Kynferðisofbeldi verður ekki liðið Jón Gunnarsson skrifar 13. desember 2022 14:30 Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Kynferðisofbeldi Lögreglan Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mínum fyrstu verkum sem dómsmálaráðherra var að fela ríkislögreglustjóra að leiða markvissar aðgerðir um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Almenningur var hvattur til að vera vakandi gegn kynferðisofbeldi og ef ástæða væri til að hafa samband við 112. Fjármagn var tryggt til að fjölga rannsakendum kynferðisbrota, ákærendum og tæknimenntuðu starfsfólki lögreglunnar til að hraða málsmeðferð kynferðisbrota hjá lögreglunni og hefur það þegar skilað árangri. Allt þetta ár hefur síðan verið unnið markvisst að því að hvetja brotaþola til að tilkynna kynferðisbrot. Um leið hefur verið leitað leiða til að fækka brotum. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot fyrstu 9 mánuði ársins kemur fram að tilkynnt var um 195 nauðganir, eða 22 nauðganir að jafnaði á mánuði. Þetta samsvarar 26% fjölgun frá því í fyrra. Í 20% tilvika var um að ræða eldri brot, þ.e. brot sem áttu sér stað fyrir árið 2022. Mín afstaða frá því að ég tók við sem dómsmálaráðherra hefur verið að ofbeldi verður ekki liðið og það mun hafa afleiðingar. Allar tegundir ofbeldis. Til þess að svo megi verða þarf að tilkynna það til lögreglu og tryggja skilvirka og góða málsmeðferð í réttarvörslukerfinu. Í vor var lögð til lögfesting á mikilvægum réttarbótum í þágu brotaþola bæði kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis og var málið samþykkt samhljóða á Alþingi að höfðu víðtæku samráði. Leiðavísir um réttarvörslukerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis er kominn inn á ofbeldisgátt 112.is. Jafnframt er unnið að því að tryggja brotaþolum á landsvísu aðgang að upplýsingum um sitt mál á þolendagátt lögreglunnar mitt.logreglan.is. Á nýju ári mun taka við ný aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu þegar sú eldri rennur út. Risaskref verða tekin til að efla enn frekar löggæsluna, ákæruvaldið og fullnustu refsinga til að bæta öryggi, viðbragðstíma og málsmeðferð mála. Senn líður að lokum ársins. Í aðdraganda og yfir hátíðarnar eru fjölmargir viðburðir skipulagðir á vegum vinnustaða, vinahópa og fjölskyldna þar sem við viljum koma saman og gleðjast. Góð skemmtun getur aldrei falið í sér ofbeldi eða áreitni. Því er vitundarvakningu gegn ofbeldi fram haldið í samvinnu Neyðarlínunnar, lögreglunnar og hinna ýmsu samstarfsaðila. Þar er lögð áhersla á að við eigum öll að geta verið örugg fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Ef áhyggjur vakna, hvet ég til þess að leitað sé til 112. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar