Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2022 12:20 Loðnan dælist í lestina um borð í Beiti NK, skip Síldarvinnslunnar. KMU Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. Beitir tók þátt í viðbótar loðnuleiðangri sem Hafrannsóknastofnun og sjávarútvegsfyrirtækin ákváðu að sameinast um á kostnað útgerðarinnar í von um að meiri loðna fyndist. Loðnuleitinni lauk um helgina og hélt Beitir þá til veiða og náði tveimur holum á laugardag austan við Kolbeinseyjarhrygg, að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra, sem sagðist í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi vera kominn með ellefu hundruð tonn í lestarnar eftir fimm hol. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Beitir er núna staddur um 25 sjómílur norðaustur af Kolbeinseyjarhrygg og segir Sturla að loðnan sé mjög falleg. Hún sé til helminga karl og kerling og 38 til 40 stykki í kílóinu. Hann áætlar að landa á Norðfirði á morgun. Víkingur AK, skip Brims, er einnig á loðnuveiðum á sömu slóðum. Róbert Hafliðason skipstjóri sagði í samtali við fréttastofu eftir hádegi að það hefði ekkert gengið sérlega vel. Þeir væru komnir með tæp 600 tonn frá því á laugardag. Hann sagði loðnuna þó í fínasta lagi og gerði ráð fyrir að landa henni til frystingar á Vopnafirði í fyrramálið. Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK.Arnar Halldórsson Útgefinn loðnukvóti fyrir komandi vertíð er núna 218 þúsund tonn en útgerðir loðnuskipa höfðu væntingar um að kvótinn yrði ekki minni en fyrir vertíðina í fyrra, eða um 400 þúsund tonn. Bæði skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, ásamt Beiti, hófu loðnuleitina fyrir viku og komu rannsóknaskipin inn til heimahafnar í Hafnarfirði á laugardag og sunnudag. Leitarferlar rannsóknarskipanna Árna Friðrikssonar (ljósblár) og Bjarna Sæmundssonar (bleikur) í síðustu viku. Beitir NK leitaði svæðið austur af Kolbeinseyjarhrygg.Hafrannsóknastofnun Lítið sást af loðnu á miðunum, að sögn Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, og segir hann magnið það lítið að það gefi ekki tilefni til þess að endurskoða ráðgjöf um aflamark. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.Steingrímur Dúi Másson Guðmundur segir loðuna hafa verið komna allt að Kolbeinseyjarhrygg en ekki austur fyrir það og þetta væri óverulegt magn ennþá. Það væri mat fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar að hún héldi sig ennþá að mestu undir hafísnum út af Vestfjörðum. Ekki er þó útséð um hvort loðnukvótinn verði aukinn. Næsti loðnuleitarleiðangur er áformaður í janúar. Hann hefur ekki verið tímasettur, að sögn Guðmundar, en verður líklega upp úr miðjum janúar. Sjávarútvegur Loðnuveiðar Fjarðabyggð Vísindi Síldarvinnslan Efnahagsmál Tengdar fréttir Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Beitir tók þátt í viðbótar loðnuleiðangri sem Hafrannsóknastofnun og sjávarútvegsfyrirtækin ákváðu að sameinast um á kostnað útgerðarinnar í von um að meiri loðna fyndist. Loðnuleitinni lauk um helgina og hélt Beitir þá til veiða og náði tveimur holum á laugardag austan við Kolbeinseyjarhrygg, að sögn Sturlu Þórðarsonar skipstjóra, sem sagðist í samtali við fréttastofu nú skömmu fyrir hádegi vera kominn með ellefu hundruð tonn í lestarnar eftir fimm hol. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Beitir er núna staddur um 25 sjómílur norðaustur af Kolbeinseyjarhrygg og segir Sturla að loðnan sé mjög falleg. Hún sé til helminga karl og kerling og 38 til 40 stykki í kílóinu. Hann áætlar að landa á Norðfirði á morgun. Víkingur AK, skip Brims, er einnig á loðnuveiðum á sömu slóðum. Róbert Hafliðason skipstjóri sagði í samtali við fréttastofu eftir hádegi að það hefði ekkert gengið sérlega vel. Þeir væru komnir með tæp 600 tonn frá því á laugardag. Hann sagði loðnuna þó í fínasta lagi og gerði ráð fyrir að landa henni til frystingar á Vopnafirði í fyrramálið. Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi AK.Arnar Halldórsson Útgefinn loðnukvóti fyrir komandi vertíð er núna 218 þúsund tonn en útgerðir loðnuskipa höfðu væntingar um að kvótinn yrði ekki minni en fyrir vertíðina í fyrra, eða um 400 þúsund tonn. Bæði skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, ásamt Beiti, hófu loðnuleitina fyrir viku og komu rannsóknaskipin inn til heimahafnar í Hafnarfirði á laugardag og sunnudag. Leitarferlar rannsóknarskipanna Árna Friðrikssonar (ljósblár) og Bjarna Sæmundssonar (bleikur) í síðustu viku. Beitir NK leitaði svæðið austur af Kolbeinseyjarhrygg.Hafrannsóknastofnun Lítið sást af loðnu á miðunum, að sögn Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, og segir hann magnið það lítið að það gefi ekki tilefni til þess að endurskoða ráðgjöf um aflamark. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun.Steingrímur Dúi Másson Guðmundur segir loðuna hafa verið komna allt að Kolbeinseyjarhrygg en ekki austur fyrir það og þetta væri óverulegt magn ennþá. Það væri mat fiskifræðinga Hafrannsóknastofnunar að hún héldi sig ennþá að mestu undir hafísnum út af Vestfjörðum. Ekki er þó útséð um hvort loðnukvótinn verði aukinn. Næsti loðnuleitarleiðangur er áformaður í janúar. Hann hefur ekki verið tímasettur, að sögn Guðmundar, en verður líklega upp úr miðjum janúar.
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Fjarðabyggð Vísindi Síldarvinnslan Efnahagsmál Tengdar fréttir Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Sjá meira
Útgerðir kosta mælingar í von um aukinn loðnukvóta Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, héldu til loðnumælinga eftir hádegi í gær og er gert ráð fyrir að túrinn taki allt að tíu daga. 6. desember 2022 10:43
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49