„Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2022 09:01 Martin Hermannsson með liðsfélaga sínum Xabi López Arostegui í myndatöku fyrir tímabilið. Getty/ JM Casares Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson hefur nýtt síðustu mánuði til þess að styrkja sig á öllum vígstöðvum þrátt fyrir að hafa slitið krossband fyrr á þessu ári. Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin. Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson settist niður með Martin og ræddi við hann um stöðuna á honum nú þegar er farið að styttast í endurkomu hans inn á völlinn. Smá hálfleikur á mínum ferli „Ég leit svolítið á þetta, ekki að það ætti að gerast, en að þetta væri smá hálfleikur á mínum ferli. Ég er búinn að vera úti í níu ár og stefni á það að vera sjö til átta ár í viðbót ef allt gengur upp,“ sagði Martin Hermannsson. „Ég get núna farið að vinna loksins í skrokknum. Ég er búinn að vera með smá meiðsli í hásininni og í bakinu. Ég horfði á þetta þannig að ég gæti nýtt næstu níu til tíu mánuði til að vinna í öllu,“ sagði Martin. „Það eru komnir sex mánuðir núna og þetta lítur allt rosalega vel út. Fólki er svolítið með mig í ólinni af því að ég hef verið þekktur fyrir það að henda mér oft út í djúpu laugina. ,“ sagði Martin. Líður eins og hann gæti spilað í dag „Mér líður núna eins og ég gæti spilað, þannig, en hver einasti mánuður skiptir rosalega miklu máli í þessu. Ég er frekar til í að taka tvo mánuði í viðbót heldur en að bæta við ári eða hafa eitthvað sem verður krónískt. Þeir eru ekkert að pressa á mig að koma til baka sem fyrst. Við ætlum bara að spila þetta rétt,“ sagði Martin. Valencia endurnýjaði samninginn við Martin eftir að hann meiddist og hafa því sýnt honum mikið traust. „Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skrifar undir samning nýbúinn að slíta krossband. Eins og fólk veit þá er þetta rosalega harður heimur, atvinnumannaheimurinn í íþróttum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert ekki heill þá finnum við bara næsta mann,“ sagði Martin. Eru ekki að pressa á hann „Þeir studdu við bakið á mér í þessu og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Mér finnst ég líka á sama tíma hafa unnið fyrir þessu. Ég var að gefa mitt allt til þeirra þannig að mér fannst eina í stöðunni þeirra megin var að gefa mér nýjan samning,“ sagði Martin. „Þeir gáfu mér tvö ár og það veitir öryggi fyrir mig og mína fjölskyldu. Þeir eru ekki að pressa á mig úti og ástæðan fyrir tveggja ára samning er að gefa mér þetta ár til að vera hundrað prósent og svo byrjar sýningin á næsta ári,“ sagði Martin.
Landslið karla í körfubolta Spænski körfuboltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira