Þrefalt hærri sekt fyrir níðsöngva um UEFA en fyrir kynþáttaníð Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 11:31 Lewis skoraði í leiknum við Sevilla þar sem hann þurfti að þola miður skemmtileg skilaboð úr stúkunni vegna hörundlitar síns. Photo by Marc Atkins/Getty Images Eitthvert ósamræmi virðist vera hjá Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þegar kemur að sektum fyrir ólæti stuðningsmanna ef litið er til tveggja dæma um slíkar sektir sem fyrirskipaðar voru af sambandinu í vikunni. HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins. UEFA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins.
UEFA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira