Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 17:01 Mike White fékk að finna fyrir Buffalo Bills vörninni um helgina. Joshua Bessex/Getty Images Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum. Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti