Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. desember 2022 23:20 Justin og Victoria ætluðu sér að stoppa hér í eina nótt. Vísir/Egill Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria. Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Victoria og Justin Anfuso búa í Boston en ætluðu sér að heimsækja föður Justins í Zurich í Sviss um jólin. Þau ákváðu að millilenda á Íslandi í eina nótt til þess að sjá landið í vetrarbúning og freista þess að sjá norðurljósin. Vægast sagt misheppnaðist það stórkostlega þar sem þau sitja nú föst í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau lentu hér á landi klukkan tíu í gærkvöldi og fundu eina leigubílstjórann sem tilbúinn var að keyra þau í átt að gististað sínum. „Við mættum og leigubílstjórinn var mjög svartsýnn á hvort hann myndi ná að keyra okkur. Hann sagði okkur að veðrið myndi líklegast versna. En við komumst þangað. Svo festumst undir snjó í litlum sumarbústað. Viðbragðsaðilar þurfti að koma okkur út úr honum og komu okkur hingað,“ segir Victoria í samtali við fréttastofu. Klippa: Ferðamenn fastir í fjöldahjálparmiðstöð Þau eiga bókað flug á morgun en eru ekki bjartsýn á að það verði að veruleika. Í stað þess að fljúga beint til Sviss, líkt og planið var upphaflega, fljúga þau fyrst til Dyflinnar í Írlandi. Þau segjast hafa upplifað svona veður áður, enda frá Boston, en aldrei þurft að gista í fjöldahjálparstöð áður. „Þetta er þvílík upplifun. Veðrið er ekki svo slæmt og það er skrítið að það sé sól en samt hættulegt úti á sama tíma. Það er ekki að snjóa en það er samt mikill vindur. Þannig það er betra að vera öruggur í svona aðstæðum. Við erum bæði flugmenn þannig við vitum að það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Justin. Þau segja hjálpfýsi Íslendinga hafa komið þeim ánægjulega á óvart. Þá eru allir sem dvelja með þeim í hjálparstöðinni einnig mjög almennilegir. Allir reyna að þrauka saman í gegnum þetta og búa til eftirminnilega upplifun. „Í gegnum atburði sem þessa þá kemstu að því hvernig fólk er í raun og veru,“ segir Victoria.
Veður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01
Veðurvaktin: Loka Reykjanesbrautinni á ný Allar aðalleiðir á suðvesturhorni landsins eru lokaðar vegna veðurs og ófærðar og sama á við víðar á landinu, á Vesturlandi, Vestfjörðum og sunnan Vatnajökuls. 19. desember 2022 09:58