Drengur dæmdur í umsjá lækna til að gangast undir hjartaaðgerð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2022 07:53 Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Getty Drengur sem dæmdur var í umsjá lækna hefur gengist undir lífsnauðsynlega hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Auckland á Nýja-Sjálandi. Læknunum var dæmt tímabundið forræði yfir drengnum þar sem foreldrar hans vildu ekki að hann gengist undir aðgerðina ef það þýddi að honum yrði gefið „bólusett blóð“. Sue Grey, lögmaður foreldranna, staðfesti í samtali við miðilinn RNZ í morgun að drengurinn, sem hefur verið kallaður Barn W, hefði gengist undir aðgerðina og að vel hefði heppnast til. Síðastliðinn miðvikudag dæmdi hæstiréttur Nýja-Sjálands heilbrigðisyfirvöldum í vil en þau höfðu farið fram á að fá forræði yfir drengnum til að greiða fyrir hjartaðagerðinni. Þau sögðu drenginn, sem er aðeins sex mánaða gamall, ekki vera hugað líf án hennar. Foreldrar drengsins höfðu sett sig upp á móti aðgerðinni, nema heilbrigðisyfirvöld gætu tryggt að syni þeirra yrði aðeins gefið blóð úr óbólusettum gjöfum, það er að segja einstaklingum sem hefðu ekki þegið bólusetningu gegn Covid-19. Hjarta- og hjartaskurðlæknar drengsins fara nú með forsjá hans, að minnsta kosti þar til hann hefur náð sér eftir aðgerðina. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða forræði yfir þeim ákvörðunum sem varða heilbrigði drengsins; allar aðrar ákvarðanir eru enn á höndum foreldra hans. Foreldrarnir höfðu gefið út að þeir hygðust sætta sig við dóm hæstaréttar en í gær neyddist dómari til að gefa út tilskipun til foreldranna um að leyfa læknum að undirbúa drenginn fyrir aðgerðina, þar sem foreldrarnir höfðu reynt að koma í veg fyrir blóðprufur og röntgenmyndatökur á drengnum. Málið hefur vakið heimsathygli og þá efndu andstæðingar bólusetninga til mótmæla fyrir utan sjúkrahúsið í Auckland í morgun. Nýja-Sjáland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Læknunum var dæmt tímabundið forræði yfir drengnum þar sem foreldrar hans vildu ekki að hann gengist undir aðgerðina ef það þýddi að honum yrði gefið „bólusett blóð“. Sue Grey, lögmaður foreldranna, staðfesti í samtali við miðilinn RNZ í morgun að drengurinn, sem hefur verið kallaður Barn W, hefði gengist undir aðgerðina og að vel hefði heppnast til. Síðastliðinn miðvikudag dæmdi hæstiréttur Nýja-Sjálands heilbrigðisyfirvöldum í vil en þau höfðu farið fram á að fá forræði yfir drengnum til að greiða fyrir hjartaðagerðinni. Þau sögðu drenginn, sem er aðeins sex mánaða gamall, ekki vera hugað líf án hennar. Foreldrar drengsins höfðu sett sig upp á móti aðgerðinni, nema heilbrigðisyfirvöld gætu tryggt að syni þeirra yrði aðeins gefið blóð úr óbólusettum gjöfum, það er að segja einstaklingum sem hefðu ekki þegið bólusetningu gegn Covid-19. Hjarta- og hjartaskurðlæknar drengsins fara nú með forsjá hans, að minnsta kosti þar til hann hefur náð sér eftir aðgerðina. Þess ber að geta að aðeins er um að ræða forræði yfir þeim ákvörðunum sem varða heilbrigði drengsins; allar aðrar ákvarðanir eru enn á höndum foreldra hans. Foreldrarnir höfðu gefið út að þeir hygðust sætta sig við dóm hæstaréttar en í gær neyddist dómari til að gefa út tilskipun til foreldranna um að leyfa læknum að undirbúa drenginn fyrir aðgerðina, þar sem foreldrarnir höfðu reynt að koma í veg fyrir blóðprufur og röntgenmyndatökur á drengnum. Málið hefur vakið heimsathygli og þá efndu andstæðingar bólusetninga til mótmæla fyrir utan sjúkrahúsið í Auckland í morgun.
Nýja-Sjáland Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira