Ekki talið nauðgun að troða fingri í endaþarm Árni Sæberg skrifar 20. desember 2022 06:30 Héraðsdómur Reykjaness kvað dóminn upp í gær. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Í málinu var talið sannað að hann hefði troðið fingri í endaþarm annars manns en það var ekki talið nauðgun. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og nauðgun með því að hafa í mars árið 2020 á Arnarneshæð í Garðabæ veist að félaga sínum, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum svo kúlurnar lentu í baki hans, elt upp á hæðina, ýtt á bak hans svo hann féll fram fyrir sig á andlit, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Afleiðingar þess voru að brotaþoli hlaut opið sár á höfði og yfirborðsáverka á hægri olnboga, þumalfingri vinstri handar, hægra hné og vinstri fæti, að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Málið velktist um í kerfinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu felldi niður rannsókn málsins í ágúst sama ár og meint atvik urðu með vísan til þess að það væri talið falla undir ákvæði hegningarlaga um minniháttar líkamsárás en ekki ákvæði um nauðgun. Af þeirri ástæðu hafi ekki farið fram frekari rannsókn á málinu og það sett í bið í þeim tilgangi að bíða þess hvort brotaþoli myndi leggja fram kæru. Þegar hann hafði ekki gert það tæplega fimm mánuðum eftir að atvik urðu hafi ekki verið talið tilefni til þess að fylgja málinu frekar eftir. Ríkislögreglustjóri ákvað hins vegar eftir kæru brotaþola að rétt væri að rannsaka málið frekar vegna þess að í kærunni hafi komið fram að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Við fyrirtöku málsins í maí 2022 var ákveðið að aðalmeðferð málsins skyldi fara fram í september sama ár en tveimur dögum fyrir aðalmeðferðina gerði verjandi mannsins aðvart um það að hann myndi gera kröfu til þess að málinu yrði vísað frá dómi. Við aðalmeðferð um þá kröfu vísaði héraðsdómur málinu frá dómi. Í október þessa árs sneri Landsréttur þeim úrskurði hins vegar við og lagði fyrir Héraðsdóm Reykjaness að taka málið til efnislegrar meðferðar. Vissi ekki hvers vegna hann ætlaði að berja félaga sinn Málsatvik voru þau að mennirnir tveir voru heima hjá ákærða eftir að hafa verið saman á veitingahúsi. Brotaþoli kvaðst hafa sofnað inni í bílskúr heima hjá manninum og vaknað við að hann væri að hrista hann, haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þá hafi hann ákveðið að taka til fótanna og hringja í Neyðarlínuna með manninn á hælunum. Spurður af lögreglu kvaðst ákærði hafa verið heima hjá sér með félaga sínum sem hafði gefið honum ofskynjunarlyf. Næsta sem hann muni hafi hann verið að veita félaga sínum eftirför þar sem hann hafi ætlað að berja hann en ekki vitað hvers vegna því þeir væru félagar. Rannsókn vegna blyssins ekki framkvæmd Sem áður segir var manninum gefið að sök að hafa skotið af skotblysi í átt að félaga sínum. Maðurinn neitaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa verið með flugeld en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa kveikt á blysi en hann hafi ekki skotið úr því að félaga sínum. Eiginkona mannsins, sem bar vitni fyrir dómi, kvaðst hafa séð manninnn með skotblys og hann hafi farið með það á eftir brotaþola og beint því að honumen hún fullyrti ekki að ákærði hafi skotið á brotaþola. Í dómi héraðsdóms segir að engin rannsókn hafi verið framkvæmd á fatnaði brotaþola með hliðsjón af því hvort kúlur úr skotblysi hafi lent á honum. Þá verði ekki séð að fram hafi farið líkamsskoðun á brotaþola með tilliti til þess að hann hafi fengið