Gríðarleg lækkun á tollum skili sér ekki til neytenda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. desember 2022 13:03 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, ætlar að fá sér franskar með steikinni í kvöld í tilefni þessa smávægilega sigurs í baráttunni við undarlega háa tolla á frönskum kartöflum. vísir/egill Tollar á frönskum kartöflum hafa verið lækkaðir um þrjátíu prósentustig en eru enn hæstu tollar sem finnast á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir tollalækkunina ekki skila sér til neytenda í lægra verði heldur auknu framboði. Tollar á frönskum kartöflum stóðu lengi í 76 prósentum, sem var allra hæsti prósentutollur á innfluttri vöru í Íslandssögunni. Tollurinn gegndi því hlutverki að vernda innlenda framleiðslu á frönskum kartöflum, sem lagðist af fyrir nokkru og hefur Félag atvinnurekenda barist fyrir því upp á síðkastið að fá tollinn lækkaðan. Það tókst nú fyrir helgi þegar Alþingi samþykkti að lækka tollinn úr 76 prósentum í 46 prósent. „Eftir sem áður er það Íslandsmet í tollheimtu og mjög áhugavert því við höfum aldrei fengið neina góða skýringu á því hvers vegna hæsti tollurinn í tollskránni þarf að vera á vöru sem er ekki framleidd á Íslandi og verndar þar af leiðandi ekki neitt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki lægra verð Þetta hafi engin áhrif á verðið því þegar hafi verið 46 prósenta tollur á frönskum í fríverslunarsamningum Íslands við Kanada og Evrópusambandið. Því koma nánast allar franskar kartöflur í verslunum landsins þaðan. „Þannig að líklegustu áhrifin af þessari breytingu eru að innflutningur á frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum mun aukast. Þar eru vissulega mörg góð vörumerki í boði. Þannig þetta þýðir kannski fyrst og fremst meiri fjölbreytni í vöruúrvali en fyrir buddu neytandans þá skiptir þetta litlu máli,“ segir Ólafur. Hann á erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo erfitt sé að lækka toll á þessari tilteknu vöru - ein skýringin sé mögulega að þetta sé spil sem stjórnvöld geti spilað út í fríverslunarsamningum í framtíðinni. Það sé afar slæmt að íslenskir neytendur þurfi að gjalda fyrir það í millitíðinni. „Við fögnum öllum litlum sigrum í tollamálum að sjálfsögðu. Ég ætla að hafa steik og franskar í kvöld,“ segir Ólafur. Verðlag Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Matur Neytendur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Tollar á frönskum kartöflum stóðu lengi í 76 prósentum, sem var allra hæsti prósentutollur á innfluttri vöru í Íslandssögunni. Tollurinn gegndi því hlutverki að vernda innlenda framleiðslu á frönskum kartöflum, sem lagðist af fyrir nokkru og hefur Félag atvinnurekenda barist fyrir því upp á síðkastið að fá tollinn lækkaðan. Það tókst nú fyrir helgi þegar Alþingi samþykkti að lækka tollinn úr 76 prósentum í 46 prósent. „Eftir sem áður er það Íslandsmet í tollheimtu og mjög áhugavert því við höfum aldrei fengið neina góða skýringu á því hvers vegna hæsti tollurinn í tollskránni þarf að vera á vöru sem er ekki framleidd á Íslandi og verndar þar af leiðandi ekki neitt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki lægra verð Þetta hafi engin áhrif á verðið því þegar hafi verið 46 prósenta tollur á frönskum í fríverslunarsamningum Íslands við Kanada og Evrópusambandið. Því koma nánast allar franskar kartöflur í verslunum landsins þaðan. „Þannig að líklegustu áhrifin af þessari breytingu eru að innflutningur á frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum mun aukast. Þar eru vissulega mörg góð vörumerki í boði. Þannig þetta þýðir kannski fyrst og fremst meiri fjölbreytni í vöruúrvali en fyrir buddu neytandans þá skiptir þetta litlu máli,“ segir Ólafur. Hann á erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo erfitt sé að lækka toll á þessari tilteknu vöru - ein skýringin sé mögulega að þetta sé spil sem stjórnvöld geti spilað út í fríverslunarsamningum í framtíðinni. Það sé afar slæmt að íslenskir neytendur þurfi að gjalda fyrir það í millitíðinni. „Við fögnum öllum litlum sigrum í tollamálum að sjálfsögðu. Ég ætla að hafa steik og franskar í kvöld,“ segir Ólafur.
Verðlag Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Matur Neytendur Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira