Spilaði í Víkinni í fyrra: Hver er Gonçalo Ramos? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 11:01 Gonçalo Matias Ramos kom, sá og sigraði. Visionhaus/Getty Images Það vakti mikla athygli þegar Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ákvað að byrja með Gonçalo Ramos sem fremsta mann gegn Sviss í 16-liða úrslitum HM og skilja þar með Cristiano Ronaldo eftir á bekknum. Portúgal vann 6-1, Ramos skoraði þrennu og Santos fór sáttur að sofa. En hver er Gonçalo Matias Ramos? Það hefur verið nóg fjallað um Ronaldo í aðdraganda mótsins, síðan mótið byrjaði og eftir að Santos ákvað að geyma hann á bekknum. Það er þó vert að benda á að Ramos hefur nú tekið þátt í einum útsláttarleik á HM og skorað þrjú mörk, eitthvað sem Ronaldo hefur ekki enn tekist í sex tilraunum. 1 - Gonçalo Ramos scored more goals for Portugal in the World Cup knockout stages after 17 minutes (1) than Cristiano Ronaldo has in 514 minutes played in the competition's knockout rounds (0). Vindicated. pic.twitter.com/akYz7qNgvS— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2022 Hinn 21 árs og 169 daga gamli Ramos greip tækifærið með báðum höndum, skoraði fyrsta mark Portúgals eftir aðeins 17 mínútur. Þegar flautað var til leiksloka hafði Ramos sjálfur bætt við tveimur mörkum til viðbótar og samherjar hans öðrum þremur. Lokatölur 6-1 og sæti í 8-liða úrslitum tryggt. Um leið varð Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM karla síðan Ungverjinn Florian Albert gerði það árið 1962. Miðað við afgreiðslurnar hjá Ramos mætti halda að hann væri reynslubolti sem væri að keppa á sínu þriðja eða fjórða stórmóti. Fyrsta markið var sérstaklega stórkostlegt en hann þrumaði boltanum þá úr þröngu færi upp í vinkilinn nær, óverjandi fyrir Yann Sommer. Ramos THUNDERS it in #LetItFly with @qatarairways pic.twitter.com/FprGsmtnug— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 7, 2022 Í öðru markinu sýndi hann markanef sitt með því að stinga sér fram fyrir varnarmann og pota boltanum milli fóta Sommer í markinu hjá Sviss. Þriðja markið var svo yfirveguð vippa yfir bugaðan Sommer.Ef það var ekki nóg þá lagði Ramos líka upp eitt marka Portúgals í leiknum. Nýtti tækifærið Ramos hóf fótboltaferilinn með Olhanense árið 2009, þá átta ára gamall. Þaðan lá leiðin til Loulé og svo Benfica árið 2013 þar sem hann er enn. Eftir að hafa spilað vel með B-liði félagsins hefur hann heldur betur skotist upp á stjörnuhiminn undanfarna mánuði. Hann var eftirsóttur fyrir mót og ekki minnkaði sá áhugi eftir frammistöðuna gegn Sviss. Fyrir leik gærkvöldsins hafði Ramos aðeins spilað samtals 33 mínútur fyrir A-landslið Portúgals í þremur leikjum. Þar á meðal voru 23 mínútur, og mark, í vináttuleik gegn Nígeríu í nóvember áður en hann fékk tvær mínútur gegn Gana og átta gegn Úrúgvæ í riðlakeppninni á HM. Portúgal var komið áfram þegar það tapaði fyrir Suður-Kóreu í lokaleik riðlakeppninnar en það vakti athygli að Ramos sat allan leikinn á bekknum. Það kom því á óvart að hann hafi fengið sæti í byrjunarliðinu gegn Sviss en nú myndi koma á óvart ef hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Marokkó í 8-liða úrslitum. Nú er hann kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum og er sem stendur með betri tölfræði en fyrir yngri landslið Portúgals. Alls lék Ramos 46 leiki fyrir U-17 til U-21 árs landsliðin og skoraði í þeim 24 mörk. Þar á meðal var leikur í Víkinni gegn Íslandi þann 12. október á síðasta ári. Portúgal vann 1-0 útisigur þökk sé marki Fábio Vieira, leikmanns Arsenal. Ramos spilaði 88 mínútur en komst ekki á blað. Bjarki Steinn Bjarkason og Kolbeinn Þórðarson í baráttunni Ramos.Vísir/Vilhelm Fullur sjálfstrausts Ramos leiðir línuna hjá Benfica sem hefur verið nær óstöðvandi á leiktíðinni. Liðið hefur ekki enn tapað eftir 13 umferðir í Portúgal, 12 sigrar og eitt jafntefli. Þá vann liðið riðil sinn í Meistaradeild Evrópu án þess að tapa leik, riðil sem innihélt París Saint-Germain, Juventus og Maccabi Haifa. Stór ástæða góðs gengis liðsins hefur verið frammistaða framherjans sem klæðist treyju númer 88. Hann hefur skorað 14 mörk í 21 leik og gefið 6 stoðsendingar. Ekki hefur sjálfstraustið minnkað eftir að skora þrennu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á HM. 3 - Gonçalo Ramos is the first player to score a hat-trick on his first #FIFAWorldCup start since Miroslav Klose for Germany in 2002. Midas. pic.twitter.com/AN976d87hP— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2022 Hvort Ramos klári tímabilið með Benfica verður að koma í ljós, hver veit nema hann fylli einnig skarð Ronaldo hjá Manchester United? Fótbolti HM 2022 í Katar Portúgalski boltinn Portúgal Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 7. desember 2022 07:30 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Það hefur verið nóg fjallað um Ronaldo í aðdraganda mótsins, síðan mótið byrjaði og eftir að Santos ákvað að geyma hann á bekknum. Það er þó vert að benda á að Ramos hefur nú tekið þátt í einum útsláttarleik á HM og skorað þrjú mörk, eitthvað sem Ronaldo hefur ekki enn tekist í sex tilraunum. 1 - Gonçalo Ramos scored more goals for Portugal in the World Cup knockout stages after 17 minutes (1) than Cristiano Ronaldo has in 514 minutes played in the competition's knockout rounds (0). Vindicated. pic.twitter.com/akYz7qNgvS— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2022 Hinn 21 árs og 169 daga gamli Ramos greip tækifærið með báðum höndum, skoraði fyrsta mark Portúgals eftir aðeins 17 mínútur. Þegar flautað var til leiksloka hafði Ramos sjálfur bætt við tveimur mörkum til viðbótar og samherjar hans öðrum þremur. Lokatölur 6-1 og sæti í 8-liða úrslitum tryggt. Um leið varð Ramos yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu á HM karla síðan Ungverjinn Florian Albert gerði það árið 1962. Miðað við afgreiðslurnar hjá Ramos mætti halda að hann væri reynslubolti sem væri að keppa á sínu þriðja eða fjórða stórmóti. Fyrsta markið var sérstaklega stórkostlegt en hann þrumaði boltanum þá úr þröngu færi upp í vinkilinn nær, óverjandi fyrir Yann Sommer. Ramos THUNDERS it in #LetItFly with @qatarairways pic.twitter.com/FprGsmtnug— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) December 7, 2022 Í öðru markinu sýndi hann markanef sitt með því að stinga sér fram fyrir varnarmann og pota boltanum milli fóta Sommer í markinu hjá Sviss. Þriðja markið var svo yfirveguð vippa yfir bugaðan Sommer.Ef það var ekki nóg þá lagði Ramos líka upp eitt marka Portúgals í leiknum. Nýtti tækifærið Ramos hóf fótboltaferilinn með Olhanense árið 2009, þá átta ára gamall. Þaðan lá leiðin til Loulé og svo Benfica árið 2013 þar sem hann er enn. Eftir að hafa spilað vel með B-liði félagsins hefur hann heldur betur skotist upp á stjörnuhiminn undanfarna mánuði. Hann var eftirsóttur fyrir mót og ekki minnkaði sá áhugi eftir frammistöðuna gegn Sviss. Fyrir leik gærkvöldsins hafði Ramos aðeins spilað samtals 33 mínútur fyrir A-landslið Portúgals í þremur leikjum. Þar á meðal voru 23 mínútur, og mark, í vináttuleik gegn Nígeríu í nóvember áður en hann fékk tvær mínútur gegn Gana og átta gegn Úrúgvæ í riðlakeppninni á HM. Portúgal var komið áfram þegar það tapaði fyrir Suður-Kóreu í lokaleik riðlakeppninnar en það vakti athygli að Ramos sat allan leikinn á bekknum. Það kom því á óvart að hann hafi fengið sæti í byrjunarliðinu gegn Sviss en nú myndi koma á óvart ef hann yrði ekki í byrjunarliðinu gegn Marokkó í 8-liða úrslitum. Nú er hann kominn með fjögur mörk í fjórum leikjum og er sem stendur með betri tölfræði en fyrir yngri landslið Portúgals. Alls lék Ramos 46 leiki fyrir U-17 til U-21 árs landsliðin og skoraði í þeim 24 mörk. Þar á meðal var leikur í Víkinni gegn Íslandi þann 12. október á síðasta ári. Portúgal vann 1-0 útisigur þökk sé marki Fábio Vieira, leikmanns Arsenal. Ramos spilaði 88 mínútur en komst ekki á blað. Bjarki Steinn Bjarkason og Kolbeinn Þórðarson í baráttunni Ramos.Vísir/Vilhelm Fullur sjálfstrausts Ramos leiðir línuna hjá Benfica sem hefur verið nær óstöðvandi á leiktíðinni. Liðið hefur ekki enn tapað eftir 13 umferðir í Portúgal, 12 sigrar og eitt jafntefli. Þá vann liðið riðil sinn í Meistaradeild Evrópu án þess að tapa leik, riðil sem innihélt París Saint-Germain, Juventus og Maccabi Haifa. Stór ástæða góðs gengis liðsins hefur verið frammistaða framherjans sem klæðist treyju númer 88. Hann hefur skorað 14 mörk í 21 leik og gefið 6 stoðsendingar. Ekki hefur sjálfstraustið minnkað eftir að skora þrennu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik á HM. 3 - Gonçalo Ramos is the first player to score a hat-trick on his first #FIFAWorldCup start since Miroslav Klose for Germany in 2002. Midas. pic.twitter.com/AN976d87hP— OptaJoe (@OptaJoe) December 6, 2022 Hvort Ramos klári tímabilið með Benfica verður að koma í ljós, hver veit nema hann fylli einnig skarð Ronaldo hjá Manchester United?
Fótbolti HM 2022 í Katar Portúgalski boltinn Portúgal Tengdar fréttir Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53 Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 7. desember 2022 07:30 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Portúgal flaug inn í átta liða úrslitin Portúgal varð í kvöld seinasta þjóðin til að tryggja sér sæti í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Katar er liðið vann öruggan 6-1 sigur gegn Sviss. Gonçalo Ramos, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Cristiano Ronaldo, stal senunni og skoraði þrennu. 6. desember 2022 20:53
Ronaldo fljótur inn í klefa eftir magnaðan sigur Portúgals Cristiano Ronaldo virtist ekki hafa of mikinn áhuga á að fagna með liðsfélögum sínum eftir magnaðan 6-1 sigur Portúgals á Sviss í 16-liða úrslitum HM í fótbolta ef marka má myndbandsupptöku sem nú fer líkt og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 7. desember 2022 07:30