Neytendastofa tók málið til skoðunar eftir að ábending barst vegna skorts á verðupplýsingum um heita potta. Vefsíðan heitirpottar.is er rekin er af Fiskikóngnum ehf.
Fram kemur að undir meðferð málsins hafi verið bætt við verðmerkingum á margar vörur á vefsíðunni en þrátt fyrir ítrekanir Neytendastofu hafi ekki bætt við verðmerkingum á yfirlitssíður.
Eingöngu hafi verið tilgreint „verð frá“ þar sem hægt væri að velja mismunandi útgáfur af sömu vöru.
„Í ljósi þess að Fiskikóngurinn ehf., eigandi vefsíðunnar heitirpottar.is, fylgdi ekki fyrirmælum Neytendastofu með fullnægjandi hætti innan tilskilins frests hefur stofnunin nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina,“ segir í ákvörðun Neytendastofu.
Áfram er því beint til Fiskikóngsins að koma verðupplýsingum á vefsíðu sinni, heitirpottar.is, í rétt horf innan tveggja vikna frá dagsetningu ákvörðunarinnar.