Draumur Katara að rætast Valur Páll Eiríksson skrifar 15. desember 2022 13:31 Tvær stærstu stjörnur PSG, sem er í katarskri eigu, keppa um stærsta heiður fótboltans í Doha. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírinn af Katar, gæti ekki beðið um betri úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í landinu. Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót. HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót.
HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira