Ferðamenn færa verslun og þjónustu upp á hærra stig Una Jónsdóttir skrifar 7. desember 2022 07:30 Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsbankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Staða verslunar og þjónustu er almennt sterk hér á landi. Við finnum sjálf fyrir því þegar við förum í búðir, borðum á veitingastað eða nýtum okkur fjölbreytta afþreyingu víða um land. En við sjáum það líka þegar við rýnum í hagtölur um verslun og þjónustu, eins og við í Hagfræðideild Landsbankans höfum gert undanfarið. Afraksturinn af þeirri vinnu kom út í gær í skýrslu um stöðu greinarinnar: „Sterk staða verslunar og þjónustu – ferðaþjónustan leikur lykilhlutverk í vextinum“ en hana má lesa á landsbankinn.is. Í skýrslunni fjöllum við meðal annars um hversu mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir innlenda verslun og þjónustu. Staðreyndin er nefnilega sú að framþróunin sem við höfum séð undanfarið, með nýjum og fjölbreyttari veitingastöðum, verslunum og möguleikum til afþreyingar, má að miklu leyti þakka ferðaþjónustunni. Um leið er þessi framþróun í verslun og þjónustu mikilvæg fyrir sjálfa ferðaþjónustuna. Það skiptir nefnilega miklu máli fyrir orðspor Íslands meðal ferðamanna og vinsældir landsins sem áfangastaðar að ferðamenn geti gengið að góðri þjónustu og verslun sem höfðar til þeirra. Greinarnar styrkja því hver aðra og hagsmunirnir eru nátengdir. Rúmlega 100 milljarðar á mánuði í verslun og þjónustu Þótt ferðamenn séu mikilvægir fyrir vöxt verslunar og þjónustu eru Íslendingar sem fyrr mikilvægustu viðskiptavinirnir. Á þessu ári hafa Íslendingar, í hverjum mánuði, eytt um 43 milljörðum króna í verslunum og 38 milljörðum króna í þjónustu, samkvæmt gögnum Rannsóknaseturs verslunarinnar um kortaveltu. Á sama tíma eyddu ferðamenn um 17 milljörðum króna í þjónustu og tæpum 4 milljörðum króna í verslunum. Við sjáum því að innlendir viðskiptavinir standa undir meirihluta veltunnar í verslun og þjónustu og eru því helsta stoð starfseminnar. Neysla Íslendinga er nokkuð stöðug, þótt hún sveiflist auðvitað í takt við kaupmátt, verðbólgu, vexti og árstíðir. Vöxturinn í verslun og þjónustu kemur því að langmestu leyti frá ferðamönnum. Þannig hefur neysla Íslendinga í verslunum innanlands dregist saman nær allt þetta ár eftir að hafa færst í aukana þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samdráttinn má m.a. skýra með auknum ferðalögum af landi brott og neyslu erlendis. Íslendingar eyða samt meiru nú en á sama tíma fyrir faraldur og mælist aukningin einna mest í verslunum sem selja heimilisbúnað og tæki. Norskir ferðamenn eyða mestu en stoppa stutt Á sama tíma og neysla Íslendinga innanlands hefur minnkað hefur neysla erlendra ferðamanna aukist. Hingað hafa komið færri ferðamenn á þessu ári en í venjulegu árferði. Samt er neysla þeirra í heild ekki mikið minni en t.d. árið 2018, þegar metfjöldi ferðamanna kom til landsins, því eyðsla á mann er meiri en áður sem kemur greininni afar vel. Ferðamenn virðast gera betur við sig en fyrir faraldur, auk þess að dvelja almennt lengur. Ef litið er til mismunandi þjóðerna þá eyða Norðmenn mestu á hverjum degi en stoppa einna styst. Ferðamenn frá Þýskalandi dvelja einna lengst en dagleg velta með þýsk greiðslukort er aðeins um þriðjungur þeirra norsku. Íslendingar auka neysluna hægar og ferðamenn verða enn mikilvægari Í skýrslunni fjöllum við líka um þær miklu breytingar sem urðu í Covid-19-faraldrinum. Þjónusta á borð við veitingastaði, tónleikahald og fleira varð fyrir verulegum skakkaföllum á meðan verslun og þá sérstaklega netverslun stórjókst og hefur haldist há, er núna um þrír milljarðar króna mánaðarlega, ávallt mest í þó nóvembermánuði hvers árs vegna sérstakra afsláttardaga Innlend verslun og þjónusta hefur notið góðs af því að einkaneysla Íslendinga hefur verið mikil. Við gerum aftur á móti ráð fyrir því að nú fari að hægja á einkaneyslu og að vöxturinn verði mun hófstilltari fram á við en verið hefur síðustu misseri. Ástæðan er m.a. sú við erum núna að upplifa kaupmáttarskerðingu vegna hárrar verðbólgu í fyrsta sinn í mörg ár. Við sjáum líka að yfirdráttarlán eru aðeins að aukast á meðan innlán einstaklinga aukast ekki lengur með sama hraða og áður. Þetta bendir til þess að svigrúm Íslendinga til frekari neysluaukningar sé takmarkað. Og þá komum við aftur að mikilvægi ferðamannanna. Við spáum því að í ár komi 1,7 milljónir ferðamanna, sem er mjög mikill vöxtur milli ára, en svo hægir á. Það eru nefnilega blikur á lofti, sérstaklega á meðal Evrópubúa, sem ganga nú í gegnum erfiða tíma. Kannanir í Evrópu sýna að áform Evrópubúa um stórkaup, m.a. ferðalög, mælast frekar lág. Staðan er þó önnur á meðal Bandaríkjamanna sem virðast vera mjög áhugasamir um að leggjast í ferðalög. Ef svo fer að samsetningin breytist þannig að hingað komi hlutfallslega fleiri Bandaríkjamenn gæti það gagnast verslun og þjónustu mjög vel. Una Jónsdóttir er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun