Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2022 19:38 Indverskir og kínverskir hermenn börðust með bareflum, hnefum og grjóti á föstudaginn. Yfirvöld í Indlandi hafa sakað Kínverja um að reyna að leggja undir sig indverskt landsvæði í austurhluta Indlands í síðustu viku. Til átaka kom á milli indverskra og kínverskra hermanna við landamæri ríkjanna sem lengi hefur verið deilt um. Ráðamenn í Indlandi segja að kínverskir hermenn hafi farið inn fyrir landamæri Indlands í Arunachal Pradesh héraði og þar hafi þeir mætt indverskum hermönnum og í kjölfarið hafi komið til átaka á milli þeirra. Engu skoti var hleypt af en myndband sýnir indverska hermenn beita bareflum gegn Kínverjum. Indverjar segja samkvæmt Times of India að þrjú til fjögur hundruð kínverskir hermenn hafi farið yfir landamærin og reynt að reka indverska hermenn á brott frá varðstöð þar. Indversku hermennirnir eru sagðir hafa stöðvað þá kínversku. Eftir það munu Kínverjar hafa hörfað aftur. Myndband af átökunum hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Big Salute To Indian Army! pic.twitter.com/OcviGFdTXh— Dr. Jitendra Nagar (@NagarJitendra) December 13, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni kínverska hersins að hermennirnir hafi verið í hefðbundinni eftirlitsferð innan landamæra Kína og indverskir hermenn hafi veist að þeim. Kínverjar gera tilkall til alls Arunachal Pradesh héraðs. Enginn er sagður hafa slasast alvarlega í átökunum en engu skotvopni virðist hafa verið beitt. Árið 2020 kom til mannskæðra átaka milli Indverja og Kínverja í Himalæjafjöllum, við norðanvert Indland en eins og áður segir hafa ríkin lengi deilt um landamæri þeirra. Hermennirnir eru sagðir hafa beitt bareflum og gaddakylfum en minnst tuttugu indverskir hermenn og minnst fjórir kínverskir dóu í átökunum. Sjá einnig: Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Eftir átökin 2020 sendu bæði Indverjar og Kínverjar tugi þúsunda hermanna á svæðið en þeir voru flestir kallaðir aftur til baka í fyrra. Sjá einnig: Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni Indland Kína Hernaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Ráðamenn í Indlandi segja að kínverskir hermenn hafi farið inn fyrir landamæri Indlands í Arunachal Pradesh héraði og þar hafi þeir mætt indverskum hermönnum og í kjölfarið hafi komið til átaka á milli þeirra. Engu skoti var hleypt af en myndband sýnir indverska hermenn beita bareflum gegn Kínverjum. Indverjar segja samkvæmt Times of India að þrjú til fjögur hundruð kínverskir hermenn hafi farið yfir landamærin og reynt að reka indverska hermenn á brott frá varðstöð þar. Indversku hermennirnir eru sagðir hafa stöðvað þá kínversku. Eftir það munu Kínverjar hafa hörfað aftur. Myndband af átökunum hefur verið í dreifingu á netinu í dag. Big Salute To Indian Army! pic.twitter.com/OcviGFdTXh— Dr. Jitendra Nagar (@NagarJitendra) December 13, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni kínverska hersins að hermennirnir hafi verið í hefðbundinni eftirlitsferð innan landamæra Kína og indverskir hermenn hafi veist að þeim. Kínverjar gera tilkall til alls Arunachal Pradesh héraðs. Enginn er sagður hafa slasast alvarlega í átökunum en engu skotvopni virðist hafa verið beitt. Árið 2020 kom til mannskæðra átaka milli Indverja og Kínverja í Himalæjafjöllum, við norðanvert Indland en eins og áður segir hafa ríkin lengi deilt um landamæri þeirra. Hermennirnir eru sagðir hafa beitt bareflum og gaddakylfum en minnst tuttugu indverskir hermenn og minnst fjórir kínverskir dóu í átökunum. Sjá einnig: Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Nú búa bæði Indverjar og Kínverjar yfir kjarnorkuvopnum. Eftir átökin 2020 sendu bæði Indverjar og Kínverjar tugi þúsunda hermanna á svæðið en þeir voru flestir kallaðir aftur til baka í fyrra. Sjá einnig: Hersveitir hörfa frá umdeildu stöðuvatni
Indland Kína Hernaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira