Bandarísk transkona ætlar að flýja til Íslands: „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2022 12:03 Willgohs segir íslenskt samfélag hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. Getty Rynn Willgohs er fimmtug transkona frá Fargo í Norður-Dakóta sem hyggst flytja búferlum til Íslands sökum fordóma og ofsókna sem hún kveðst mæta sem transkona í Bandaríkjunum. Í samtali við Grand Forks Herald segist Willgohs hafa farið í sumarfrí til Íslands og upplifað þar allt annað viðmót gagnvart transfólki heldur en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé hún utangarðs og finnst henni vera ógnað. Hún segir íslenskt samfélag hins vegar hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. „Þetta er allt annar heimur þar,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið hana dálítinn tíma að venjast því að vera séð eins og hver önnur venjuleg manneskja. Réttindi transfólk skert verulega Á síðustu misserum hefur verið þrengt að lagalegum réttindum transfólks í Bandaríkjunum um leið og fordómar og hatursglæpir hafa aukist verulega. Sem dæmi má nefna að árið 2021 höfðu aldrei jafnmargt trans og kynsegin fólk í Bandaríkjunum fallið fyrir morðingja hendi. Víða um Bandaríkin hafa verið sett lög og reglugerðir sem talin eru draga verulega úr réttindum samkynhneigðra, trans- og kynsegin fólks. Árið 2020 samþykkti heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið til að mynda breytingar á núverandi heilbrigðisstryggingakerfi Bandaríkjanna (e. The Affordable Care Act). Óttast að ástandið muni versna Willgohs hefur látið að sér kveða í réttindabaráttu transfólks í heimabæ sínum og segir það hafa gert sig að auðveldu skotmarki. Hún hafi meðal annars sætt ofsóknum og setið undir hótunum. Fólk hafi meðal annars hótað að skvetta á hana sýru, skera af henni brjóstin eða nauðga henni. „Ég held að ástandið í þessu landi eigi eftir að snarversna fyrir þá jaðarsettu, sérstaklega á dreifbýlissvæðum og í rauðu ríkjunum,“ segir Willgohs á þar við ríkin þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.Willgohs hyggst flytja frá Bandaríkjunum áður en bandarísku forsetakosningarnar eiga sér stað árið 2024. Eiginkona hennar mun verða eftir í Bandaríkjunum. Willgohs bindur vonir við að fá vinnu á Íslandi og þurfa ekki að sækja um hæli. Þá hyggst hún sækja um tvöfaldan ríkisborgararétt en hún hefur nú þegar notað sparnaðinn sinn að kaupa sér íbúð hér á landi. „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg. Þar sem ég veit að ég fæ lagalega vernd,“ segir Willgohs jafnframt. Miðilinn ræðir einnig við aðra transkonu frá Fargo, Zara Crystal en hún hyggst feta í fótspor Willgohs og sækja um hæli í Svíþjóð. Konurnar tvær vinna nú að stofnun hjálparsamtaka sem munu aðstoða transfólk sem flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í löndum þar sem réttindi þeirra eru viðurkenndari. „Í samanburði við sum önnur lönd er transfólk öruggara í Bandaríkjunum. En í samanburði við Ísland eða Noreg þá erum við langt á eftir,“ segir Lillian Guetter formaður samtakana Pride Collective í Fargo. Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Í samtali við Grand Forks Herald segist Willgohs hafa farið í sumarfrí til Íslands og upplifað þar allt annað viðmót gagnvart transfólki heldur en í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé hún utangarðs og finnst henni vera ógnað. Hún segir íslenskt samfélag hins vegar hafa tekið henni opnum örmum og þar hafi hún upplifað sig sem velkomna. „Þetta er allt annar heimur þar,“ segir hún og bætir við að það hafi tekið hana dálítinn tíma að venjast því að vera séð eins og hver önnur venjuleg manneskja. Réttindi transfólk skert verulega Á síðustu misserum hefur verið þrengt að lagalegum réttindum transfólks í Bandaríkjunum um leið og fordómar og hatursglæpir hafa aukist verulega. Sem dæmi má nefna að árið 2021 höfðu aldrei jafnmargt trans og kynsegin fólk í Bandaríkjunum fallið fyrir morðingja hendi. Víða um Bandaríkin hafa verið sett lög og reglugerðir sem talin eru draga verulega úr réttindum samkynhneigðra, trans- og kynsegin fólks. Árið 2020 samþykkti heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið til að mynda breytingar á núverandi heilbrigðisstryggingakerfi Bandaríkjanna (e. The Affordable Care Act). Óttast að ástandið muni versna Willgohs hefur látið að sér kveða í réttindabaráttu transfólks í heimabæ sínum og segir það hafa gert sig að auðveldu skotmarki. Hún hafi meðal annars sætt ofsóknum og setið undir hótunum. Fólk hafi meðal annars hótað að skvetta á hana sýru, skera af henni brjóstin eða nauðga henni. „Ég held að ástandið í þessu landi eigi eftir að snarversna fyrir þá jaðarsettu, sérstaklega á dreifbýlissvæðum og í rauðu ríkjunum,“ segir Willgohs á þar við ríkin þar sem Repúblikanar ráða ríkjum.Willgohs hyggst flytja frá Bandaríkjunum áður en bandarísku forsetakosningarnar eiga sér stað árið 2024. Eiginkona hennar mun verða eftir í Bandaríkjunum. Willgohs bindur vonir við að fá vinnu á Íslandi og þurfa ekki að sækja um hæli. Þá hyggst hún sækja um tvöfaldan ríkisborgararétt en hún hefur nú þegar notað sparnaðinn sinn að kaupa sér íbúð hér á landi. „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg. Þar sem ég veit að ég fæ lagalega vernd,“ segir Willgohs jafnframt. Miðilinn ræðir einnig við aðra transkonu frá Fargo, Zara Crystal en hún hyggst feta í fótspor Willgohs og sækja um hæli í Svíþjóð. Konurnar tvær vinna nú að stofnun hjálparsamtaka sem munu aðstoða transfólk sem flytja frá Bandaríkjunum og setjast að í löndum þar sem réttindi þeirra eru viðurkenndari. „Í samanburði við sum önnur lönd er transfólk öruggara í Bandaríkjunum. En í samanburði við Ísland eða Noreg þá erum við langt á eftir,“ segir Lillian Guetter formaður samtakana Pride Collective í Fargo.
Málefni trans fólks Bandaríkin Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira