Fjögur bætast við á lista þeirra sem fá heiðurslaun listamanna Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2022 08:38 Kristín Þorkelsdóttir hlaut heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2020. Hún bætist nú við á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. ALDÍS PÁLSDÓTTIR Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að listamennirnir Hildur Hákonardóttir, Kristín Þorkelsdóttir, Manfreð Vilhjálmsson og Þórhildur Þorleifsdóttir muni bætast á lista yfir þá sem njóta heiðurslaun listamanna. Breytingatillaga nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið var lögð fram í gær. Þau Hildur, Kristín, Manfreð og Þórhildur koma í stað fjögurra sem voru á listanum en féllu frá á síðasta ári eða á því sem senn er á enda. Alls eru 25 listamenn á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. „Á árunum 2021 og 2022 létust fjórir úr hópi þeirra listamanna sem nutu heiðurslauna, Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir á árinu 2021 og Guðrún Helgadóttir og Þuríður Pálsdóttir árið 2022,“ segir í greinargerðinni með breytingatillögunni. Hildur Hákonardóttir er myndvefari og rithöfundur, Kristín Þorkelsdóttir grafískur hönnuður sem hannaði meðal annars íslensku peningaseðlana og vegabréfin, Manfreð Vilhjálmsson er arkitekt og Þórhildur Þorleifsdóttir leikkona og leikstjóri. Þetta er í fyrsta sinn sem listamaður úr röðum grafískra hönnuða og arkitekta kemst á listann. Verði tillagan samþykkt mun listi yfir þá sem hljóta heiðurslaun listamanna líta þannig út: Bubbi Morthens Erró Friðrik Þór Friðriksson Guðbergur Bergsson Guðrún Ásmundsdóttir Gunnar Þórðarson Hannes Pétursson Hildur Hákonardóttir Hreinn Friðfinnsson Jón Ásgeirsson Jón Nordal Jónas Ingimundarson Kristbjörg Kjeld Kristín Jóhannesdóttir Kristín Þorkelsdóttir Magnús Pálsson Manfreð Vilhjálmsson Matthías Johannessen Megas Steina Vasulka Vigdís Grímsdóttir Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorgerður Ingólfsdóttir Þórhildur Þorleifsdóttir Þráinn Bertelsson Fjárlagafrumvarp 2023 Listamannalaun Menning Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. 10. desember 2022 16:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Breytingatillaga nefndarinnar við fjárlagafrumvarpið var lögð fram í gær. Þau Hildur, Kristín, Manfreð og Þórhildur koma í stað fjögurra sem voru á listanum en féllu frá á síðasta ári eða á því sem senn er á enda. Alls eru 25 listamenn á lista þeirra sem hljóta heiðurslaun listamanna. „Á árunum 2021 og 2022 létust fjórir úr hópi þeirra listamanna sem nutu heiðurslauna, Jón Sigurbjörnsson og Vilborg Dagbjartsdóttir á árinu 2021 og Guðrún Helgadóttir og Þuríður Pálsdóttir árið 2022,“ segir í greinargerðinni með breytingatillögunni. Hildur Hákonardóttir er myndvefari og rithöfundur, Kristín Þorkelsdóttir grafískur hönnuður sem hannaði meðal annars íslensku peningaseðlana og vegabréfin, Manfreð Vilhjálmsson er arkitekt og Þórhildur Þorleifsdóttir leikkona og leikstjóri. Þetta er í fyrsta sinn sem listamaður úr röðum grafískra hönnuða og arkitekta kemst á listann. Verði tillagan samþykkt mun listi yfir þá sem hljóta heiðurslaun listamanna líta þannig út: Bubbi Morthens Erró Friðrik Þór Friðriksson Guðbergur Bergsson Guðrún Ásmundsdóttir Gunnar Þórðarson Hannes Pétursson Hildur Hákonardóttir Hreinn Friðfinnsson Jón Ásgeirsson Jón Nordal Jónas Ingimundarson Kristbjörg Kjeld Kristín Jóhannesdóttir Kristín Þorkelsdóttir Magnús Pálsson Manfreð Vilhjálmsson Matthías Johannessen Megas Steina Vasulka Vigdís Grímsdóttir Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorgerður Ingólfsdóttir Þórhildur Þorleifsdóttir Þráinn Bertelsson
Fjárlagafrumvarp 2023 Listamannalaun Menning Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. 10. desember 2022 16:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Ekki verið rætt af alvöru að svipta Megas heiðurslaunum í ár Heiðurslaunum listamanna verður úthlutað í ár þrátt fyrir að kerfið hafi verið gagnrýnt harðlega undanfarið. Í fyrsta sinn hefur verið óskað eftir tilnefningum frá almenningi. Margir gagnrýndu að tónlistarmaðurinn Megas væri enn á listanum, þrátt fyrir ásakanir um kynferðisbrot. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fjarlægja neinn af listanum í ár að sögn formanns allsherjar- og menntamálanefndar. 10. desember 2022 16:15