Tólf hundruð veðurtepptum ferðalöngum bjargað af Grindavíkurvegi í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2022 12:03 Frá aðgerðum á Grindavíkurvegi. Margir lögðu leið sína í Bláa lónið í gær þrátt fyrir snjóbyl og þurfti að opna þar fjöldahjálparmiðstöð. aðsend Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík vann mikið þrekvirki í nótt þegar hún kom rúmlega þúsund manns, sem höfðu setið fastir á Grindavíkurvegi vegna veðurs í hálfan sólarhring, til byggða. Björgunarsveitir biðla til fólks að huga vel að veðurspám en gular og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir mánudag og þriðjudag. Miklar samgöngutruflanir hafa verið á suðvesturlandi undafnarinn rúman sólarhring vegna mikillar snjókomu og skafrennings. Ástandið var einna verst á Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi en þeim þurfti að loka vegna bíla sem sátu þar fastir í gær. „Það var mikil vinna á Grindavíkurveginum. Það voru björgunarsveitir hinum megin frá, bæði Reykjavík og Suðurnesjunum, og við hérna megin, gröfur og ég veit ekki hvað og hvað. Við gerðum það sem var hægt að gera og það bara tók sinn tíma,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. „Þetta er svakaleg vinna, sérstaklega þegar eru svona vegrið í miðjunni á veginum og köntunum. Það er ekki svigrúm til að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Fjöldahjálparstöð í Bláa lóninu Enn eru tíu fastir í íþróttahúsinu, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð, sem verið er að hjálpa að komast heim. Þeir eru búnir að vera veðurtepptir í sólarhring. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Ég myndi giska á að með Bláa lóninu og öllu, við vorum náttúrulega í samstarfi við Bláa lónið með tvær fjöldahjálparstöðvar. Starfsfólkið þar sá um þá og svo var fjöldahjálparstöð hér í Grindavík. Ég giska á að samtals hafi þetta verið á milli þúsund og tólf hundruð manns sem voru innlyksa hérna,“ segir Bogi. Margir sem sátu fastir hafi reynt að fara þessa leið suður á Þorlákshöfn og Selfoss og lengra austur þar sem heiðin var lokuð. „Jú, jú. Það fékk alveg frábærar leiðbeiningar og ruðning hingað í fjöldahjálparstöð í staðin fyrir hinum megin. Ég veit ekki af hverju það skeði en það skeði alla vega. En við redduðum því bara,“ segir Bogi. Vonar að landsmenn séu sprengjuglaðir Óvíst sé hvenær verkefninu lauk. „Ég veit bara að liðið mitt fór í svefn hálf fimm. Þá var komin smá ró í þetta.“ Svona verkefni sé gríðarlega dýrt og tímafrekt og nú stóli björgunarsveitir á að landsmenn verði sprengjuglaðir um áramótin. „Nú treystir maður á að menn verði sprengjuglaðir. Því meira sem þú kaupir, því meira get ég hjálpað þér. Rótarskotin eru frábær líka fyrir þá sem ekki vilja sprengja.“ Björgunarsveitir Veður Grindavík Tengdar fréttir Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02 Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05 Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Miklar samgöngutruflanir hafa verið á suðvesturlandi undafnarinn rúman sólarhring vegna mikillar snjókomu og skafrennings. Ástandið var einna verst á Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi en þeim þurfti að loka vegna bíla sem sátu þar fastir í gær. „Það var mikil vinna á Grindavíkurveginum. Það voru björgunarsveitir hinum megin frá, bæði Reykjavík og Suðurnesjunum, og við hérna megin, gröfur og ég veit ekki hvað og hvað. Við gerðum það sem var hægt að gera og það bara tók sinn tíma,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. „Þetta er svakaleg vinna, sérstaklega þegar eru svona vegrið í miðjunni á veginum og köntunum. Það er ekki svigrúm til að gera nokkurn skapaðan hlut.“ Fjöldahjálparstöð í Bláa lóninu Enn eru tíu fastir í íþróttahúsinu, þar sem fjöldahjálparstöð var opnuð, sem verið er að hjálpa að komast heim. Þeir eru búnir að vera veðurtepptir í sólarhring. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar.Vísir/Egill „Ég myndi giska á að með Bláa lóninu og öllu, við vorum náttúrulega í samstarfi við Bláa lónið með tvær fjöldahjálparstöðvar. Starfsfólkið þar sá um þá og svo var fjöldahjálparstöð hér í Grindavík. Ég giska á að samtals hafi þetta verið á milli þúsund og tólf hundruð manns sem voru innlyksa hérna,“ segir Bogi. Margir sem sátu fastir hafi reynt að fara þessa leið suður á Þorlákshöfn og Selfoss og lengra austur þar sem heiðin var lokuð. „Jú, jú. Það fékk alveg frábærar leiðbeiningar og ruðning hingað í fjöldahjálparstöð í staðin fyrir hinum megin. Ég veit ekki af hverju það skeði en það skeði alla vega. En við redduðum því bara,“ segir Bogi. Vonar að landsmenn séu sprengjuglaðir Óvíst sé hvenær verkefninu lauk. „Ég veit bara að liðið mitt fór í svefn hálf fimm. Þá var komin smá ró í þetta.“ Svona verkefni sé gríðarlega dýrt og tímafrekt og nú stóli björgunarsveitir á að landsmenn verði sprengjuglaðir um áramótin. „Nú treystir maður á að menn verði sprengjuglaðir. Því meira sem þú kaupir, því meira get ég hjálpað þér. Rótarskotin eru frábær líka fyrir þá sem ekki vilja sprengja.“
Björgunarsveitir Veður Grindavík Tengdar fréttir Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02 Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05 Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Um þrjú hundruð bílum komið af Grindavíkurvegi í nótt Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stóð í ströngu, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum og Vegagerðinni, við að létta á umferð og gera Grindavíkurveg færan. Áætlað er að um þrjú hundruð bílar hafi verið ferjaðir af veginum í bílalestum. 18. desember 2022 10:02
Leiðin heim úr vinnu tók sex klukkustundir Plötusnúðurinn Atli Kanill var einn af þeim fjölmörgu sem lentu í vandræðum vegna veðurs í nótt. Eftir að hafa lokið vinnu um klukkan tvö í nótt tók við sex klukkustunda langt ferðalag heim til Hveragerðis. 17. desember 2022 22:05
Fimmtán ferðamenn ferjaðir með snjóbílnum Tinna Björgunarsveitir á Suðurlandi komu fimmtán ferðamönnum til bjargar í dag eftir að þeir höfðu fests inni á bílastæði vegna fannfergis. 17. desember 2022 19:08