Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2022 18:06 Jón Ársæll Þórðarson, sjónvarpsmaður. Aðsend Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum. Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þar áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Jón en málið var upprunalega höfðað gegn honum, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu og vildi konan fjórar milljónir í miskabætur vegna birtingar viðtals sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Eins og áður segir var viðtalið birt í Paradísarheimt en þeir voru unnir af Jóni og Steingrími og fjölluðu um fanga og fyrrverandi fanga. Konan byggði mál sitt á því að hún hefði aðeins veitt samþykki fyrir því að viðtöl yrðu tekin upp en ekki að þau yrðu birt opinberlega. Sjá einnig: Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: „Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma?“ Konan lést á árinu og tók dánarbú hennar við málsrekstrinum. Í úrskurði Hæstaréttar, sem áhugasamir geta lesið hér, segir að umfjöllunin um konuna hafi ekki verið ósanngjörn í hennar garð eða ómálefnaleg. Þar að auki hafi ekki verið haldið fram að upplýsingum um konuna hafi verið aflað með ólögmætum hætti. Þá kemur fram í úrskurðinum að þegar litið sé heildstætt á þær upplýsingar sem konan veitti í viðtölunum, sem hafi meðal annars verið um brot hennar, neyslu og fangelsisvist, sé ekki talið að þær upplýsingar hafi verið umfram það sem hún sjálf upplýsti. Því sé ekki hægt að segja að vinnubrögð Jóns hafi verið í ósamræmi við siðareglur Blaðamannafélagsins. Þar að auki hafi hann ekki brotið gegn friðhelgi einkalífsins í ljósi þess tjáningarfrelsis sem hann naut sem fjölmiðlamaður. Því hafi skylda til greiðslu miskabóta ekki skapast. Því var Jón Ársæll sýknaður og málskostnaður felldur niður á öllum dómstigum.
Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira