Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2022 07:39 Sam Bankman-Fried fékk að dúsa í fangaklefa í Nassá í nótt. Hann á að koma fyrir dómara í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. Stjórnvöld á Bahama gáfu út yfirlýsingu um að Bankman-Fried hefði verið tekinn höndum eftir að formleg tilkynning um ákæru var send út. Bandaríkjastjórn muni líklega falast eftir að hann verði framseldur. Bankman-Fried er sagður hafa verið samvinnuþýður þegar hann var tekinn fastur. Hann á að koma fyrir dómara í Nassá, höfuðborg Bahamaeyja í dag. Saksóknarar í New York staðfesta við New York Times að Bankman-Fried hafi verið ákærður og að leynd verði létt af ákærunni í dag. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) segist einnig hafa gefið út ákæru vegna brota á verðbréfalögum. Heimildir bandaríska dagblaðsins herma að Bankman-Fried sé ákærður fyrir fjársvik, verðbréfasvik og peningaþvætti. Hann er sagður sé eini sem er ákærður. Óvenjufljótt handtekinn FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Skiptastjóri sem tók við FTX hefur sagt að hann hafi aldrei séð aðra eins óstjórn hjá fyrirtæki. Þau orð eru talin hafa sérstaka vigt þar sem hann sá áður um fjárhagslega endurskipulagningu Enron, orkurisans sem fór á hausinn eftir að upp komst um stórfelldar bókhaldsbrellur sem voru notaðar til þess að fela gríðarlegt tap. Sérfræðingum sem New York Times ræddi við kom á óvart hversu fljótt Bankman-Fried var handtekinn. Yfirleitt taki það saksóknara marga mánuði að gefa út ákæru í flóknum hvítflibbamálum. Bankman-Fried átti að bera vitni fyrir þingnefnd í Washington-borg í dag. Maxine Waters, formaður fjármálaþjónustunefndar fulltrúadeildarinar, segir Bankman-Fried skulda bandarískum almenningi skýringar á gjörðum sínum sem leiddu til fjárhagslegs tjóns fyrir fjölda manns. Tímasetning handtökunnar svipti almenning tækifæri til að fá þær skýringar. Rafmyntir Bahamaeyjar Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9. desember 2022 09:26 Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stjórnvöld á Bahama gáfu út yfirlýsingu um að Bankman-Fried hefði verið tekinn höndum eftir að formleg tilkynning um ákæru var send út. Bandaríkjastjórn muni líklega falast eftir að hann verði framseldur. Bankman-Fried er sagður hafa verið samvinnuþýður þegar hann var tekinn fastur. Hann á að koma fyrir dómara í Nassá, höfuðborg Bahamaeyja í dag. Saksóknarar í New York staðfesta við New York Times að Bankman-Fried hafi verið ákærður og að leynd verði létt af ákærunni í dag. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) segist einnig hafa gefið út ákæru vegna brota á verðbréfalögum. Heimildir bandaríska dagblaðsins herma að Bankman-Fried sé ákærður fyrir fjársvik, verðbréfasvik og peningaþvætti. Hann er sagður sé eini sem er ákærður. Óvenjufljótt handtekinn FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Skiptastjóri sem tók við FTX hefur sagt að hann hafi aldrei séð aðra eins óstjórn hjá fyrirtæki. Þau orð eru talin hafa sérstaka vigt þar sem hann sá áður um fjárhagslega endurskipulagningu Enron, orkurisans sem fór á hausinn eftir að upp komst um stórfelldar bókhaldsbrellur sem voru notaðar til þess að fela gríðarlegt tap. Sérfræðingum sem New York Times ræddi við kom á óvart hversu fljótt Bankman-Fried var handtekinn. Yfirleitt taki það saksóknara marga mánuði að gefa út ákæru í flóknum hvítflibbamálum. Bankman-Fried átti að bera vitni fyrir þingnefnd í Washington-borg í dag. Maxine Waters, formaður fjármálaþjónustunefndar fulltrúadeildarinar, segir Bankman-Fried skulda bandarískum almenningi skýringar á gjörðum sínum sem leiddu til fjárhagslegs tjóns fyrir fjölda manns. Tímasetning handtökunnar svipti almenning tækifæri til að fá þær skýringar.
Rafmyntir Bahamaeyjar Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9. desember 2022 09:26 Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9. desember 2022 09:26
Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01