Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2022 13:44 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað ferðast til Rússlands og hitt Pútín. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. Fyrr í dag fóru bæði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, til Hvíta-Rússlands en ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því undanfarna daga að Rússar gætu mögulega verið að undirbúa aðra atlögu að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, sagðist í síðustu viku handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir væru að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Hernaðarsérfræðingar og ráðamenn á Vesturlöndum hafa margir lýst yfir efasemdum um þessar yfirlýsingar Úkraínumanna og segja óljóst hvort rússneski herinn hafi burði til að opna nýja víglínu að svo stöddu. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Þá hefur lengi verið talið að Pútín vilji að Lúkasjenka taki beinan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en einræðisherrann hefur forðast það hingað til. Það er ekki að ástæðulausu en her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Sergei Surovikin, sem stýrir innrásinni í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Gavriil Grigorov Rússar fluttur hermenn aftur til Hvíta-Rússlands í október og eru þeir sagðir eiga að stunda heræfingar þar með her Hvíta-Rússlands. Úkraínumenn segja samkvæmt Reuters að viðræðurnar í dag snúist um frekari árásir gegn Úkraínu og aðkomu hers Hvíta Rússlands að þeim. AP fréttaveitan segir að viðræður Pútíns og Lúkasjenka muni mögulega snúast um það að Hvít-Rússar eigi líklega vopn og skotfæri frá tímum Sovétríkjanna sem Rússar gætu notað. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri fyrir stórskotalið. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Pútín fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað farið til Rússlands og hitt Pútín þar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Fyrr í dag fóru bæði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, til Hvíta-Rússlands en ráðamenn í Úkraínu hafa varað við því undanfarna daga að Rússar gætu mögulega verið að undirbúa aðra atlögu að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, sagðist í síðustu viku handviss um að Rússar muni gera aðra atlögu að Kænugarði. Þeir væru að þjálfa og vopna um tvö hundruð þúsund nýja hermenn og muni reyna að nota þá til að opna nýja víglínu á nýju ári. Hernaðarsérfræðingar og ráðamenn á Vesturlöndum hafa margir lýst yfir efasemdum um þessar yfirlýsingar Úkraínumanna og segja óljóst hvort rússneski herinn hafi burði til að opna nýja víglínu að svo stöddu. Sjá einnig: Viss um að Rússar geri aðra atlögu að Kænugarði Þá hefur lengi verið talið að Pútín vilji að Lúkasjenka taki beinan þátt í innrás Rússa í Úkraínu en einræðisherrann hefur forðast það hingað til. Það er ekki að ástæðulausu en her Hvíta-Rússlands er tiltölulega lítill og óreyndur en hann inniheldur eingöngu um 45 þúsund hermenn og þar á meðal menn sem hafa verið skikkaðir til herþjónustu. Hermenn ríkisins þykja þar að auki agalausir og illa þjálfaðir. Lukasjenka er þar að auki ólíklegur til að vilja fara í herkvaðningu af ótta við að vopnvæða stóran hluta þjóðarinnar. Sergei Surovikin, sem stýrir innrásinni í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands.AP/Gavriil Grigorov Rússar fluttur hermenn aftur til Hvíta-Rússlands í október og eru þeir sagðir eiga að stunda heræfingar þar með her Hvíta-Rússlands. Úkraínumenn segja samkvæmt Reuters að viðræðurnar í dag snúist um frekari árásir gegn Úkraínu og aðkomu hers Hvíta Rússlands að þeim. AP fréttaveitan segir að viðræður Pútíns og Lúkasjenka muni mögulega snúast um það að Hvít-Rússar eigi líklega vopn og skotfæri frá tímum Sovétríkjanna sem Rússar gætu notað. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri fyrir stórskotalið. Sjá einnig: Farnir að nota fjörutíu ára sprengikúlur Pútín fór síðast til Hvíta-Rússlands árið 2019. Síðan þá hefur Lúkasjenka ítrekað farið til Rússlands og hitt Pútín þar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31 Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48 Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47 Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Drónaárásir á Kænugarð í morgunsárið Loftvarnaflautur hafa ómað í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði í morgun vegna drónaárása rússneska hersins. Vítalí Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi sprenginga hafi heyrst í höfuðborginni í morgun. 19. desember 2022 06:31
Búist við auknum sóknarþunga Rússa Valdímír Pútin Rússlandsforseti hefur fundað með herforingjum sínum nú þegar hávær orðrómur er um að Rússar muni gera metnaðarfulla tilraun til að snúa vörn í sókn á vígvellinum. 17. desember 2022 16:48
Sextíu flugskeytum skotið á borgir Úkraínu í morgunsárið Rússar eru sagðir hafa skotið tugum flugskeyta á borgir Úkraínu snemma í morgun. Skipulega hafi verið ráðist á innviði þjóðarinnar. Rafmagnslaust er í borgunum Kharkiv og Poltava eftir árásirnar. 16. desember 2022 10:47
Senda besta loftvarnarkerfið til Úkraínu Ríkisstjórn Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, vinnur að því að senda Úkraínumönnum svokallað Patriot-loftvarnarkerfi. Það er háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar. 13. desember 2022 18:04