kúlur úr skotblysi í sig. Þess vegna taldi dómurinn ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði skotið félaga sinn með skotblysi og því var hann sýknaður af þeim ákærulið. Ekki fallist á að brotaþoli hafi átt upptök að áflogum Í málinu lá fyrir að brotaþoli hafi hlotið áverka eftir áflog við manninn en hann bar það fyrir sig að brotaþoli hafi haft upptök að þeim. Í dóminum segir að fyrir liggi að brotaþoli hafi flúið heimili mannsins skólaus og hringt á Neyðarlínuna óttasleginn og hræddur. Það bendi til þess að hann hafi talið að hann myndi ekki hafa í fullu tré við manninn kæmi til átaka milli þeirra. Það ásamt upphaflegri játningu mannsins um að hann hafi ætlað að berja félaga sinn en vissi ekki hvers vegna var talið benda til þess að maðurinn hafi sjálfur átt upptök að áflogunum. Því var hann sakfelldur fyrir líkamsárás í skilningu hegningarlaga. ,,Langar þig að snerta puttann“ Þá víkur sögunni að hinum ákæruliðnum í málinu, þeim sem varðar meinta nauðgun með því að troða fingri í endaþarm brotaþola. í málinu lágu fyrir upptökur úr búkmyndavélum lögregluþjóna sem mættu á vettvang. Í dóminum er eftirfarandi haft eftir brotaþola úr upptökum: „Hrinti mér í jörðina og svo tróð hann hendinni á sér upp í rassinn á mér.“ „... stinga puttanum á sér upp í rassinn á mér ... hvað er málið.“ „... hann tróð puttanum á sér upp í rassgatið á mér ... þegar ég lá hérna niðri.“ Eftir manninum er eftirfarandi haft úr annarri búkmyndavél: „Þið þurfið ekkert að halda í puttann á manni.“ „Á ég að segja þér með þennan putta hérna, veistu hvar hann var? Hann var upp í rass rass rassgatinu á vini mínum.“ „Langar þig að snerta puttann.“ Gaf skýringu sem hann vildi svo ekkert kannast við Í skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst maðurinn vera með fullkomna skýringu á þessu og hann hafi verið að tala um allt annað mál sem komi því máli sem hér er til umfjöllunar ekkert við. Hann hafi átt við eitthvað annað sem hafi átt sér stað fyrr um daginn en hann hafi þá sett putta upp í endaþarm manns sem honum þyki mjög vænt um en hann vildi síðan ekki útskýra það nánar. Fyrir dómi neitaði maðurinn því að hafa sett fingur í endaþarm brotaþola og sagði að ofangreind skýring hans hjá lögreglu hvað það varðaði væri ekki rétt og í raun bara rugl. Hann hafi gefið þá skýringu í miklu stressi. Í dóminum er tekið fram að skýrslutakan hafi farið fram sextán mánuðum eftir atvik á Arnarneshæðinni og því væri ekki líklegt að hann hafi verið taugaveiklaður þegar skýringin var gefin. Þá kvaðst maðurinn einungis hafa verið að grínast með uppheflegum ummælum sínum sem tekin voru upp með búkmyndavél. Í dóminum segir að maðurinn hafi ekki gefið skýringu á ósamræmi í vitnisburði sínum og því væri hann ekki talinn trúverðugur og ekki yrði byggt á honum þegar komist yrði að niðurstöðu í málinu. Ætlunin hafi bara verið að meiða Á hinn bóginn mat dómurinn framburð brotaþola samræmdan og trúverðugan. Hann hafi sagt um leið og lögregla hafði afskipti af mönnum að hinn hefði troðið fingri í endaþarm hans. Hann hafi síðan haldið sig við þá frásögn á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota, í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Með vísan til þess og annarra rannsóknargagna utan vitnisburðar mannsins var því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi troðið fingri í endaþarm brotaþola. Dómurinn fjallar því næst um ákvæði hegningarlaga að aðeins skuli refsa fyrir brot sem framin eru af ásetningi nema heimild sé í lögum til að refsa fyrir brot framin af gáleysi. Slík heimild er ekki til staðar á nauðgunarákvæði hegningarlaga. Þá segir að í upphafi málsins hafi það einungis verið rannsakað sem líkamsárás þar sem brotaþoli hafi á vettvangi tekið fram að hann vildi kæra manninn fyrir líkamsárás og að lögregla hafi talið að brotið væri aðeins líkamsárás. „Eins og rakið hefur verið var aðdragandi þess að ákærði setti fingur í endaþarm brotaþola sá að hann reyndi að flýja á hlaupum undan ákærða. Hannveitti brotaþola eftirför nokkurn spöl og ýtti í bakið á honum svo hann féll í jörðina. Þeir tókust síðan á og í þeim átökum fór ákærði með hendi inn fyrir buxur brotaþola og setti fingur í endaþarm hans. Þetta gerðist út á víðavangi og við nokkuð fjölfarna götu þó að næturlagi væri,“ segir í dóminum. Með vísan til þess verði að draga í efa að ásetningur mannins hafi verið að fremja kynferðisbrot gagnvart brotaþola heldur hafi sú háttsemi haft þann tilgang að meiða hann. Því var maðurinn sýknaður af ákærulið um nauðgun og háttsemin felld undir líkamsárásina sem hann hafði þegar verið fundinn sekur um. Skilorðsbundin refsing og hálf milljón í skaðabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Brotaþoli í málinu gerði miskabótakröfu upp á tvær milljónir króna vegna áverka og þess að brotið hafi verið til þess fallið að hafa áhrif á andlega líðan hans til hins verra og það væri sérstaklega meiðandi fyrir hann. Með hliðsjón af atvikum málsins mat dómurinn hæfilegt að maðurinn greiddi brotaþola skaðabætur að fjárhæð 500 þúsund krónur. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem tóku til vinnu hans eftir að Landsréttur gerði héraðsdómi að taka málið til efnislegrar meðferðar þar sem önnur málsvarnarlaun höfðu þegar verið greidd úr ríkissjóði. Þóknun réttargæslumanns brotaþola tæplega 1,2 milljónir króna greiðast úr ríkissjóði. Kynferðisofbeldi Dómsmál Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir líkamsárás og nauðgun með því að hafa í mars árið 2020 á Arnarneshæð í Garðabæ veist að félaga sínum, kveikt á kúlublysi og skotið úr því í áttina að honum svo kúlurnar lentu í baki hans, elt upp á hæðina, ýtt á bak hans svo hann féll fram fyrir sig á andlit, haldið honum niðri og sett fingur í endaþarm hans. Afleiðingar þess voru að brotaþoli hlaut opið sár á höfði og yfirborðsáverka á hægri olnboga, þumalfingri vinstri handar, hægra hné og vinstri fæti, að því er segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Málið velktist um í kerfinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu felldi niður rannsókn málsins í ágúst sama ár og meint atvik urðu með vísan til þess að það væri talið falla undir ákvæði hegningarlaga um minniháttar líkamsárás en ekki ákvæði um nauðgun. Af þeirri ástæðu hafi ekki farið fram frekari rannsókn á málinu og það sett í bið í þeim tilgangi að bíða þess hvort brotaþoli myndi leggja fram kæru. Þegar hann hafði ekki gert það tæplega fimm mánuðum eftir að atvik urðu hafi ekki verið talið tilefni til þess að fylgja málinu frekar eftir. Ríkislögreglustjóri ákvað hins vegar eftir kæru brotaþola að rétt væri að rannsaka málið frekar vegna þess að í kærunni hafi komið fram að brotaþoli hafi við skoðun á slysadeild verið með áverka á höfði og við endaþarm. Við fyrirtöku málsins í maí 2022 var ákveðið að aðalmeðferð málsins skyldi fara fram í september sama ár en tveimur dögum fyrir aðalmeðferðina gerði verjandi mannsins aðvart um það að hann myndi gera kröfu til þess að málinu yrði vísað frá dómi. Við aðalmeðferð um þá kröfu vísaði héraðsdómur málinu frá dómi. Í október þessa árs sneri Landsréttur þeim úrskurði hins vegar við og lagði fyrir Héraðsdóm Reykjaness að taka málið til efnislegrar meðferðar. Vissi ekki hvers vegna hann ætlaði að berja félaga sinn Málsatvik voru þau að mennirnir tveir voru heima hjá ákærða eftir að hafa verið saman á veitingahúsi. Brotaþoli kvaðst hafa sofnað inni í bílskúr heima hjá manninum og vaknað við að hann væri að hrista hann, haldið á flugeldum og verið ógnandi. Þá hafi hann ákveðið að taka til fótanna og hringja í Neyðarlínuna með manninn á hælunum. Spurður af lögreglu kvaðst ákærði hafa verið heima hjá sér með félaga sínum sem hafði gefið honum ofskynjunarlyf. Næsta sem hann muni hafi hann verið að veita félaga sínum eftirför þar sem hann hafi ætlað að berja hann en ekki vitað hvers vegna því þeir væru félagar. Rannsókn vegna blyssins ekki framkvæmd Sem áður segir var manninum gefið að sök að hafa skotið af skotblysi í átt að félaga sínum. Maðurinn neitaði því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa verið með flugeld en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa kveikt á blysi en hann hafi ekki skotið úr því að félaga sínum. Eiginkona mannsins, sem bar vitni fyrir dómi, kvaðst hafa séð manninnn með skotblys og hann hafi farið með það á eftir brotaþola og beint því að honumen hún fullyrti ekki að ákærði hafi skotið á brotaþola. Í dómi héraðsdóms segir að engin rannsókn hafi verið framkvæmd á fatnaði brotaþola með hliðsjón af því hvort kúlur úr skotblysi hafi lent á honum. Þá verði ekki séð að fram hafi farið líkamsskoðun á brotaþola með tilliti til þess að hann hafi fengið kúlur úr skotblysi í sig. Þess vegna taldi dómurinn ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði skotið félaga sinn með skotblysi og því var hann sýknaður af þeim ákærulið. Ekki fallist á að brotaþoli hafi átt upptök að áflogum Í málinu lá fyrir að brotaþoli hafi hlotið áverka eftir áflog við manninn en hann bar það fyrir sig að brotaþoli hafi haft upptök að þeim. Í dóminum segir að fyrir liggi að brotaþoli hafi flúið heimili mannsins skólaus og hringt á Neyðarlínuna óttasleginn og hræddur. Það bendi til þess að hann hafi talið að hann myndi ekki hafa í fullu tré við manninn kæmi til átaka milli þeirra. Það ásamt upphaflegri játningu mannsins um að hann hafi ætlað að berja félaga sinn en vissi ekki hvers vegna var talið benda til þess að maðurinn hafi sjálfur átt upptök að áflogunum. Því var hann sakfelldur fyrir líkamsárás í skilningu hegningarlaga. ,,Langar þig að snerta puttann“ Þá víkur sögunni að hinum ákæruliðnum í málinu, þeim sem varðar meinta nauðgun með því að troða fingri í endaþarm brotaþola. í málinu lágu fyrir upptökur úr búkmyndavélum lögregluþjóna sem mættu á vettvang. Í dóminum er eftirfarandi haft eftir brotaþola úr upptökum: „Hrinti mér í jörðina og svo tróð hann hendinni á sér upp í rassinn á mér.“ „... stinga puttanum á sér upp í rassinn á mér ... hvað er málið.“ „... hann tróð puttanum á sér upp í rassgatið á mér ... þegar ég lá hérna niðri.“ Eftir manninum er eftirfarandi haft úr annarri búkmyndavél: „Þið þurfið ekkert að halda í puttann á manni.“ „Á ég að segja þér með þennan putta hérna, veistu hvar hann var? Hann var upp í rass rass rassgatinu á vini mínum.“ „Langar þig að snerta puttann.“ Gaf skýringu sem hann vildi svo ekkert kannast við Í skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst maðurinn vera með fullkomna skýringu á þessu og hann hafi verið að tala um allt annað mál sem komi því máli sem hér er til umfjöllunar ekkert við. Hann hafi átt við eitthvað annað sem hafi átt sér stað fyrr um daginn en hann hafi þá sett putta upp í endaþarm manns sem honum þyki mjög vænt um en hann vildi síðan ekki útskýra það nánar. Fyrir dómi neitaði maðurinn því að hafa sett fingur í endaþarm brotaþola og sagði að ofangreind skýring hans hjá lögreglu hvað það varðaði væri ekki rétt og í raun bara rugl. Hann hafi gefið þá skýringu í miklu stressi. Í dóminum er tekið fram að skýrslutakan hafi farið fram sextán mánuðum eftir atvik á Arnarneshæðinni og því væri ekki líklegt að hann hafi verið taugaveiklaður þegar skýringin var gefin. Þá kvaðst maðurinn einungis hafa verið að grínast með uppheflegum ummælum sínum sem tekin voru upp með búkmyndavél. Í dóminum segir að maðurinn hafi ekki gefið skýringu á ósamræmi í vitnisburði sínum og því væri hann ekki talinn trúverðugur og ekki yrði byggt á honum þegar komist yrði að niðurstöðu í málinu. Ætlunin hafi bara verið að meiða Á hinn bóginn mat dómurinn framburð brotaþola samræmdan og trúverðugan. Hann hafi sagt um leið og lögregla hafði afskipti af mönnum að hinn hefði troðið fingri í endaþarm hans. Hann hafi síðan haldið sig við þá frásögn á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota, í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Með vísan til þess og annarra rannsóknargagna utan vitnisburðar mannsins var því talið hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi troðið fingri í endaþarm brotaþola. Dómurinn fjallar því næst um ákvæði hegningarlaga að aðeins skuli refsa fyrir brot sem framin eru af ásetningi nema heimild sé í lögum til að refsa fyrir brot framin af gáleysi. Slík heimild er ekki til staðar á nauðgunarákvæði hegningarlaga. Þá segir að í upphafi málsins hafi það einungis verið rannsakað sem líkamsárás þar sem brotaþoli hafi á vettvangi tekið fram að hann vildi kæra manninn fyrir líkamsárás og að lögregla hafi talið að brotið væri aðeins líkamsárás. „Eins og rakið hefur verið var aðdragandi þess að ákærði setti fingur í endaþarm brotaþola sá að hann reyndi að flýja á hlaupum undan ákærða. Hannveitti brotaþola eftirför nokkurn spöl og ýtti í bakið á honum svo hann féll í jörðina. Þeir tókust síðan á og í þeim átökum fór ákærði með hendi inn fyrir buxur brotaþola og setti fingur í endaþarm hans. Þetta gerðist út á víðavangi og við nokkuð fjölfarna götu þó að næturlagi væri,“ segir í dóminum. Með vísan til þess verði að draga í efa að ásetningur mannins hafi verið að fremja kynferðisbrot gagnvart brotaþola heldur hafi sú háttsemi haft þann tilgang að meiða hann. Því var maðurinn sýknaður af ákærulið um nauðgun og háttsemin felld undir líkamsárásina sem hann hafði þegar verið fundinn sekur um. Skilorðsbundin refsing og hálf milljón í skaðabætur Sem áður segir var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar refsingar. Brotaþoli í málinu gerði miskabótakröfu upp á tvær milljónir króna vegna áverka og þess að brotið hafi verið til þess fallið að hafa áhrif á andlega líðan hans til hins verra og það væri sérstaklega meiðandi fyrir hann. Með hliðsjón af atvikum málsins mat dómurinn hæfilegt að maðurinn greiddi brotaþola skaðabætur að fjárhæð 500 þúsund krónur. Þá var manninum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem tóku til vinnu hans eftir að Landsréttur gerði héraðsdómi að taka málið til efnislegrar meðferðar þar sem önnur málsvarnarlaun höfðu þegar verið greidd úr ríkissjóði. Þóknun réttargæslumanns brotaþola tæplega 1,2 milljónir króna greiðast úr ríkissjóði.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Garðabær Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira