Samþykkja að vernda þriðjung hafs og jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 11:49 COP15 ráðstefnan átti að fara fram í Kína en var færð til Kanada vegna strangra sóttvarnaráðstafana kínverskra stjórnvalda. AP/Ryan Remiorz/The Canadian Press Samkomulag sem ríki heims náðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika er sagt stærsta skrefið til þessa í verndun land- og hafsvæða. Það felur einnig í sér fjárhagslegan stuðning til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika í þróunarríkjum. Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050. Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Kínverjar, sem fara með forsæti á COP15 ráðstefnunni í Montreal í Kanada birtu drög að samkomulagi í nótt. Samkvæmt því skuldbinda um 190 ríki sig til þess að vernd þrjátíu prósent land- og hafsvæða jarðar sem eru talin mikilvægt líffræðilegum fjölbreytileika fyrir árið 2030. Eins og sakir standa eru sautján prósent landsvæða og tíu prósent hafsvæða heimsins friðuð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sérstök markmið eru einnig sett um verndun regnskóga og votlendis og sjálfbæra nýtingu líffræðilegs fjölbreytileika, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur aldrei verið hnattrænt friðunarmarkmið af þessari stærðargráðu áður,“ sagði Brian O'Donnell, forstöðumaður náttúruverndarsamtakanna Campaign for Nature, við blaðamenn eftir að samkomulagsdrögin voru birt. Samkomulagið skapi möguleika á að forða líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni frá hruni. Einn helsti ásteytingarsteinninn á ráðstefnunni var hvernig ætti að fjármagna aðgerðir til þess að vernda vistkerfi jarðar. Fulltrúar sjötíu Afríku-, Suður-Ameríku- og Asíuríkja gengu út af fundinum vegna þeirra deilna á miðvikudag. Ríkin féllust þannig á að safna tvö hundruð milljörðum dollara, jafnvirði meira en 28.700 milljarða íslenskra króna, til að styðja markmiðin næstu sjö árin. Framlög til þróunarríkja verði jafnframt tvöfölduð og verði að minnsta kosti tuttugu milljarðar dollara, jafnvirði um 2.870 milljarða íslenskra króna fyrir árið 2025. Loftslagsbreytingar af völdum manna, tap búsvæða, mengun og uppbygging er sögð ganga nærri líffræðilegum fjölbreytileika á jörðinni. Varað hefur verið við því að milljón dýra- og plöntutegunda gæti dáið út á næstu áratugum. Sum náttúruverndarsamtök gagnrýna að samkomulagsdrögin slá markmiði um að koma í veg fyrir útdauða tegunda og vernd vistkerfa á frest til 2050.
Umhverfismál Kanada Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira