Það er ítalski íþróttamiðillinn La Gazzetta Dello Sport sem greinir frá þessu, en Portanova er 22 ára liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Genoa.
Ásamt Portanova voru þeir Alessio Langella, frændi leikmannsins, og Alessandro Cappiellp, vinur þeirra, einnig dæmdir í sex ára fangelsi. Þremenningunum er einnig gert að greiða fórnarlambinu og fjölskyldu hennar 120 þúsund evrur hver í skaðabætur, en það samsvarar um 18 milljónum króna.
🚨 Genoa midfielder Manolo Portanova has been sentenced to six years in prison for participating in a gang rape.
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) December 6, 2022
The guilty parties have also been ordered to pay €120,000 compensation to the victim and her family.
(Source: La Repubblica) pic.twitter.com/z8rHpxY1EX
Portanova, Langella og Cappiello voru allir fundnir sekir um að nauðga í sameiningu 21 árs gamalli konu í íbúð hennar í Siena í lok maí á síðasta ári. Þá var ónefndur 17 ára drengur einnig sóttur til saka fyrir sinn þátt í málinu, en hann fer fyrir ungmennadómstól í Flórens.