Geimárið 2022: Gleggsta auga mannkynsins opnaðist og jarðvarnir voru efldar Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 14:00 Mannkynið hefur aldrei búið yfir öflugri tækjum til að kanna alheiminn og sólkerfið en um þessar mundir. Vísir/samsett Geta mannkynsins til þess að rannsaka óravíddir alheimsins tók risavaxið stökk fram á við á árinu sem er að líða. James Webb-geimsjónaukinn hreiðraði um sig í sólkerfinu og byrjaði að senda myndir sem eiga sér enga hliðstæðu aftur til jarðar. „Við erum gerð úr stjörnuefni. Við erum leið fyrir alheiminn til að þekkja sjálfan sig,“ voru fleyg orð Carls Sagan heitins, bandaríska reikistjörnufræðingsins, í sjónvarpsþáttunum „Cosmos“. James Webb-geimsjónaukinn verður nú mikilvægasta leiðin fyrir mannkynið til þess að þekkja alheiminn um ókomin ár. Spegill hans er meira sem sexfalt stærri að flatarmáli en forverans Hubble og sjónsvið hans er fimmtánfalt víðara. Webb var þó fjarri því eini stóri viðburðurinn í geimnum á árinu því mannkynið fann sér einnig tíma til þess að taka fyrsta alvöru skrefið í að verja jörðina fyrir hættulegum smástirnum og undirbúa jarðveginn til að senda fyrstu mennina til tunglsins í meira en hálfa öld. Geimferðir og geimtækni er nú í vaxandi mæli á hendi einkafyrirtækja. Sum þeirra senda nú heilu þyrpingar gervihnatta á braut um jörðu sem eiga meðal annars að bæta fjarskipti jarðarbúa. Deilt er um hvort að þær séu bölvun eða blessun. Hér á eftir fer það helsta sem gerðist á sviði stjörnufræðirannsókna og geimferða á árinu sem er að líða og aðeins um það sem má vænta á því næsta. Þolraun að bíða eftir að áfangastað væri náð Þó að James Webb-geimsjónaukanum hafi verið skotið á loft á jóladag í fyrra var sjónaukinn stærsta fréttin í stjörnufræðiheiminum á þessu ári. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnananna. Það tók sjónaukann tæpan mánuð að komast á áfangastað á svokölluðum Lagrange-punkti 2, um einni og hálfri milljón kílómetra utar í sólkerfinu, „á bak við“ jörðina frá sólinni séð. Lagrange-punktar eru staðir í geimnum þar sem þyngdarkraftur sólarinnar og jarðarinnar jafnast út og gera geimfarið eins og Webb kleift að halda sömu afstöðu gagnvart þeim báðum. Ferðalagið var vísindamönnunum sem höfðu lagt áratugavinnu í Webb-sjónaukann mikil þolraun. Ef eitthvað færi úrskeiðis með sjónaukann, líkt og gerðist með Hubble, væru þeir algerlega bjargarlausir því engin leið væri að gera við hann svo fjarri jörðunni. Þegar spegill Hubble-geimsjónaukans, sem var í rúmlega 500 kílómetra hæð yfir jörðu, reyndist gallaður var hægt að senda geimfara til viðgerða á bandarísku geimskutlunni sálugu. Lagrange-punkturinn er hins vegar fjórfalt fjær jörðinni en tunglið þegar það er sem fjærst okkur. Sjá einnig: James Webb kominn á áfangastað Allt gekk þó eins og smurt, jafnvel þó að örsmátt geimgrjót hefði valdið skemmdum á einum af speglum sjónaukans. Vísindamenn voru sannfærðir um að það kæmi lítið niður á myndgæðunum. „Guð minn góður, hann er fullur af stjörnum“ Heimsbyggðin þurfti að bíða fram á norðurhvelssumarið eftir fyrstu myndinni frá Webb en hún var sannarlega biðarinnar virði. „Guð minn góður, hann er fullur af stjörnum,“ voru síðustu orð geimfarans Davids Bowman þegar dularfulli einsteinungurinn opnaðist fyrir honum í vísindaskáldsögunni „2001: geimævintýrið“ eftir Arthur C. Clarke sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir. Urmull ljósa sem Webb sá þegar hann opnaði „auga“ sitt var þó ekki stjörnur heldur heilu vetrarbrautirnar í þúsundatali. Fyrsta myndin var af vetrarbrautaþyrpingu í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þúsundir stjörnuþoka sáust á fyrstu mynd James Webb sem var birt opinberlega í júlí.NASA „Þetta er algjör bylting vegna þess að við sjáum alheiminn núna skýrari en áður í þessu tiltekna ljósi sem geimsjónaukinn sér og markar nýtt upphaf í stjarnvísindum. Þetta er sögulegur dagur,“ sagði Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, við Vísi eftir að fyrsta mynd Webb var birt. Flóðgáttirnar voru þá brostnar og strax daginn eftir birtust enn fleiri og glæsilegar myndir af vetrarbrautaþyrpingu, geimþoku og stjörnumyndunarsvæðinu Kjalarþokunni, einni stærstu og björtustu geimþokunni á næturhimni jarðar. Cosmic cliffs & a sea of stars. @NASAWebb reveals baby stars in the Carina Nebula, where ultraviolet radiation and stellar winds shape colossal walls of dust and gas. https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/dXCokBAYGQ— NASA (@NASA) July 12, 2022 Endurgerðin enn betri en frumgerðin Webb hefur aðeins verið starfandi í nokkra mánuði en hefur þegar unnið mikil vísindaafrek. Hann fann strax í sumar fyrstu skýru vísbendingarnar um koltvísýring í lofthjúpi fjarreikistjörnu og ljósefnafræðalega virkni sem er talin undirstaða þess að líf kviknaði á jörðinni. Eitt helsta markmið Webb-sjónaukans er að rannsaka og efnagreina lofthjúpa fjarlægra reikistjarna utan sólkerfisins í þeirri von að finna mögulega lífvænlega hnetti. Sjónaukinn öflugi nýtist ekki aðeins til þess að rannsaka fjarlægustu fyrirbæri alheimsins heldur tók hann nokkrar af bestu myndum sem náðst hafa af hnöttum í sólkerfinu okkar sem náðst hafa í áratugi. Myndir hans af Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu, í september voru þannig þær bestu frá því að Voyager 2 flaug fram hjá árið 1989. Nýlegar myndir af Títani, stærsta tungli Satúnusar, gerðu reikistjörnufræðingum kleift að fylgjast með einstökum skýjum í lofthjúpnum. Sjá einnig: Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Mesta athygli vakti þó endurgerð Webb á frægustu mynd Hubble-geimsjónaukans. Risavaxnir angar Arnarþokunnar svonefndu hafa verið nefndir „Stöplar sköpunarinnar“ þar sem þeir eru útungarstöðvar fyrir nýjar stjörnur. Stöplar sköpunarinnar eins og þeir komu fyrir sjónir James Webb-geimsjónaukans.NASA, ESA, CSA, STScI; J. DePasquale, A. Koekemoer, A. Pagan (ST Artemis 1 loks af stað eftir miklar tafir Hvaða annað ár sem er hefði Artemis-áætlun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA líklega verið stærsti viðburðurinn í geimheiminum. Eftir áralangar tafir og þrætur um hvort að NASA veðjaði á rangan hest með eldflaugarvali sínu hóf Artemis 1 sig loksins á loft og tók stefnuna á tunglið um miðjan nóvember. Orion-geimferjan var ómönnuð en markaði engu að síður tímamót. Hún er fyrsta geimfarið sem er hannað til að flytja menn sem er sent til tunglsins frá því að að síðasta Apollo-leiðangrinum lauk fyrir fimmtíu árum. Space Launch System-eldflaugin sem NASA smíðaði fyrir áætlunina er jafnframt sú öflugasta í sögunni. Aukaafurð tilraunaferðar Orion-geimferjunnar nú í vetur voru stórbrotnar myndir af yfirborði tunglsins og fjarlægri jörðinni sem birtar hafa verið á undanförnum vikum. Orion-geimferjan svífur yfir hálfupplýstu yfirborði tunglsins. Í fjarska sést þunn sigð af skífu jarðarinnar.Lockheed Martin Space Markmið Artemis-áætlunarinnar er að koma mönnum aftur á tunglið og koma þar upp varanlegri bækistöð. Hana verði svo hægt að nýta sem stökkpall til að senda menn til Mars í fyllingu tímans. Til stendur að Artemis 2-leiðangurinn verði farinn árið 2024 en þá yrðu menn sendir til að fljúga fram hjá tunglinu og til baka. Fyrsta lendingin á yfirborði tunglsins á að vera í Artemis 3 árið 2025. Miðað við þær tafir sem hafa orðið á áætluninni til þessa er ekki óvarlegt að ætla að þær tímasetningar eigi eftir að hliðrast. Pílan hitti í mark Vísindamenn og verkfræðingar NASA sem vilja forðast örlög risaeðlanna létu langþráðan draum sinn rætast og gerðu tilraun með að breyta stefnu smástirnis í september. DART-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða á klukkustund og hnikaði sporbraut þess í sólkerfinu lítillega til. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Áreksturinn myndaði um tíu þúsund kílómetra langan hala af braki aftan úr Dímorfosi. Athuganir benda til þess að hann hafi stytt brautartíma Dímorfos um stærra smástirni sem nefnist Dídýmos um 32 mínútur. Það er margfalt meira en þær 73 sekúndur sem NASA setti sem lágmarksviðmið um hvað þyrfti til að tilraunin þætti hafa tekist. Til mikils er að vinna með því að læra að breyta stefnu smástirna sem gætu ógnað jörðinni. Rannsókn sem sagt var frá í haust bendir til þess að hátt í tveggja kílómetra há flóðbylgja hafi myndast þegar loftsteinninn sem er talinn hafa grandað risaeðlunum fyrir um 66 milljónunum ára skall á jörðinni. Net gervitungla um jörðina þéttist Stjörnufræðingar óttast nú að bætt fjarskipti á jörðu niðri verði dýru verði keyptar. Einkafyrirtæki eins og SpaceX fylla nú næturhimininn með svonefndum gervihnattaþyrpingum, hópum smárra gervihnatta, sem eru þegar byrjaðar að trufla athuganir með sjónaukum frá jörðu niðri. Rákir vegna Starlink-gervihnatta SpaceX sáust í fyrsta skipti yfir Íslandi í ágúst. Enginn efast um að gervihnöttunum fylgi kostir. Starlink-þyrpingar SpaceX koma til dæmis netsambandi til afskekktra staða þar sem fjarskiptasamband hefur verið stopult eða ekki til staðar. Úkraínuher hefur reitt sig á netið til að skipuleggja varnir sínar gegn innrás Rússa á árinu. Hins vegar skapa hnettirnir mikla erfiðleika fyrir vísindamenn sem rannsaka himingeiminn. Þeir hafa þurft að sníða dagskrá sjónauka í kringum ferðir gervihnattanna svo að þeir spilli ekki athugununum. Sjá einnig: Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Stærri hnöttur, líklega sá fyrsti af fleiri en hundrað enn stærri slíkra, var sendur á braut um jörðu í september. Hann er búinn gríðarlega stóru loftneti sem endurvarpar svo miklu ljósi að hnötturinn varð samstundis eitt af allra björtustu fyrirbærunum á næturhimninum þar sem hann ferðast um. Hnettirnir eiga að virka sem fjarskiptamöstur fyrir farsíma. Alþjóðastjörnufræðisambandið lýsti þungum áhyggjum af áhrifum BlueWalker 3-gervihnattarins og annarra gervitunglaþyrpinga í síðasta mánuði. Þær muni hinra verulega framþróun í skilningi mannkynsins á alheiminum. Rákir eftir Starlink-gervihnattaþyrpingu á næturhimninum yfir Ungverjalandi. Gervihnettirnir spilla ekki aðeins myndum áhugastjörnuljósmyndara heldur stjörnufræðirannsóknum með sjónaukum á jörðu niðri.Vísir/EPA Risasvartholið afhjúpað, kolefni á Mars og vatnaveröld á mynd Menn gátu í fyrsta skipti litið risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar augum á þessu ári, að minnsta kosti að því leyti sem hægt er að „líta“ á fyrirbæri sem hafa svo þrúgandi þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur frá þeim. Á mynd sem var tekin með Sjóndeildarsjónaukanum, neti útvarpssjónauka á stærð við jörðina, mátti sjá skugga svartholsins á glóandi efnisskífu sem umlykur það. Þetta var fyrsta beina vísbendingin um að ofurþétt og massamikið fyrirbærið í hjarta Vetrarbrautarinnar sé í raun risasvarthol. Talið er að slík sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Aðeins þrjú ár eru frá því að svarthol var myndað í fyrsta skipti. Fyrsta myndin af Sagittarius A* risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar.EHT samstarfið Þrátt fyrir að engin reikistjarna í sólkerfinu hafi verið rannsökuð jafn ítarlega og Mars hélt rauða reikistjarnan áfram að koma á óvart á árinu. NASA greindi frá því í janúar að könnunarjeppinn Curiosity hefði numið kolefnissamsætu sem myndast við líffræðileg ferli á jörðinni en getur einnig átt sér jarðfræðileg upptök. Einnig kom í ljós að undir yfirborði reikistjörnunnar er líklegast að finna virkan möttulstrók sem veldur jarðhræringum. Fram að þessu hafa reikistjörnufræðingar talið Mars jarðfræðilega óvirkan hnött og að eldvirkni hafi fyrir löngu runnið sitt skeið þar. Evrópa, eitt af Galíleótunglum Júpíters, er annar hnöttur sem vísindamenn gæla við að gæti hafa alið með sér líf á einhverjum tímapunkti. Bandaríska geimfarið Juno náði fyrstu myndunum af vatnaveröldinni í meira en tuttugu ár í haust. Þær eru jafnframt þær skörpustu. Íslenskur áhugamaður gæddi myndir af framhjáflugi Juno lífi í myndskeiði sem hann vann. Tunglferðamenn og leiðangur til ístungla Júpíters á nýju ári Geimferðamennska hefur rutt sér til rúms á allra síðustu misserum. Þannig hefur SpaceX og Blue Origin, geimferðafyrirtæki Jeffs Bezos, flutt auðkýfinga og þekkta einstaklinga út í geim síðustu tvö árin. SpaceX ætlar að ganga enn lengra og senda mannaða geimferju með ferðamenn hring í kringum tunglið á næsta ári. Starship-geimferja fyrirtækisins á að flytja Yusaku Maezawa, japanskan milljarðamæring, og sex til átta listamenn til tunglsins og heim einhvern tímann á árinu. Maezawa fjármagnaði þróun Starship að hluta. Gangi áformin eftir yrðu Maezawa og félagar á undan Artemis-áætlun NASA að tunglinu. Því verður þó að taka með fyrirvara þar sem Starship hefur ekki sinni verið sent mannlaust til tunglsins þegar þessi orð eru skrifuð. Í föruneyti Maezawa verður ljósmyndarinn Karim Ilya sem er búsettur á Íslandi og á íslenska konu. Þá ætlar SpaceX sér að standa fyrir fyrstu geimgöngunni í einkageimferð í Polaris Dawn-leiðangrinum. Farþegarnir verða fjórir almennir borgarar en ætlunin er einnig að geimferjan fari á víðustu sporbraut nokkurs geimfars um jörðina. Starfsmenn Airbus vinna við sólarsellur JUICE-geimfars ESA. Það á að heimsækja ístungl Júpíters.Airbus Af fyrirhuguðum vísindaleiðöngrum á árinu ber JUICE-geimfar evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) líklega hæst. Ætlunin er að skjóta geimfarinu á loft í apríl en því er ætlað að kanna Júpíter og þrjú stóru ístungl hans: Ganýmedes, Kallistó og Evrópu. Gangi áformin aftur kæmist JUICE á braut um þessa stærstu reikistjörnu sólkerfisins í júlí 2031. Í október ætlar NASA svo að senda geimfarið Psyche til að rannsaka smástirnið 16 Psykke í smástirnabeltinu á milli Mars og Júpíters. Eitt sinn var talið að Psykke væri kjarni frumreikistjörnu sem aldrei varð. Leiðangurinn á að auka skilning vísindamanna á innviðum reikistjarna og hvernig þær myndast. Psyche kæmi að smástirninu eftir sex ár. Fréttir ársins 2022 Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mars Júpíter Artemis-áætlunin Tunglið SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Tækni Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
„Við erum gerð úr stjörnuefni. Við erum leið fyrir alheiminn til að þekkja sjálfan sig,“ voru fleyg orð Carls Sagan heitins, bandaríska reikistjörnufræðingsins, í sjónvarpsþáttunum „Cosmos“. James Webb-geimsjónaukinn verður nú mikilvægasta leiðin fyrir mannkynið til þess að þekkja alheiminn um ókomin ár. Spegill hans er meira sem sexfalt stærri að flatarmáli en forverans Hubble og sjónsvið hans er fimmtánfalt víðara. Webb var þó fjarri því eini stóri viðburðurinn í geimnum á árinu því mannkynið fann sér einnig tíma til þess að taka fyrsta alvöru skrefið í að verja jörðina fyrir hættulegum smástirnum og undirbúa jarðveginn til að senda fyrstu mennina til tunglsins í meira en hálfa öld. Geimferðir og geimtækni er nú í vaxandi mæli á hendi einkafyrirtækja. Sum þeirra senda nú heilu þyrpingar gervihnatta á braut um jörðu sem eiga meðal annars að bæta fjarskipti jarðarbúa. Deilt er um hvort að þær séu bölvun eða blessun. Hér á eftir fer það helsta sem gerðist á sviði stjörnufræðirannsókna og geimferða á árinu sem er að líða og aðeins um það sem má vænta á því næsta. Þolraun að bíða eftir að áfangastað væri náð Þó að James Webb-geimsjónaukanum hafi verið skotið á loft á jóladag í fyrra var sjónaukinn stærsta fréttin í stjörnufræðiheiminum á þessu ári. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnananna. Það tók sjónaukann tæpan mánuð að komast á áfangastað á svokölluðum Lagrange-punkti 2, um einni og hálfri milljón kílómetra utar í sólkerfinu, „á bak við“ jörðina frá sólinni séð. Lagrange-punktar eru staðir í geimnum þar sem þyngdarkraftur sólarinnar og jarðarinnar jafnast út og gera geimfarið eins og Webb kleift að halda sömu afstöðu gagnvart þeim báðum. Ferðalagið var vísindamönnunum sem höfðu lagt áratugavinnu í Webb-sjónaukann mikil þolraun. Ef eitthvað færi úrskeiðis með sjónaukann, líkt og gerðist með Hubble, væru þeir algerlega bjargarlausir því engin leið væri að gera við hann svo fjarri jörðunni. Þegar spegill Hubble-geimsjónaukans, sem var í rúmlega 500 kílómetra hæð yfir jörðu, reyndist gallaður var hægt að senda geimfara til viðgerða á bandarísku geimskutlunni sálugu. Lagrange-punkturinn er hins vegar fjórfalt fjær jörðinni en tunglið þegar það er sem fjærst okkur. Sjá einnig: James Webb kominn á áfangastað Allt gekk þó eins og smurt, jafnvel þó að örsmátt geimgrjót hefði valdið skemmdum á einum af speglum sjónaukans. Vísindamenn voru sannfærðir um að það kæmi lítið niður á myndgæðunum. „Guð minn góður, hann er fullur af stjörnum“ Heimsbyggðin þurfti að bíða fram á norðurhvelssumarið eftir fyrstu myndinni frá Webb en hún var sannarlega biðarinnar virði. „Guð minn góður, hann er fullur af stjörnum,“ voru síðustu orð geimfarans Davids Bowman þegar dularfulli einsteinungurinn opnaðist fyrir honum í vísindaskáldsögunni „2001: geimævintýrið“ eftir Arthur C. Clarke sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir. Urmull ljósa sem Webb sá þegar hann opnaði „auga“ sitt var þó ekki stjörnur heldur heilu vetrarbrautirnar í þúsundatali. Fyrsta myndin var af vetrarbrautaþyrpingu í um 4,6 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Þúsundir stjörnuþoka sáust á fyrstu mynd James Webb sem var birt opinberlega í júlí.NASA „Þetta er algjör bylting vegna þess að við sjáum alheiminn núna skýrari en áður í þessu tiltekna ljósi sem geimsjónaukinn sér og markar nýtt upphaf í stjarnvísindum. Þetta er sögulegur dagur,“ sagði Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, við Vísi eftir að fyrsta mynd Webb var birt. Flóðgáttirnar voru þá brostnar og strax daginn eftir birtust enn fleiri og glæsilegar myndir af vetrarbrautaþyrpingu, geimþoku og stjörnumyndunarsvæðinu Kjalarþokunni, einni stærstu og björtustu geimþokunni á næturhimni jarðar. Cosmic cliffs & a sea of stars. @NASAWebb reveals baby stars in the Carina Nebula, where ultraviolet radiation and stellar winds shape colossal walls of dust and gas. https://t.co/63zxpNDi4I #UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/dXCokBAYGQ— NASA (@NASA) July 12, 2022 Endurgerðin enn betri en frumgerðin Webb hefur aðeins verið starfandi í nokkra mánuði en hefur þegar unnið mikil vísindaafrek. Hann fann strax í sumar fyrstu skýru vísbendingarnar um koltvísýring í lofthjúpi fjarreikistjörnu og ljósefnafræðalega virkni sem er talin undirstaða þess að líf kviknaði á jörðinni. Eitt helsta markmið Webb-sjónaukans er að rannsaka og efnagreina lofthjúpa fjarlægra reikistjarna utan sólkerfisins í þeirri von að finna mögulega lífvænlega hnetti. Sjónaukinn öflugi nýtist ekki aðeins til þess að rannsaka fjarlægustu fyrirbæri alheimsins heldur tók hann nokkrar af bestu myndum sem náðst hafa af hnöttum í sólkerfinu okkar sem náðst hafa í áratugi. Myndir hans af Neptúnusi, ystu reikistjörnunni í sólkerfinu, í september voru þannig þær bestu frá því að Voyager 2 flaug fram hjá árið 1989. Nýlegar myndir af Títani, stærsta tungli Satúnusar, gerðu reikistjörnufræðingum kleift að fylgjast með einstökum skýjum í lofthjúpnum. Sjá einnig: Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Mesta athygli vakti þó endurgerð Webb á frægustu mynd Hubble-geimsjónaukans. Risavaxnir angar Arnarþokunnar svonefndu hafa verið nefndir „Stöplar sköpunarinnar“ þar sem þeir eru útungarstöðvar fyrir nýjar stjörnur. Stöplar sköpunarinnar eins og þeir komu fyrir sjónir James Webb-geimsjónaukans.NASA, ESA, CSA, STScI; J. DePasquale, A. Koekemoer, A. Pagan (ST Artemis 1 loks af stað eftir miklar tafir Hvaða annað ár sem er hefði Artemis-áætlun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA líklega verið stærsti viðburðurinn í geimheiminum. Eftir áralangar tafir og þrætur um hvort að NASA veðjaði á rangan hest með eldflaugarvali sínu hóf Artemis 1 sig loksins á loft og tók stefnuna á tunglið um miðjan nóvember. Orion-geimferjan var ómönnuð en markaði engu að síður tímamót. Hún er fyrsta geimfarið sem er hannað til að flytja menn sem er sent til tunglsins frá því að að síðasta Apollo-leiðangrinum lauk fyrir fimmtíu árum. Space Launch System-eldflaugin sem NASA smíðaði fyrir áætlunina er jafnframt sú öflugasta í sögunni. Aukaafurð tilraunaferðar Orion-geimferjunnar nú í vetur voru stórbrotnar myndir af yfirborði tunglsins og fjarlægri jörðinni sem birtar hafa verið á undanförnum vikum. Orion-geimferjan svífur yfir hálfupplýstu yfirborði tunglsins. Í fjarska sést þunn sigð af skífu jarðarinnar.Lockheed Martin Space Markmið Artemis-áætlunarinnar er að koma mönnum aftur á tunglið og koma þar upp varanlegri bækistöð. Hana verði svo hægt að nýta sem stökkpall til að senda menn til Mars í fyllingu tímans. Til stendur að Artemis 2-leiðangurinn verði farinn árið 2024 en þá yrðu menn sendir til að fljúga fram hjá tunglinu og til baka. Fyrsta lendingin á yfirborði tunglsins á að vera í Artemis 3 árið 2025. Miðað við þær tafir sem hafa orðið á áætluninni til þessa er ekki óvarlegt að ætla að þær tímasetningar eigi eftir að hliðrast. Pílan hitti í mark Vísindamenn og verkfræðingar NASA sem vilja forðast örlög risaeðlanna létu langþráðan draum sinn rætast og gerðu tilraun með að breyta stefnu smástirnis í september. DART-geimfarið skall á smástirninu Dímorfos á um 22.500 kílómetra hraða á klukkustund og hnikaði sporbraut þess í sólkerfinu lítillega til. „Risaeðlurnar voru ekki með geimáætlun til að hjálpa þeim að vita hvað var í vændum en það erum við,“ sagði Katherine Calvin, aðalloftslagsráðgjafi NASA, um leiðangurinn. Áreksturinn myndaði um tíu þúsund kílómetra langan hala af braki aftan úr Dímorfosi. Athuganir benda til þess að hann hafi stytt brautartíma Dímorfos um stærra smástirni sem nefnist Dídýmos um 32 mínútur. Það er margfalt meira en þær 73 sekúndur sem NASA setti sem lágmarksviðmið um hvað þyrfti til að tilraunin þætti hafa tekist. Til mikils er að vinna með því að læra að breyta stefnu smástirna sem gætu ógnað jörðinni. Rannsókn sem sagt var frá í haust bendir til þess að hátt í tveggja kílómetra há flóðbylgja hafi myndast þegar loftsteinninn sem er talinn hafa grandað risaeðlunum fyrir um 66 milljónunum ára skall á jörðinni. Net gervitungla um jörðina þéttist Stjörnufræðingar óttast nú að bætt fjarskipti á jörðu niðri verði dýru verði keyptar. Einkafyrirtæki eins og SpaceX fylla nú næturhimininn með svonefndum gervihnattaþyrpingum, hópum smárra gervihnatta, sem eru þegar byrjaðar að trufla athuganir með sjónaukum frá jörðu niðri. Rákir vegna Starlink-gervihnatta SpaceX sáust í fyrsta skipti yfir Íslandi í ágúst. Enginn efast um að gervihnöttunum fylgi kostir. Starlink-þyrpingar SpaceX koma til dæmis netsambandi til afskekktra staða þar sem fjarskiptasamband hefur verið stopult eða ekki til staðar. Úkraínuher hefur reitt sig á netið til að skipuleggja varnir sínar gegn innrás Rússa á árinu. Hins vegar skapa hnettirnir mikla erfiðleika fyrir vísindamenn sem rannsaka himingeiminn. Þeir hafa þurft að sníða dagskrá sjónauka í kringum ferðir gervihnattanna svo að þeir spilli ekki athugununum. Sjá einnig: Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Stærri hnöttur, líklega sá fyrsti af fleiri en hundrað enn stærri slíkra, var sendur á braut um jörðu í september. Hann er búinn gríðarlega stóru loftneti sem endurvarpar svo miklu ljósi að hnötturinn varð samstundis eitt af allra björtustu fyrirbærunum á næturhimninum þar sem hann ferðast um. Hnettirnir eiga að virka sem fjarskiptamöstur fyrir farsíma. Alþjóðastjörnufræðisambandið lýsti þungum áhyggjum af áhrifum BlueWalker 3-gervihnattarins og annarra gervitunglaþyrpinga í síðasta mánuði. Þær muni hinra verulega framþróun í skilningi mannkynsins á alheiminum. Rákir eftir Starlink-gervihnattaþyrpingu á næturhimninum yfir Ungverjalandi. Gervihnettirnir spilla ekki aðeins myndum áhugastjörnuljósmyndara heldur stjörnufræðirannsóknum með sjónaukum á jörðu niðri.Vísir/EPA Risasvartholið afhjúpað, kolefni á Mars og vatnaveröld á mynd Menn gátu í fyrsta skipti litið risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar augum á þessu ári, að minnsta kosti að því leyti sem hægt er að „líta“ á fyrirbæri sem hafa svo þrúgandi þyngdarkraft að ekki einu sinni ljós sleppur frá þeim. Á mynd sem var tekin með Sjóndeildarsjónaukanum, neti útvarpssjónauka á stærð við jörðina, mátti sjá skugga svartholsins á glóandi efnisskífu sem umlykur það. Þetta var fyrsta beina vísbendingin um að ofurþétt og massamikið fyrirbærið í hjarta Vetrarbrautarinnar sé í raun risasvarthol. Talið er að slík sé að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Aðeins þrjú ár eru frá því að svarthol var myndað í fyrsta skipti. Fyrsta myndin af Sagittarius A* risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar.EHT samstarfið Þrátt fyrir að engin reikistjarna í sólkerfinu hafi verið rannsökuð jafn ítarlega og Mars hélt rauða reikistjarnan áfram að koma á óvart á árinu. NASA greindi frá því í janúar að könnunarjeppinn Curiosity hefði numið kolefnissamsætu sem myndast við líffræðileg ferli á jörðinni en getur einnig átt sér jarðfræðileg upptök. Einnig kom í ljós að undir yfirborði reikistjörnunnar er líklegast að finna virkan möttulstrók sem veldur jarðhræringum. Fram að þessu hafa reikistjörnufræðingar talið Mars jarðfræðilega óvirkan hnött og að eldvirkni hafi fyrir löngu runnið sitt skeið þar. Evrópa, eitt af Galíleótunglum Júpíters, er annar hnöttur sem vísindamenn gæla við að gæti hafa alið með sér líf á einhverjum tímapunkti. Bandaríska geimfarið Juno náði fyrstu myndunum af vatnaveröldinni í meira en tuttugu ár í haust. Þær eru jafnframt þær skörpustu. Íslenskur áhugamaður gæddi myndir af framhjáflugi Juno lífi í myndskeiði sem hann vann. Tunglferðamenn og leiðangur til ístungla Júpíters á nýju ári Geimferðamennska hefur rutt sér til rúms á allra síðustu misserum. Þannig hefur SpaceX og Blue Origin, geimferðafyrirtæki Jeffs Bezos, flutt auðkýfinga og þekkta einstaklinga út í geim síðustu tvö árin. SpaceX ætlar að ganga enn lengra og senda mannaða geimferju með ferðamenn hring í kringum tunglið á næsta ári. Starship-geimferja fyrirtækisins á að flytja Yusaku Maezawa, japanskan milljarðamæring, og sex til átta listamenn til tunglsins og heim einhvern tímann á árinu. Maezawa fjármagnaði þróun Starship að hluta. Gangi áformin eftir yrðu Maezawa og félagar á undan Artemis-áætlun NASA að tunglinu. Því verður þó að taka með fyrirvara þar sem Starship hefur ekki sinni verið sent mannlaust til tunglsins þegar þessi orð eru skrifuð. Í föruneyti Maezawa verður ljósmyndarinn Karim Ilya sem er búsettur á Íslandi og á íslenska konu. Þá ætlar SpaceX sér að standa fyrir fyrstu geimgöngunni í einkageimferð í Polaris Dawn-leiðangrinum. Farþegarnir verða fjórir almennir borgarar en ætlunin er einnig að geimferjan fari á víðustu sporbraut nokkurs geimfars um jörðina. Starfsmenn Airbus vinna við sólarsellur JUICE-geimfars ESA. Það á að heimsækja ístungl Júpíters.Airbus Af fyrirhuguðum vísindaleiðöngrum á árinu ber JUICE-geimfar evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) líklega hæst. Ætlunin er að skjóta geimfarinu á loft í apríl en því er ætlað að kanna Júpíter og þrjú stóru ístungl hans: Ganýmedes, Kallistó og Evrópu. Gangi áformin aftur kæmist JUICE á braut um þessa stærstu reikistjörnu sólkerfisins í júlí 2031. Í október ætlar NASA svo að senda geimfarið Psyche til að rannsaka smástirnið 16 Psykke í smástirnabeltinu á milli Mars og Júpíters. Eitt sinn var talið að Psykke væri kjarni frumreikistjörnu sem aldrei varð. Leiðangurinn á að auka skilning vísindamanna á innviðum reikistjarna og hvernig þær myndast. Psyche kæmi að smástirninu eftir sex ár.
Fréttir ársins 2022 Vísindi Geimurinn James Webb-geimsjónaukinn Mars Júpíter Artemis-áætlunin Tunglið SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Tækni Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira