Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Árni Sæberg skrifar 17. desember 2022 18:19 Annar mannanna kveðst hafa trúað því að hinn myndi láta verða af voðaverkum. Vísir Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. Á dögunum felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem ákærðir hafa verið í hryðjuverkamálinu svokallaða. Úrskurður Landsréttar var birtur í gær, sama dag og Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði nýrri gæsluvarðhaldskröfu gagnvart mönnunum. Trúði því að félaginn léti verða af voðaverkum Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til skipulagningar hryðjuverka, hafi neitað allri aðild að undirbúningi hryðjuverka og að hann telji ummæli sín um voðaverk marklaus og sett fram í gríni. Hið sama eigi einnig við um öflun hans á upplýsingum og nálgunar efnis á netinu um fjöldadráp, sprengjugerð og vopnaframleiðslu Í málinu liggur hins vegar fyrir framburður félaga mannsins sem ákærður hefur verið hlutdeild í meintum brotum mannsins. Félaginn segir manninn hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Hann kvaðst trúa því að maðurinn kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Hafi reynt að „kæla“ manninn niður Í framburði félagans kemur meðal annars fram að maðurinn hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Félaginn kveðst þó ekki vita hvort maðurinn hafi í raun farið í vettvangsferðina. Félaginn sagði manninum að vera ekki hvatvís og reyndi að „kæla“ hann niður, að því er segir í framburði hans. Þá hafi hann bent manninum á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Á dögunum felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem ákærðir hafa verið í hryðjuverkamálinu svokallaða. Úrskurður Landsréttar var birtur í gær, sama dag og Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði nýrri gæsluvarðhaldskröfu gagnvart mönnunum. Trúði því að félaginn léti verða af voðaverkum Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn, sem ákærður hefur verið fyrir tilraun til skipulagningar hryðjuverka, hafi neitað allri aðild að undirbúningi hryðjuverka og að hann telji ummæli sín um voðaverk marklaus og sett fram í gríni. Hið sama eigi einnig við um öflun hans á upplýsingum og nálgunar efnis á netinu um fjöldadráp, sprengjugerð og vopnaframleiðslu Í málinu liggur hins vegar fyrir framburður félaga mannsins sem ákærður hefur verið hlutdeild í meintum brotum mannsins. Félaginn segir manninn hafa verið að skoða hvernig ætti að smíða dróna og sprengjur, hann hafi verið kominn með GPS-staðsetningar og ætlað sér að smíða dróna. Hann hafi haft mikinn áhuga á drónaárásum. Hann kvaðst trúa því að maðurinn kynni að framkvæma þessar hugmyndir sínar, þetta hafi ekki verið grín heldur stigi ofar að sögn félagans. Hann sagði að þessar hugmyndir mannsins hafi ágerst mjög síðustu vikurnar fyrir handtöku þeirra. Hafi reynt að „kæla“ manninn niður Í framburði félagans kemur meðal annars fram að maðurinn hafi ætlað að fara í vettvangsferð að skoða aðstæður þar sem Gleðigangan yrði gengin. Hann hafi ætlað að fremja voðaverk með því að aka vörubíl inn í mannþröngina. Félaginn kveðst þó ekki vita hvort maðurinn hafi í raun farið í vettvangsferðina. Félaginn sagði manninum að vera ekki hvatvís og reyndi að „kæla“ hann niður, að því er segir í framburði hans. Þá hafi hann bent manninum á að tveir þekktir hryðjuverkamenn, sem þeir höfðu rætt, hafi verið í nokkur ár að skipuleggja sín hryðjuverk.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Geðmat í hryðjuverkamálinu: Hvorki taldir hættulegir sér né öðrum og sleppt úr haldi Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem hafa verið ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka. Mennirnir eru því lausir úr haldi eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur. 13. desember 2022 16:05
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00