Gríðarleg lækkun á tollum skili sér ekki til neytenda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. desember 2022 13:03 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, ætlar að fá sér franskar með steikinni í kvöld í tilefni þessa smávægilega sigurs í baráttunni við undarlega háa tolla á frönskum kartöflum. vísir/egill Tollar á frönskum kartöflum hafa verið lækkaðir um þrjátíu prósentustig en eru enn hæstu tollar sem finnast á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir tollalækkunina ekki skila sér til neytenda í lægra verði heldur auknu framboði. Tollar á frönskum kartöflum stóðu lengi í 76 prósentum, sem var allra hæsti prósentutollur á innfluttri vöru í Íslandssögunni. Tollurinn gegndi því hlutverki að vernda innlenda framleiðslu á frönskum kartöflum, sem lagðist af fyrir nokkru og hefur Félag atvinnurekenda barist fyrir því upp á síðkastið að fá tollinn lækkaðan. Það tókst nú fyrir helgi þegar Alþingi samþykkti að lækka tollinn úr 76 prósentum í 46 prósent. „Eftir sem áður er það Íslandsmet í tollheimtu og mjög áhugavert því við höfum aldrei fengið neina góða skýringu á því hvers vegna hæsti tollurinn í tollskránni þarf að vera á vöru sem er ekki framleidd á Íslandi og verndar þar af leiðandi ekki neitt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki lægra verð Þetta hafi engin áhrif á verðið því þegar hafi verið 46 prósenta tollur á frönskum í fríverslunarsamningum Íslands við Kanada og Evrópusambandið. Því koma nánast allar franskar kartöflur í verslunum landsins þaðan. „Þannig að líklegustu áhrifin af þessari breytingu eru að innflutningur á frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum mun aukast. Þar eru vissulega mörg góð vörumerki í boði. Þannig þetta þýðir kannski fyrst og fremst meiri fjölbreytni í vöruúrvali en fyrir buddu neytandans þá skiptir þetta litlu máli,“ segir Ólafur. Hann á erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo erfitt sé að lækka toll á þessari tilteknu vöru - ein skýringin sé mögulega að þetta sé spil sem stjórnvöld geti spilað út í fríverslunarsamningum í framtíðinni. Það sé afar slæmt að íslenskir neytendur þurfi að gjalda fyrir það í millitíðinni. „Við fögnum öllum litlum sigrum í tollamálum að sjálfsögðu. Ég ætla að hafa steik og franskar í kvöld,“ segir Ólafur. Verðlag Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Matur Neytendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Tollar á frönskum kartöflum stóðu lengi í 76 prósentum, sem var allra hæsti prósentutollur á innfluttri vöru í Íslandssögunni. Tollurinn gegndi því hlutverki að vernda innlenda framleiðslu á frönskum kartöflum, sem lagðist af fyrir nokkru og hefur Félag atvinnurekenda barist fyrir því upp á síðkastið að fá tollinn lækkaðan. Það tókst nú fyrir helgi þegar Alþingi samþykkti að lækka tollinn úr 76 prósentum í 46 prósent. „Eftir sem áður er það Íslandsmet í tollheimtu og mjög áhugavert því við höfum aldrei fengið neina góða skýringu á því hvers vegna hæsti tollurinn í tollskránni þarf að vera á vöru sem er ekki framleidd á Íslandi og verndar þar af leiðandi ekki neitt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki lægra verð Þetta hafi engin áhrif á verðið því þegar hafi verið 46 prósenta tollur á frönskum í fríverslunarsamningum Íslands við Kanada og Evrópusambandið. Því koma nánast allar franskar kartöflur í verslunum landsins þaðan. „Þannig að líklegustu áhrifin af þessari breytingu eru að innflutningur á frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum mun aukast. Þar eru vissulega mörg góð vörumerki í boði. Þannig þetta þýðir kannski fyrst og fremst meiri fjölbreytni í vöruúrvali en fyrir buddu neytandans þá skiptir þetta litlu máli,“ segir Ólafur. Hann á erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo erfitt sé að lækka toll á þessari tilteknu vöru - ein skýringin sé mögulega að þetta sé spil sem stjórnvöld geti spilað út í fríverslunarsamningum í framtíðinni. Það sé afar slæmt að íslenskir neytendur þurfi að gjalda fyrir það í millitíðinni. „Við fögnum öllum litlum sigrum í tollamálum að sjálfsögðu. Ég ætla að hafa steik og franskar í kvöld,“ segir Ólafur.
Verðlag Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Matur Neytendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira