Sonur Kalla Bjarna fetaði í fótspor föður síns: „Þau sögðu að þetta væru örlög mín“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. desember 2022 21:00 Jón Emil fékk góð ráð frá föður sínum fyrir prufuna. Stöð 2 Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma. Jón Emil er frá Grindavík og hefur verið að syngja frá því hann man eftir sér. Aðspurður um af hverju hann ákvað að taka þátt sagði hann fjölskylduna hafa pínt hann í það. Feðgarnir saman á góðri stundu. Stöð 2 „En samt ekki, af því að pabbi minn náttúrulega vann þetta,“ sagði Jón við dómarana sem voru hissa en tóku þá eftir því hvað þeir væru líkir. „Ég varð bara að fara í þetta, þau sögðu að þetta voru örlög mín.“ Með Jóni í för voru amma hans og afi, sem að sögn Jóns ólu hann upp frá ungum aldri. Hann kvaðst spenntur fyrir því að feta í fótspor föðurs síns. „Ég lít upp til hans. Þegar ég var lítill var ég alltaf að horfa á einhver gömul vídeó af honum og syngja með og svoleiðis. Pabbi fékk alveg gæsahúð þegar hann frétti að ég væri að fara í Idol, hann var mjög spenntur,“ sagði Jón. Kalli Bjarni gaf syni sínum góð ráð fyrir prufuna. „Rétt áður en þú byrjar [andaðu] inn um nefið og út um munninn. Og manstu, reset tempo þannig þú farir ekki af hratt. En vertu bara þú sjálfur og láttu geisla af þér,“ sagði hann. Jón ákvað að taka lagið Ain't No Sunshine og spilaði með á gítar. Hann virtist þó ekki alveg nógu ánægður með flutninginn og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hann söng fyrir framan einhvern með gítar. Dómararnir hvöttu hann þá til að taka annað lag og varð Fly Me to the Moon fyrir valinu. Birgitta Haukdal tók vel í flutninginn og sagði Jón brjálæðislega sjarmerandi. „Ég er bara mjög skotin í þér,“ sagði Birgitta og skaut Jón inn að Páll Óskar hafi sagt hið sama við föður hans á sínum tíma. Skiptar skoðanir voru aftur á móti meðal hinna dómaranna. „Mér fannst þetta bara fínt,“ sagði Herra Hnetusmjör. „Ég hef gaman að þér en þú ert ekki besti söngvari sem ég hef heyrt í,“ sagði Bríet en bætti þó við að hún vildi heyra meira. „Ég er til í að gefa þér meiri tíma þangað til að þú stekkur fram,“ sagði Daníel Ágúst sem sagði að lokum nei. Hinir dómararnir sögðu aftur á móti já og komst Jón áfram og fagnaði með því að hringja í pabba sinn sem var líkt og við var að búast gríðarlega stoltur. Idol Tónlist Tengdar fréttir Ninja minntist móður sinnar sem lést þegar hún var sjö ára Annar þátturinn af Idol á Stöð 2 fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og var haldið áfram að fylgjast með keppendum í fyrstu áheyrnaprufu. 5. desember 2022 10:30 Heillaði dómnefndina með frumsömdu lagi: Missti foreldra sína og var ættleiddur sjö ára gamall Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn. 3. desember 2022 10:52 Dómnefndin tvístígandi en Ezzi komst samt áfram Fyrsti þátturinn af Idol fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og sáum áhorfendur þá fjölmargar frábærar fyrstu áheyrnaprufu hjá keppendum. 28. nóvember 2022 10:31 Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00 Idol hefst í kvöld: Hver mun feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu, Snorra og Hröfnu? Biðin er á enda því leitin að næstu Idolstjörnu Íslands hefst í kvöld. Þrettán ár eru liðin síðan Idol var haldið síðast á Íslandi. Það er því komin upp splunkuný kynslóð af hæfileikaríkum keppendum sem við fáum að kynnast í kvöld. 25. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Jón Emil er frá Grindavík og hefur verið að syngja frá því hann man eftir sér. Aðspurður um af hverju hann ákvað að taka þátt sagði hann fjölskylduna hafa pínt hann í það. Feðgarnir saman á góðri stundu. Stöð 2 „En samt ekki, af því að pabbi minn náttúrulega vann þetta,“ sagði Jón við dómarana sem voru hissa en tóku þá eftir því hvað þeir væru líkir. „Ég varð bara að fara í þetta, þau sögðu að þetta voru örlög mín.“ Með Jóni í för voru amma hans og afi, sem að sögn Jóns ólu hann upp frá ungum aldri. Hann kvaðst spenntur fyrir því að feta í fótspor föðurs síns. „Ég lít upp til hans. Þegar ég var lítill var ég alltaf að horfa á einhver gömul vídeó af honum og syngja með og svoleiðis. Pabbi fékk alveg gæsahúð þegar hann frétti að ég væri að fara í Idol, hann var mjög spenntur,“ sagði Jón. Kalli Bjarni gaf syni sínum góð ráð fyrir prufuna. „Rétt áður en þú byrjar [andaðu] inn um nefið og út um munninn. Og manstu, reset tempo þannig þú farir ekki af hratt. En vertu bara þú sjálfur og láttu geisla af þér,“ sagði hann. Jón ákvað að taka lagið Ain't No Sunshine og spilaði með á gítar. Hann virtist þó ekki alveg nógu ánægður með flutninginn og benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hann söng fyrir framan einhvern með gítar. Dómararnir hvöttu hann þá til að taka annað lag og varð Fly Me to the Moon fyrir valinu. Birgitta Haukdal tók vel í flutninginn og sagði Jón brjálæðislega sjarmerandi. „Ég er bara mjög skotin í þér,“ sagði Birgitta og skaut Jón inn að Páll Óskar hafi sagt hið sama við föður hans á sínum tíma. Skiptar skoðanir voru aftur á móti meðal hinna dómaranna. „Mér fannst þetta bara fínt,“ sagði Herra Hnetusmjör. „Ég hef gaman að þér en þú ert ekki besti söngvari sem ég hef heyrt í,“ sagði Bríet en bætti þó við að hún vildi heyra meira. „Ég er til í að gefa þér meiri tíma þangað til að þú stekkur fram,“ sagði Daníel Ágúst sem sagði að lokum nei. Hinir dómararnir sögðu aftur á móti já og komst Jón áfram og fagnaði með því að hringja í pabba sinn sem var líkt og við var að búast gríðarlega stoltur.
Idol Tónlist Tengdar fréttir Ninja minntist móður sinnar sem lést þegar hún var sjö ára Annar þátturinn af Idol á Stöð 2 fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og var haldið áfram að fylgjast með keppendum í fyrstu áheyrnaprufu. 5. desember 2022 10:30 Heillaði dómnefndina með frumsömdu lagi: Missti foreldra sína og var ættleiddur sjö ára gamall Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn. 3. desember 2022 10:52 Dómnefndin tvístígandi en Ezzi komst samt áfram Fyrsti þátturinn af Idol fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og sáum áhorfendur þá fjölmargar frábærar fyrstu áheyrnaprufu hjá keppendum. 28. nóvember 2022 10:31 Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00 Idol hefst í kvöld: Hver mun feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu, Snorra og Hröfnu? Biðin er á enda því leitin að næstu Idolstjörnu Íslands hefst í kvöld. Þrettán ár eru liðin síðan Idol var haldið síðast á Íslandi. Það er því komin upp splunkuný kynslóð af hæfileikaríkum keppendum sem við fáum að kynnast í kvöld. 25. nóvember 2022 09:01 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Ninja minntist móður sinnar sem lést þegar hún var sjö ára Annar þátturinn af Idol á Stöð 2 fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og var haldið áfram að fylgjast með keppendum í fyrstu áheyrnaprufu. 5. desember 2022 10:30
Heillaði dómnefndina með frumsömdu lagi: Missti foreldra sína og var ættleiddur sjö ára gamall Annar þátturinn af Idol var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi og áfram var fylgst með áheyrnarprufum. Á meðal keppenda var Þórður Alexander Úlfur Júlíusson, betur þekktur sem Úlfur og óhætt er að segja að frammistaða hans láti engan ósnortinn. 3. desember 2022 10:52
Dómnefndin tvístígandi en Ezzi komst samt áfram Fyrsti þátturinn af Idol fór í loftið á Stöð 2 á föstudagskvöldið og sáum áhorfendur þá fjölmargar frábærar fyrstu áheyrnaprufu hjá keppendum. 28. nóvember 2022 10:31
Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00
Idol hefst í kvöld: Hver mun feta í fótspor Kalla Bjarna, Hildar Völu, Snorra og Hröfnu? Biðin er á enda því leitin að næstu Idolstjörnu Íslands hefst í kvöld. Þrettán ár eru liðin síðan Idol var haldið síðast á Íslandi. Það er því komin upp splunkuný kynslóð af hæfileikaríkum keppendum sem við fáum að kynnast í kvöld. 25. nóvember 2022 09:01