„Ég held að við komumst aldrei heim“ Atli Arason skrifar 19. desember 2022 22:01 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í kvöld. Atli Arason Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. „Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum. Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum.
Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira