Fótbolti

Lands­liðs­hetjan gat loksins lagað beyglaða mark­mannsputtann sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir eftir einn landsleikinn sinn og til hægri má sjá beyglaða puttann.
Guðbjörg Gunnarsdóttir eftir einn landsleikinn sinn og til hægri má sjá beyglaða puttann. Samsett mynd

Það reynir oft mikið á puttana að vera markvörður í fótbolta og það sást vel á puttum eins af okkar allra bestu fótboltamarkvörðum.

Guðbjörg Gunnarsdóttir var einn af markvörðum íslenska landsliðsins í fótbolta í meira en einn og hálfan áratug og spilaði alls 64 A-landsleiki og 101 leik fyrir öll landslið Íslands.

Guðbjörg setti skóna upp á hillu í ágúst í fyrra eftir að hafa spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi árinu 2009.

„Ég átti mér draum síðan ég var lítil stelpa í FH að spila með íslenska landsliðinu. Draumur sem rættist. Ég er hrikalega stolt af því að hafa fengið að vera hluti af íslenska landsliðinu í næstum tvo áratugi. Ég fékk tækifæri til að spila í öllum þremur stórmótum sem við höfum tekið þátt í, upplifun sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Guðbjörg.

Hennar besta mót var EM 2013 þegar íslenska landsliðið fór alla leið í átta liða úrslit keppninnar ekki síst fyrir framgöngu hennar í markinu.

Í nýjustu færslu sinni þá segir Guðbjörg hins vegar frá beyglaða puttanum sínum eða betur sagt puttanum sem fær loksins að rétta úr sér.

Guðbjörg var með einn mjög beyglaðan putta eftir markmannsferilinn en sá hinn sami hafi brotnað í boltanum og var frekar skakkur greyið.

„Nú gat ég loksins skellt mér í aðgerð til að laga gamla beyglaða putta eftir langan atvinnumannaferil sem markvörður! Litli fingur á hægri allur að koma til,“ skrifaði Guðbjörg og birti fyrir og eftir myndir.

Það má sjá færslu Guðbjargar hér fyrir neðan. Viðkvæma má vara við að fletta ekki því þar má sjá myndband af réttingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×