Einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlegt svar við erfiðum málum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 19:30 Sigríður segir einhliða yfirlýsingar ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. vísir/samsett Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál. Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“ Fjölmiðlar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Hér áður fyrr þegar kjörnir fulltrúar eða forstjórar fyrirtækja þurftu að svara fyrir erfið mál mættu þeir í viðtöl og svöruðu spurningum fréttamanna. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur þetta að sumu leyti breyst því aldrei hefur verið auðveldara að stýra umræðunni með einhliða yfirlýsingum á samfélagsmiðlum. Við sjáum dæmi. Þegar Samgönguráðherra var sakaður um að hafa viðhaft rasísk ummæli svaraði hann ekki símtölum fréttamanna, setti yfirlýsingu á Facebook og sagði að þar með væri hann búinn að svara fyrir málið. Yfirlýsing Sigurðar Inga.skjáskot „Ég er búinn að svara,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi daginn eftir að hann birti færsluna. Búið að svara fyrir málið? Þegar nýsköpunarráðherra var gagnrýnd fyrir umdeilt læk svaraði hún heldur ekki símtölum en sendi frá sér yfirlýsingu. Það gerði einnig framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags á föstudaginn eftir nokkra klukkutíma í felum og nú síðast forstjóri Brims í dag þegar hann vitnaði í stutta yfirlýsingu senda af almannatengslafyrirtæki og sagði að þar með væri búið að svara fyrir málið. Þrátt fyrir að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi í síðasta mánuði sagt að auka þyrfti gagnsæi og sinna samfélaginu með trúverðugu samtali. Formaður blaðamannafélagsins hefur merkt þessa hegðun í auknum mæli. „Það segir sig sjálft að stöðuuppfærsla eða einhver yfirlýsing eins og þetta er alltaf bara einhliða. Þetta er voðalega þægileg leið ef þú ert hræddur við að koma og reyna að svara spurningum, þá er þetta kannski auðveldasta leiðin en þetta er ekki heiðarlegasta leiðin,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins. Sérstaklega á tímum þar sem mikil krafa er um gagnsæi og virkt samtal eins og fram kemur á nokkrum stöðum í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Almenningur ætti kannski að láta meira í sér heyra þegar svona gerist vegna þess að blaðamenn eru alltaf að reyna að ná í upplýsingar og fá svar við spurningum sem almenningur er að spyrja sig. Að þetta skuli vera látið óátalið er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að stöðva.“
Fjölmiðlar Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira