Seinni bylgjan hefur áhyggjur: Hvað er að gerast í Kópavogi? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 16:30 HK-konan Inga Dís Jóhannsdóttir í síðasta sigurleik HK-liðsins sem var á móti KA/Þór í október. Vísir/Vilhelm Kvennalið HK situr á botni Olís deildar kvenna í handbolta og hefur aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Seinni bylgjan hefur áhyggjur af liðinu eftir nítján marka tap á heimavelli á móti Fram. HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK? Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
HK vann sinn eina leik á móti KA/Þór 22. október síðastliðinn en hefur síðan tapað fjórum leikjum í röð og það með samtals 41 marks mun eða meira en tíu mörkum að meðaltali í leik. Hvað getum við sagt um HK? „Hvað getum við sagt um HK,“ spurði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Framkonur koma pínu særðar inn í þennan leik og ætluðu aldeilis að sanna sig sem og þær gerðu. Á móti kemur finnst mér frammistaða HK ekki til fyrirmyndar,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Þær eru með gríðarlega efnivið, voru Íslandsmeistarar í 3. flokki og eru með fullt af leikmönnum í U18 ára landsliðinu. Þær eru með fullt af efnilegum leikmönnum,“ sagði Sigurlaug. Ég sé ekki neinar framfarir „Ég sé bara engan stíganda hjá þeim. Ég sé ekki neinar framfarir og ég sé ekki neina þróun í leik þeirra. Mér finnst vanta einhvers konar strúktúr í liðið hjá þeim. Að þær séu alla vega að vinna með eitthvað markvisst,“ sagði Sigurlaug. „Þessi leikur var arfaslakur af þeirra hálfu eins og mér þykir það leiðinlegt að segja þetta um mína Kópavogsbúa þá er þetta bara rosalega þungt í Kópavogi. Ég spyr bara: Hvað er að gerast þar? Það bjóst enginn við að þær væru að hala inn stigum en við bjuggumst við því að sjá unga og efnilega leikmenn þroskast og vera að vaxa. Vera að brjótast út úr einhverju. Það er einhvern veginn rosalega lítið að gerast þarna,“ sagði Sigurlaug. Rosalega efnilegir leikmenn þarna „Ég hef áhyggjur af þessu því þetta er kannski okkar mesti efniviður sem við eigum. Þarna eru framtíðarlandsliðsmenn en ef ekki verður eitthvað gert þá gætum við verið að tapa einhverjum gæðum sem við vorum að vonast til að sjá í framtíðinni,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Það eru rosalega efnilegir leikmenn þarna en ég tek undir með Sillu,“ sagði Einar. Það má sjá alla umfjöllunina um HK-liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að gerast hjá HK?
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna HK Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira