„Þú átt meiri pening en þú heldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. desember 2022 10:30 Hrefna gefur út bókina Viltu finna milljón. Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins ROK sem er nýbúin að gefa út bókina, Viltu finna milljón. Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið