjöfurinn Elon Musk segir að breyting verði gerð á framkvæmd kannana um stefnubreytingar hjá samfélagsmiðlinum. Eingöngu áskrifendur muni fá að taka þátt í þeim en hann tilkynnti þessa breytingu eftir að notendur greiddu atkvæði um að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri Twitter. Þetta sagði Musk í tístþræði manns sem heitir Kim Dotcom. Kim Dotcom, sem fæddist í Þýskalandi árið 1974 og hét Kim Schmitz, stofnaði skráarskiptasíðunnar Megaupload, á árum áður. Hann hefur lengi verið eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna þessa en hann hefur haldið til á Nýja-Sjálandi undanfarin ár. Þar hefur hann staðið í baráttu gegn því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Á samfélagsmiðlum eins og Twitter lýsir Kim stjórnmálaskoðunum sem flokka má sem fjar-hægri og virðist hann aðhyllast ýmsum samsæriskenningum. Hann skrifaði í gær tíst um að Musk gæti notað könnunina um það hvort hann ætti að hætta sem forstjóri Twitter til „hreinsunar“ á samfélagsmiðlinum. Það væri ekki sniðugt að halda opna könnun sem þessa þegar Musk væri helsti óvinur „djúpríkisins“ svokallaða. Kim sagði Musk geta hent út „bottum“ sem hefðu tekið þátt í könnuninni og framkvæmt hana aftur. „Áhugavert,“ svaraði Musk. Annar maður sagði þá að eingöngu áskrifendur ættu að fá að taka þátt í könnunum sem snúa að stefnubreytingum á Twitter. „Góður punktur,“ sagði Musk. „Twitter mun gera þessa breytingu.“ Good point. Twitter will make that change.— Elon Musk (@elonmusk) December 19, 2022 Þetta var meðal fyrstu tísta Musks eftir að könnuninni lauk. Skömmu áður hafði mikill meirihluti þátttakenda í könnun Musks sagt að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri samfélagsmiðlafyrirtækisins sem hann var þvingaður til að kaupa í haust. Sjá einnig: Blæs til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta 57,5 prósent þeirra rúmlega 17,5 milljóna sem tóku þátt í könnuninni sögðu að Musk ætti að stíga til hliðar. Hann sagðist ætla að fylgja niðurstöðum könnunarinnar en hefur ekki staðfest það eftir að könnuninni lauk. Should I step down as head of Twitter? I will abide by the results of this poll.— Elon Musk (@elonmusk) December 18, 2022 Hann hafði einnig sagt að héðan í frá yrðu gerðar kannanir um allar helstu stefnubreytingar hjá Twitter. Það var eftir að hætt var við að banna notendum Twitter að vísa á aðra samfélagsmiðla. Í öðru tísti í nótt sagði Musk vangaveltur um fjölda svokallaðra botta í könnuninni einnig vera „áhugaverðar“. Bottar eru í stuttu máli sjálfvirkir Twitter-reikningar sem notaðir eru til að dreifa tístum í miklu magni. Flestir þeirra eru notaðir til að dreifa klámi eða upplýsingum um rafmyntir. Áskriftarþjónustan opnuð aftur Áskriftarþjónusta Twitter var opnuð á nýjan leik fyrr í þessum mánuði. Hún gerir notendum kleift að greiða átta eða ellefu dali fyrir blátt merki sem áður táknaði að starfsmenn Twitter ábyrgðust að viðkomandi reikningur væri raunverulegur. Það olli mikilli óreiðu á Twitter fyrst þegar áskriftarþjónustan fór í loftið en notendur notuðu hana í massavís til að þykjast vera annað fólk og jafnvel fyrirtæki. Sjá einnig: Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter Fyrirtæki og stofnanir munu fá annarskonar merki sem tákna eiga að um raunverulega reikninga er að ræða. Óreiða hefur einkennt yfirtöku Musks. Stórum hluta starfsmanna Twitter hefur verið sagt upp og þar á meðal flestum yfirmönnum fyrirtækisins, auglýsendur hafa dregið saman seglin á samfélagsmiðlunum og hann sjálfur hefur hringlað fram og til baka með ýmsar ákvarðanir en einnig verið með puttana sjálfur í hvernig efni sem birtist á Twitter er stýrt. Musk hefur varið miklu púðri í niðurskurð og leit að nýjum tekjuleiðum, eins og áðurnefndri áskriftarþjónustu. Hann keypti Twitter fyrir 44 milljarða dala en við yfirtöku hans stigmögnuðust skuldir fyrirtækisins og vaxtagreiðslur munu samkvæmt greinendum fara úr um 51 milljón dala árið 2021 í rúman milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Nýverið bárust fregnir af því að Twitter væri hætt að borga leigu af skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins víðsvegar um heiminn og einnig væri verið að skoða að greiða ekki uppsagnarfrest fólks sem hefur verið sagt upp. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þetta sagði Musk í tístþræði manns sem heitir Kim Dotcom. Kim Dotcom, sem fæddist í Þýskalandi árið 1974 og hét Kim Schmitz, stofnaði skráarskiptasíðunnar Megaupload, á árum áður. Hann hefur lengi verið eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna þessa en hann hefur haldið til á Nýja-Sjálandi undanfarin ár. Þar hefur hann staðið í baráttu gegn því að verða framseldur til Bandaríkjanna. Á samfélagsmiðlum eins og Twitter lýsir Kim stjórnmálaskoðunum sem flokka má sem fjar-hægri og virðist hann aðhyllast ýmsum samsæriskenningum. Hann skrifaði í gær tíst um að Musk gæti notað könnunina um það hvort hann ætti að hætta sem forstjóri Twitter til „hreinsunar“ á samfélagsmiðlinum. Það væri ekki sniðugt að halda opna könnun sem þessa þegar Musk væri helsti óvinur „djúpríkisins“ svokallaða. Kim sagði Musk geta hent út „bottum“ sem hefðu tekið þátt í könnuninni og framkvæmt hana aftur. „Áhugavert,“ svaraði Musk. Annar maður sagði þá að eingöngu áskrifendur ættu að fá að taka þátt í könnunum sem snúa að stefnubreytingum á Twitter. „Góður punktur,“ sagði Musk. „Twitter mun gera þessa breytingu.“ Good point. Twitter will make that change.— Elon Musk (@elonmusk) December 19, 2022 Þetta var meðal fyrstu tísta Musks eftir að könnuninni lauk. Skömmu áður hafði mikill meirihluti þátttakenda í könnun Musks sagt að hann ætti að stíga til hliðar sem forstjóri samfélagsmiðlafyrirtækisins sem hann var þvingaður til að kaupa í haust. Sjá einnig: Blæs til skoðanakönnunar um hvort hann eigi að hætta 57,5 prósent þeirra rúmlega 17,5 milljóna sem tóku þátt í könnuninni sögðu að Musk ætti að stíga til hliðar. Hann sagðist ætla að fylgja niðurstöðum könnunarinnar en hefur ekki staðfest það eftir að könnuninni lauk. Should I step down as head of Twitter? I will abide by the results of this poll.— Elon Musk (@elonmusk) December 18, 2022 Hann hafði einnig sagt að héðan í frá yrðu gerðar kannanir um allar helstu stefnubreytingar hjá Twitter. Það var eftir að hætt var við að banna notendum Twitter að vísa á aðra samfélagsmiðla. Í öðru tísti í nótt sagði Musk vangaveltur um fjölda svokallaðra botta í könnuninni einnig vera „áhugaverðar“. Bottar eru í stuttu máli sjálfvirkir Twitter-reikningar sem notaðir eru til að dreifa tístum í miklu magni. Flestir þeirra eru notaðir til að dreifa klámi eða upplýsingum um rafmyntir. Áskriftarþjónustan opnuð aftur Áskriftarþjónusta Twitter var opnuð á nýjan leik fyrr í þessum mánuði. Hún gerir notendum kleift að greiða átta eða ellefu dali fyrir blátt merki sem áður táknaði að starfsmenn Twitter ábyrgðust að viðkomandi reikningur væri raunverulegur. Það olli mikilli óreiðu á Twitter fyrst þegar áskriftarþjónustan fór í loftið en notendur notuðu hana í massavís til að þykjast vera annað fólk og jafnvel fyrirtæki. Sjá einnig: Óreiðan virðist ráða ríkjum hjá Twitter Fyrirtæki og stofnanir munu fá annarskonar merki sem tákna eiga að um raunverulega reikninga er að ræða. Óreiða hefur einkennt yfirtöku Musks. Stórum hluta starfsmanna Twitter hefur verið sagt upp og þar á meðal flestum yfirmönnum fyrirtækisins, auglýsendur hafa dregið saman seglin á samfélagsmiðlunum og hann sjálfur hefur hringlað fram og til baka með ýmsar ákvarðanir en einnig verið með puttana sjálfur í hvernig efni sem birtist á Twitter er stýrt. Musk hefur varið miklu púðri í niðurskurð og leit að nýjum tekjuleiðum, eins og áðurnefndri áskriftarþjónustu. Hann keypti Twitter fyrir 44 milljarða dala en við yfirtöku hans stigmögnuðust skuldir fyrirtækisins og vaxtagreiðslur munu samkvæmt greinendum fara úr um 51 milljón dala árið 2021 í rúman milljarð dala á næsta ári. Sjá einnig: Skuldir Twitter stigmagnast við yfirtöku Musks Nýverið bárust fregnir af því að Twitter væri hætt að borga leigu af skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins víðsvegar um heiminn og einnig væri verið að skoða að greiða ekki uppsagnarfrest fólks sem hefur verið sagt upp.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira