Harðorður í garð Infantino: Sjálfshagsmunaseggur sem vill engu breyta Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2022 11:30 Phillipp Lahm er mótsstjóri EM 2024 í Þýskalandi. Hann hrífst ekki af forseta FIFA. Boris Streubel/Getty Images for DFB Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Phillipp Lahm, sem er jafnframt mótsstjóri EM 2024, sem fram fer í Þýskalandi, er lítt hrifinn af Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Infantino hefur sætt töluverðri gagnrýni í kringum heimsmeistaramót karla sem stendur yfir í Katar. Spillingarsaga sambandsins náði hámæli í kringum gestgjafavalið árið 2010 þar sem Katar var veittur gestgjafaréttur mótsins í ár. Flestir meðlimir framkvæmdastjórnar FIFA á þeim tíma, sem kusu um gestgjafa á HM 2018 og 2022, hafa ýmist verið sakaðir, sakfelldir eða dæmdir í bann frá fótbolta vegna spillingar. Infantino steig þá inn og tók við sem forseti sambandsins árið 2016. Hann tók við á þeim forsendum og með loforðum um víðtækar breytingar í átt til betri stjórnarhátta og var ætlað að uppræta spillingu. Verk sem mörgum þykir hafa gengið hægt. „Það lítur ekki út sem Infantino vilji breyta neinu. Hann nýtir sér leikinn til sjálfshagsmuna. Það er vandamál FIFA, stofnunar sem á aðsetur í Evrópu en ekki í fótboltaheiminum. Því er aðeins hægt að breyta með því að treysta loksins á sanngjarnt og gagnsætt útboðsferli í framtíðinni,“ segir Lahm við þýska fjölmiðla. Lahm segir að „Evrópubúar og ríki verði að standa saman og koma í veg fyrir að hneyksli líkt og það sem átti sér stað árið 2010 komi upp á ný“. „Gæta verður heilinda og Evrópa þarf að halda uppi vörnum,“ segir Lahm. FIFA HM 2022 í Katar EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira
Infantino hefur sætt töluverðri gagnrýni í kringum heimsmeistaramót karla sem stendur yfir í Katar. Spillingarsaga sambandsins náði hámæli í kringum gestgjafavalið árið 2010 þar sem Katar var veittur gestgjafaréttur mótsins í ár. Flestir meðlimir framkvæmdastjórnar FIFA á þeim tíma, sem kusu um gestgjafa á HM 2018 og 2022, hafa ýmist verið sakaðir, sakfelldir eða dæmdir í bann frá fótbolta vegna spillingar. Infantino steig þá inn og tók við sem forseti sambandsins árið 2016. Hann tók við á þeim forsendum og með loforðum um víðtækar breytingar í átt til betri stjórnarhátta og var ætlað að uppræta spillingu. Verk sem mörgum þykir hafa gengið hægt. „Það lítur ekki út sem Infantino vilji breyta neinu. Hann nýtir sér leikinn til sjálfshagsmuna. Það er vandamál FIFA, stofnunar sem á aðsetur í Evrópu en ekki í fótboltaheiminum. Því er aðeins hægt að breyta með því að treysta loksins á sanngjarnt og gagnsætt útboðsferli í framtíðinni,“ segir Lahm við þýska fjölmiðla. Lahm segir að „Evrópubúar og ríki verði að standa saman og koma í veg fyrir að hneyksli líkt og það sem átti sér stað árið 2010 komi upp á ný“. „Gæta verður heilinda og Evrópa þarf að halda uppi vörnum,“ segir Lahm.
FIFA HM 2022 í Katar EM 2024 í Þýskalandi Þýski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira