Lillard náði metinu á vítalínunni þegar ein og hálf mínúta var eftir af 3. leikhluta í leik Portland og Oklahoma City Thunder. Portland tapaði, 123-121, en Shai Gilgeous-Alexander skoraði sigurkörfu Oklahoma í þann mund sem leiktíminn rann út.
Damian Lillard is the @trailblazers all-time leading scorer!
— NBA (@NBA) December 20, 2022
Congrats, @Dame_Lillard! pic.twitter.com/s5B47X3JTQ
The Thunder fans gave Damian Lillard a standing ovation after he passed Clyde Drexler for the Blazers all-time scoring leader
— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) December 20, 2022
pic.twitter.com/4mHuF2wOVx
Lillard skoraði 28 stig í leiknum og hefur alls skorað 18.048 síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir Portland fyrir tíu árum. Lillard hefur leikið með félaginu allan sinn feril í NBA.
„Það er frábær tilfinning að komast á toppinn,“ sagði Lillard eftir leikinn í nótt. „Þetta hefur verið markmið hjá mér. Það eru svo margir frábærir leikmenn á listanum svo að vera loksins kominn á topp hans er afrek sem ég er mjög stoltur af.“
Drexler skoraði 18.040 stig í 867 leikjum fyrir Portland á árunum 1983-95. Hann er leikjahæstur í sögu félagsins.
Lillard og félagar í Portland eru í 7. sæti Vesturdeildarinnar með sautján sigra og fjórtán töp.