Þingmenn Flokks Fólksins, Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu hafa kallað eftir því að sett verði á leiguþak eða gripið til sambærilegra aðgerða.
Leigumarkaðurinn hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga, og þá sérstaklega síðan leigufélagið Alma tilkynnti um fyrirhugaða hækkun leiguverðs. Félagið hyggst hækka leiguverð hjá sínu fólki um þriðjung eftir áramót.
Viðtal við forsætisráðherra hefst á mínútu 3:30 í myndbandinu hér að neðan.
Forsætisráðherra nafngreinir einstök leigufélög ekki sérstaklega en segir framgönguna óásættanlega.
„Ég skil mætavel þá kröfu í ljósi framgöngu sumra leigufélaga sem við höfum auðvitað séð dæmi um í fjölmiðlum, sem er auðvitað með öllu óásættanleg eins og skýrt hefur komið fram. Og ég hef auðvitað hvatt til þess að leigufélögin axli ábyrgð og sýni hófstillingu þegar þau ákvarða sitt leiguverð til þess að hjálpa okkur í því að takast á við verðbólgu.“
Katrín segir að framganga leigufélaganna geri það að verkum að eðlilegt sé að krefjast skýrari ramma utan um starfsemi félaganna. Ríkisstjórnin mun kalla aðila vinnumarkaðarins að borðinu við endurskoðun húsaleigulaga.
Og fer vinna sú vinna þá fljótlega fram?
„Já, hún fer bara af stað núna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.