Tillögu fulltrúa VG í Múlaþingi um fýsileika kjarnorkuvers hafnað Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 09:56 Helgi Hlynur Ásgrímsson er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórn Múlaþings. Getty/VG Tillögu sveitarstjórnarfulltrúa Vinstri grænna í Múlaþingi um að sveitarfélagið ráðist í gerð fýsileikakönnunar um uppsetningu og rekstur kjarnorkuvers var hafnað á fundi sveitarstjórnar í gær. Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá. Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Helgi Hlynur Ásgrímsson, fulltrúi VG í sveitarstjórn, segist í samtali við Vísi að einhver alvara hafi verið að baki tillögunni, en hann hafi fyrst og fremst viljað skapa umræðu um hugmyndir um uppsetningu vindmyllugarða á landinu. „Ég er að reyna að setja hlutina í aðeins stærra samhengi. Þessi vindorkuáform sem uppi eru í dag eru svo sturluð. Það er verið að tala um svo ofboðslegt magn og svo víða. Ég vildi því kasta fram þeirri spurningu hvort að ekki sé skynsamlegra að kanna möguleika á því að setja upp kjarnorkuver í stað þúsunda vindmylla sem myndu sjá fólki fyrir mjög óstöðugu rafmagni,“ segir Helgi Hlynur. Sjá má upptöku af fundinum að neðan. Umræðan um fýsileikakönnunina má sjá þegar rúmlega tveir tímar og ellefu mínútur eru liðnar. Fékk umræðu Helgi Hlynur segist hafa fengið umræðu í sveitarstjórn, líkt og óskað hafi verið eftir. Tillögunni hafi þó verið hafnað af meirihlutanum, en minnihlutinn sat hjá, Helgi Hlynur þar með talinn. Hann segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins. Rúmlega fimm milljónum króna hafi verið varið í slíka greiningu. „Þetta eru sturlaðar hugmyndir sem þarna eru uppi. Ég vildi með þessu vilja koma umræðunni upp úr hjólförunum,“ segir Helgi Hlynur. Helgi Hlynur segir að sveitarfélagið hafi á síðustu árum látið greina mögulegar staðsetningar fyrir hugsanleg vindorkumannvirki innan marka sveitarfélagsins.Getty Stórkarlaleg umræða Í ræðu sinni á fundi sveitarstjórnar sagði Helgi að orkuumræðan hafi undanfarið verið ansi stórkarlaleg og á forsendum erlendra stórfyrirtækja sem sjái möguleika á rekstri vindorkuvera í stórum stíl á Íslandi. Öllum megi þó vera ljóst vera að sá rekstur gangi ekki upp fjárhagslega miðað við núverandi orkuverð á Íslandi. „Og hvernig á þessi vindorkuvæðing að geta gengið upp miðað við íslenska raforkukerfið eins og það er? Á Landsvirkjun að jafna framboðið inn á kerfið fyrir erlendu fyrirtækin? Á Landsvirkjun þá að auka framleiðslugetu vatnsaflsvirkjana svo hægt verði að draga úr framleiðslu þegar vind hreyfir og auka þegar lygnir og verja til þess hundruðum milljarða? Eða er planið bara að leggja streng til Evrópu?“ Að lokinni umræðu var eftirfarandi tillaga lögð fram á fundinum: „Sveitarstjórn Múlaþings mun ekki láta fara fram fýsileikakönnun á uppsetningu og rekstri kjarnorkuvers í Múlaþingi enda engin aðili sýnt áhuga á slíkum rekstri í sveitarfélaginu.“ Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá.
Múlaþing Kjarnorka Orkumál Vindorka Vinstri græn Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira