Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 13:57 Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður Vinstri grænna og framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Egill Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar. Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, hafa í gegnum tíðina verið sökuð um hatur á trans fólki og sögð tengjast erlendum haturssamtökum. Daníel ýjaði einmitt að því í ræðu sinni þegar rætt var um svokallað bælingarfrumvarp á Alþingi. Samtökin 22 höfðu skilað umsögn til fastanefndar Alþingis þar sem talað var gegn frumvarpinu. „Því haturssamtök gegn trans fólki hafa í fyrsta sinn skilað inn umsögn til fastanefndar Alþingis. Þar er tilveruréttur trans fólks ekki einungis dreginn í efa heldur er þar sagt beinum orðum að trans fólk sé hreinlega ekki til. Og að samfélagið búi til trans fólk með ólöglegum skurðaðgerðum og lyfjanotkun. Allt saman hið mesta bull,“ sagði Daníel í ræðu sinni. Hafa eldað saman grátt silfur til lengri tíma Í kjölfar ræðu Daníels sendu Samtökin inn erindi til forsætisnefndar Alþingis þar sem kvartað var yfir háttsemi hans í ræðustól, þá sérstaklega var kvartað yfir því að Daníel hafi kallað samtökin haturssamtök. „Daníel E Arnarsson hefur eldað grátt silfur við Samtökin 22 og undirritaðan einhliða um langa hríð. Við höfum ævinlega verið tilbúin að ræða stöðu réttindabaráttu samkynhneigðra og annarra undir regnhlíf Samtakanna 78, en í tilviki nefnds þingmanns hefur það verið án árangurs,“ sagði í erindi samtakanna sem fréttastofa fjallaði um í síðasta mánuði. Samtökin kvörtuðu einnig yfir því að Daníel væri starfsmaður Samtakanna 78 en tæki það ekki fram í hagsmunaskrá sinni. Báðum liðum vísað frá Forsætisnefndin mat það sem svo að tjáning Daníels í ræðustól lúti fundarstjórn forseta Alþingis en athafnir forseta Alþingis við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun. Því var þeim hluta vísað frá. Um hagsmunaskrána segir að samkvæmt reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings tekur skylda til að skrá upplýsingar eingöngu til þeirra varaþingmanna sem hafa setið í fjórar vikur samfellt á þingi. Daníel tók sæti á Alþingi í eina viku og tóku því reglur hagsmunaskráningu ekki til hans umrætt sinn. Erindinu var því alfarið vísað frá nefndinni
Alþingi Stjórnsýsla Hinsegin Málefni trans fólks Vinstri græn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira