Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 17:00 Samtök áhugafólks um spilafíkn ítreka fyrri áskoranir um að spilakössum verið lokað til frambúðar visir/anton brink Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. Í mars á síðasta ári var settur á laggirnar starfshópur innan Háskóla Íslands sem fékk það verkefni að greina álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ. Í skýrslu starfshópsins kemur meðal annars fram að skoðanakönnun sem Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) lét gera í apríl-maí 2020 um viðhorf almennings til spilakassa, leiddi í ljós að um 86 prósent Íslendinga vilji banna slíkan rekstur. Þá kemur fram að 71 prósent aðspurðra voru ósátt við að starfsemi í almannaþágu væri fjármögnuð með rekstri spilakassa. Þá kemur fram í niðurstöðum að ljóst sé að tekjur frá HHÍ eru mikilvægar fyrir uppbyggingu innviða HÍ. Hins vegar sé einnig ljóst að viðhorf almennings til spilakassa er neikvætt og ætla megi að gagnrýnisraddir verði sífellt háværari. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna sýna einnig fram á skýr tengsl milli spilavanda og notkunar spilakassa. Skref í rétta átt Í fyrrnefndri áskorun Samtaka áhugafólks um spilafíkn kemur fram að niðurstöður starfshóps HÍ staðfesti það sem SÁS hafa haldið fram þ.e. að spilafíklar standa að verulegum hluta undir heildartekjum spilakassareksturs. „Samtök áhugafólks um spilafíkn ítreka fyrri áskoranir um að spilakössum verið lokað til frambúðar en myndu fagna lokun spilakassa yfir hátíðarnar sem mikilvægum áfanga, skrefi í rétta átt.“ Er því skorað á Happdrætti Háskóla Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsspil, Rauða krossinn á Íslandi og Landsbjörg að loka spilakössum sínum yfir hátíðirnar, 15 desember til 5 janúar. Fíkn Háskólar Fjárhættuspil Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Í mars á síðasta ári var settur á laggirnar starfshópur innan Háskóla Íslands sem fékk það verkefni að greina álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ. Í skýrslu starfshópsins kemur meðal annars fram að skoðanakönnun sem Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) lét gera í apríl-maí 2020 um viðhorf almennings til spilakassa, leiddi í ljós að um 86 prósent Íslendinga vilji banna slíkan rekstur. Þá kemur fram að 71 prósent aðspurðra voru ósátt við að starfsemi í almannaþágu væri fjármögnuð með rekstri spilakassa. Þá kemur fram í niðurstöðum að ljóst sé að tekjur frá HHÍ eru mikilvægar fyrir uppbyggingu innviða HÍ. Hins vegar sé einnig ljóst að viðhorf almennings til spilakassa er neikvætt og ætla megi að gagnrýnisraddir verði sífellt háværari. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna sýna einnig fram á skýr tengsl milli spilavanda og notkunar spilakassa. Skref í rétta átt Í fyrrnefndri áskorun Samtaka áhugafólks um spilafíkn kemur fram að niðurstöður starfshóps HÍ staðfesti það sem SÁS hafa haldið fram þ.e. að spilafíklar standa að verulegum hluta undir heildartekjum spilakassareksturs. „Samtök áhugafólks um spilafíkn ítreka fyrri áskoranir um að spilakössum verið lokað til frambúðar en myndu fagna lokun spilakassa yfir hátíðarnar sem mikilvægum áfanga, skrefi í rétta átt.“ Er því skorað á Happdrætti Háskóla Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsspil, Rauða krossinn á Íslandi og Landsbjörg að loka spilakössum sínum yfir hátíðirnar, 15 desember til 5 janúar.
Fíkn Háskólar Fjárhættuspil Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira