Lýðræðið er á förum Einar G. Harðarson skrifar 14. desember 2022 07:01 Simpansar, nánasti ættingi okkar tegundar, notar svipaðar pólitískar aðferðir til að ná kosningu og við gerum í dag. Þeir mynda sambönd, skipta verðmætum og ná hylli hópsins. Þeir knúsa félagana og kyssa börnin. Það sem þeir geta ekki gert er að sameinast í mesta lagi 50 apa hópum, því traustið á milli þeirra byggist á nánum samböndum, og það er ekki hægt fyrir hóp Simpansa að halda utan um traust félagsbönd nema upp að þessu marki. Þetta virkar eins hjá okkur mannfólkinu, nema við getum að vísu þekkt og haldið utan um félagslegar upplýsingar um allt að 150 manns. Engu að síður sameinumst við í milljónum, stofnum félög, flokka, þjóðir og heimsveldi. Það gerir maðurinn með sameiginlegum skilning á reglum, trú eða stefnu hópsins. Með félagsforminu var félögum og fyrirtækjum gert kleyft að starfa óháð persónum. Mörg félög hafa lifað í hundruð ára. Traust og samvinna byggist á vel mótuðum hugmyndum, stefnum og gildum. Þannig sameinast fólk í gríðarstóra hópa og treystir hvort öðru án þess að þurfa að þekkjast persónulega. Allir stjórnmálaflokkar hafa það sameiginlegt að vilja verða gamlir. Það hafa flokkar gert með því að skapa sér gildi. Kenni sig einhver flokkur við lýðræði þá er stefna hans skilgreind að því leyti. Lýðræðið er alltaf í hættu. Gerum okkur grein fyrir því að nútímalýðræði hefur aðeins verið við lýði í um 150 ár. Í dag höfum við kosningakerfi sem hefur verið nær óbreytt frá stofnun þessa lýðveldis eða í um 70 ár. Það fá allir að kjósa sem eru yfir 18 ára aldri, ríkir, fátækir, veikir eða heilbrigðir. Samt sem áður nær enginn kosningu til þings eða sveitastjórna nema að hafa umtalsvert peningamagn á bak við sig. Það er vegna þess að öll önnur kerfi innanlands sem og í nálægum löndum byggjast á kapítalístísku kerfi. Kosningakerfið virkar því eins og gamall traktor á þýskri hraðbraut. Ofan á þetta hefur á undanförnum árum færst verulega í aukana að nota tækni í sálfræðihernað til að rannsaka stjórnmálaskoðanir fólks. Með slíkum reikniritum er haft áhrif á skoðanir fólks með falsfréttum og röngum upplýsingum. Aðferðir sem þessar eru lýðræðinu hættulegar. Þær kosta einnig mikla peninga. Fréttamenn eru oft ráðnir í störf og laun þeirra eru tengd klikkum á greinar þeirra. Bloggarar fá greitt fyrir klikk. Falsfréttir og slúður er fyrir þeim sjálfbjargarviðleitni. Með snjóboltaaðferðum á samfélagsmiðlum er fólki að auki beitt einelti og skoðanakúgun. Við viljum hafa fjölmiðla til að upplýsa okkur um margskonar mál. Fjölmiðlar eru svokallað fjórða valdið. Því verður að fylgja ábyrgð á hvernig farið er með mál sem snerta einstaklinga, fjölskyldur og marga aðra sem vafðir eru inn í fréttavefi sem eru þeim algerlega óviðkomandi. Líf þeirra er fótum troðið og oft lagt í rúst. Fara fjölmiðlar fram af þeirri ábyrgð og varfærni sem við viljum? Nei. Hér ökum við á miklum hraða á hraðbrautinni með gamla traktorinn fyrir framan. Óumflýjanlegur árekstur er í vændum. Að spurningu sem oft er kennd við Sókrates: Eru kjósendur yfir höfuð hæfir til að kjósa? Við höfum haldið þjóðaratkvæðagreiðslur og merkilega vel hefur almenningi ratast rétta leið. En hvernig hefur þróun reiknirita áhrif á almenning í framtíðinni? Eitthvað þarf að gera til að undirstrika mikilvægi kosningarétts og ábyrgðarinnar sem honum fylgir. Að minnsta kosti er fráleitt að við leggjum ekki jafn mikla áherslu á kosningafræði í grunnskólum eins og við gerum íslensku og reikning. Það bendir til þess að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess fyrir samfélagið að komandi kynslóðir kunni að lesa, skrifa og reikna, en að við viljum ekki að þær þekki til kosningakerfisins og stjórnmála. Það er allt bogið við það. Lýðræði eins og við viljum þekkja það er farið. Einhverskonar lýðræði er ennþá en það er ekki lýðræði í sinni eiginlegu merkingu og færist fjær. Áttum okkur á því að einræði er algengasta stjórnafyrirkomulag samfélaga frá upphafi. Við lítum oft á lýðræðið sem sjálfsagðan hlut, en erum við vakandi. Setjum þetta mál ofarlega í okkar huga og berjumst fyrir raunverulegu lýðræði til langs tíma. Leggjum fram áætlanir um hvernig lýðræðið á að vera, setjum upp varnaráætlanir og sjáum til þessa að rauð ljós blikki löngu áður en hættan verður nálæg og mikil. Búum til afgerandi forystu um stefnu sem allir skilja og langflestir vilja. Komum i veg fyrir kosningu á fólki sem stendur ekki við loforð sín og hugsanlega ætlaði aldrei að gera slíkt. Komum á námi í kosningafræðum í það minnsta og jafnvel rafrænum kosningum um leið og hægt er. Allir sem kjósa ættu að hafa læsi á Íslensku, þjóðaratkvæðagreiðslur ættu að geta gerst með lítilli fyrirhöfn og útrýma þarf skoðanakúgun. Afgerandi og augljóst lýðræði. Með slíku stefnumáli byggjum við brú til fólksins. Brú frá okkur til ungra og ófæddra einstaklinga án tillits til hver stjórnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Simpansar, nánasti ættingi okkar tegundar, notar svipaðar pólitískar aðferðir til að ná kosningu og við gerum í dag. Þeir mynda sambönd, skipta verðmætum og ná hylli hópsins. Þeir knúsa félagana og kyssa börnin. Það sem þeir geta ekki gert er að sameinast í mesta lagi 50 apa hópum, því traustið á milli þeirra byggist á nánum samböndum, og það er ekki hægt fyrir hóp Simpansa að halda utan um traust félagsbönd nema upp að þessu marki. Þetta virkar eins hjá okkur mannfólkinu, nema við getum að vísu þekkt og haldið utan um félagslegar upplýsingar um allt að 150 manns. Engu að síður sameinumst við í milljónum, stofnum félög, flokka, þjóðir og heimsveldi. Það gerir maðurinn með sameiginlegum skilning á reglum, trú eða stefnu hópsins. Með félagsforminu var félögum og fyrirtækjum gert kleyft að starfa óháð persónum. Mörg félög hafa lifað í hundruð ára. Traust og samvinna byggist á vel mótuðum hugmyndum, stefnum og gildum. Þannig sameinast fólk í gríðarstóra hópa og treystir hvort öðru án þess að þurfa að þekkjast persónulega. Allir stjórnmálaflokkar hafa það sameiginlegt að vilja verða gamlir. Það hafa flokkar gert með því að skapa sér gildi. Kenni sig einhver flokkur við lýðræði þá er stefna hans skilgreind að því leyti. Lýðræðið er alltaf í hættu. Gerum okkur grein fyrir því að nútímalýðræði hefur aðeins verið við lýði í um 150 ár. Í dag höfum við kosningakerfi sem hefur verið nær óbreytt frá stofnun þessa lýðveldis eða í um 70 ár. Það fá allir að kjósa sem eru yfir 18 ára aldri, ríkir, fátækir, veikir eða heilbrigðir. Samt sem áður nær enginn kosningu til þings eða sveitastjórna nema að hafa umtalsvert peningamagn á bak við sig. Það er vegna þess að öll önnur kerfi innanlands sem og í nálægum löndum byggjast á kapítalístísku kerfi. Kosningakerfið virkar því eins og gamall traktor á þýskri hraðbraut. Ofan á þetta hefur á undanförnum árum færst verulega í aukana að nota tækni í sálfræðihernað til að rannsaka stjórnmálaskoðanir fólks. Með slíkum reikniritum er haft áhrif á skoðanir fólks með falsfréttum og röngum upplýsingum. Aðferðir sem þessar eru lýðræðinu hættulegar. Þær kosta einnig mikla peninga. Fréttamenn eru oft ráðnir í störf og laun þeirra eru tengd klikkum á greinar þeirra. Bloggarar fá greitt fyrir klikk. Falsfréttir og slúður er fyrir þeim sjálfbjargarviðleitni. Með snjóboltaaðferðum á samfélagsmiðlum er fólki að auki beitt einelti og skoðanakúgun. Við viljum hafa fjölmiðla til að upplýsa okkur um margskonar mál. Fjölmiðlar eru svokallað fjórða valdið. Því verður að fylgja ábyrgð á hvernig farið er með mál sem snerta einstaklinga, fjölskyldur og marga aðra sem vafðir eru inn í fréttavefi sem eru þeim algerlega óviðkomandi. Líf þeirra er fótum troðið og oft lagt í rúst. Fara fjölmiðlar fram af þeirri ábyrgð og varfærni sem við viljum? Nei. Hér ökum við á miklum hraða á hraðbrautinni með gamla traktorinn fyrir framan. Óumflýjanlegur árekstur er í vændum. Að spurningu sem oft er kennd við Sókrates: Eru kjósendur yfir höfuð hæfir til að kjósa? Við höfum haldið þjóðaratkvæðagreiðslur og merkilega vel hefur almenningi ratast rétta leið. En hvernig hefur þróun reiknirita áhrif á almenning í framtíðinni? Eitthvað þarf að gera til að undirstrika mikilvægi kosningarétts og ábyrgðarinnar sem honum fylgir. Að minnsta kosti er fráleitt að við leggjum ekki jafn mikla áherslu á kosningafræði í grunnskólum eins og við gerum íslensku og reikning. Það bendir til þess að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess fyrir samfélagið að komandi kynslóðir kunni að lesa, skrifa og reikna, en að við viljum ekki að þær þekki til kosningakerfisins og stjórnmála. Það er allt bogið við það. Lýðræði eins og við viljum þekkja það er farið. Einhverskonar lýðræði er ennþá en það er ekki lýðræði í sinni eiginlegu merkingu og færist fjær. Áttum okkur á því að einræði er algengasta stjórnafyrirkomulag samfélaga frá upphafi. Við lítum oft á lýðræðið sem sjálfsagðan hlut, en erum við vakandi. Setjum þetta mál ofarlega í okkar huga og berjumst fyrir raunverulegu lýðræði til langs tíma. Leggjum fram áætlanir um hvernig lýðræðið á að vera, setjum upp varnaráætlanir og sjáum til þessa að rauð ljós blikki löngu áður en hættan verður nálæg og mikil. Búum til afgerandi forystu um stefnu sem allir skilja og langflestir vilja. Komum i veg fyrir kosningu á fólki sem stendur ekki við loforð sín og hugsanlega ætlaði aldrei að gera slíkt. Komum á námi í kosningafræðum í það minnsta og jafnvel rafrænum kosningum um leið og hægt er. Allir sem kjósa ættu að hafa læsi á Íslensku, þjóðaratkvæðagreiðslur ættu að geta gerst með lítilli fyrirhöfn og útrýma þarf skoðanakúgun. Afgerandi og augljóst lýðræði. Með slíku stefnumáli byggjum við brú til fólksins. Brú frá okkur til ungra og ófæddra einstaklinga án tillits til hver stjórnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun