Fordómar enn til staðar fjórum áratugum síðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. desember 2022 14:01 Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV samtakanna, greindist sjálfur með sjúkdóminn fyrir rúmum þremur áratugum. Vísir/Egill Á fjórða tug hafa greinst með HIV hér á landi það sem af er ári en tæplega fjórir áratugir eru liðnir frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist. Framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi segir HIV smitaða enn mismunað þrátt fyrir að margt hafi áunnist í baráttunni. Ef alþjóðasamfélagið hefði brugðist við HIV líkt og gert var með Covid væri staðan mögulega önnur. Alþjóðlegi alnæmisdagurinn fer fram í dag en rúmlega 38 milljónir manna lifa með HIV víða um heim. 34 hafa greinst jákvæðir hér á landi í ár og stefnir í að þeir verði hátt í 40 fyrir lok árs. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV samtakanna, segir það skýrast af stórum hluta af fjölda flóttamanna sem leita hingað til landsins, frekar en að veiran sé í mikilli dreifingu innanlands. Því þurfi engu að síður að bregðast við en jaðarsettir einstaklingar eru líklegri en ella til að greinast með sjúkdóminn. „Við erum með háa tölu og þessu þarf að sinna og þar er auðvitað þessi mannlegi harmleikur, að fólk þurfi ekki að fá svona alvarlega sjúkdóma, að það séu í boði forvarnir, fræðsla og upplýsingar, aðgengi og þjónusta,“ segir Einar. "We have #UequalsU, we have #PrEP, we have effective treatments and yet last year 1.5 million people still acquired HIV and 650,000 died from AIDS. This is because of inequalities," says @RossQuiroga. This #WorldAIDSDay, let's unite to #Equalize! pic.twitter.com/UaKkcZdQ3y— UNAIDS (@UNAIDS) December 1, 2022 Margt áunnist en áfram langt í land Sjálfur greindist Einar með HIV aðeins nokkrum árum eftir að fyrsti einstaklingurinn greindist fyrir tæpum fjörutíu árum. Ýmislegt hafi gerst á þeim tíma en fyrstu lyfin við HIV komu á markað fyrir um 25 árum. „Mér finnst alveg með ólíkindum að það séu að verða komin fjörutíu ár síðan að, ég kalla þetta bara harmleik, að þetta byrjaði og þessi saga er alveg hreint ótrúleg. Það komu lyf og fólk bjargaðist og menn hreinlega, sumir hverjir, gátu bara klifrað upp úr gröfinni aftur. Þeir voru deyjandi, við vorum deyjandi,“ segir Einar. Í dag er einnig til fyrirbyggjandi lyfjameðferð, PrEP, sem hundruð karlmanna eru skráðir í og segir Einar Íslendinga heppna að eiga íslenska heilbrigðiskerfið. Staðreyndin er þó sú að ekkert bóluefni er til við sjúkdóminum og á meðan svo er segir Einar að heimsbyggðin muni áfram þurfa að eiga við sjúkdóminn. „HIV er ekki búið, það eru 38 milljónir með HIV í heiminum og á ákveðnum svæðum fær fólk ekki einu sinni lyf eða aðstoð, í þróunarríkjum og fátækari löndum, og það er ekki komið bóluefni og meðan það er ekki komið bóluefni þá þarf að eiga við þetta,“ segir hann. Covid faraldurinn hafi þó sýnt fram á að þróunin getur verið hröð og væri hægt að draga lærdóm af viðbrögðunum við kórónuveirunni, þó vissulega sé um allt öðruvísi sjúkdóm að ræða. „Alþjóðasamfélagið lagðist saman á það með Covid, og ef það hefði verið þannig með HIV þá værum við kannski á öðrum stað með upplýsingagjöf, með rannsóknir, fjármagn og allt þetta,“ segir hann. Fólki áfram mismunað vegna sjúkdómsins Annar hluti af baráttunni við HIV er hvernig smituðum er tekið innan samfélagsins en þeir fá oft á sig ákveðinn stimpil. „Annað hvort ertu hommi, lauslátur hommi kannski, eða þú ert fíkniefnanotandi sem sprautar þig í æð eða þú ert ung kona sem lendir í því að fá HIV og færð bara; já vá er hún með eitthvað mjög skrýtið líferni eða er hún svona lauslát, eða eitthvað í þeim dúr. Þannig fólk veigrar sér við því að koma fram og segja frá því að það sé með HIV og þetta auðvitað hamlar fólki,“ segir Einar. Þörf sé á að taka umræðuna reglulega og ekki síst núna þegar talað hefur verið um ákveðið bakslag í baráttu hinsegin einstaklinga. „Enn þá erum við einhvern veginn að eiga við ákveðna fordóma og ákveðna stigmatíseringu og fólki hefur og er mismunað vegna þess að það er með þennan sjúkdóm. Það eru allt önnur handtök í kringum HIV heldur en í kringum margt annað því miður,“ segir hann. „En við erum í ljósinu og við erum þakklát vegna þess að það hefur gríðarlega mikið áunnist,“ segir hann enn fremur. Heilbrigðismál Hinsegin Lyf Tengdar fréttir „Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“ HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok. 1. desember 2022 06:41 Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. 16. febrúar 2022 14:57 Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. 3. desember 2019 14:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn fer fram í dag en rúmlega 38 milljónir manna lifa með HIV víða um heim. 34 hafa greinst jákvæðir hér á landi í ár og stefnir í að þeir verði hátt í 40 fyrir lok árs. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV samtakanna, segir það skýrast af stórum hluta af fjölda flóttamanna sem leita hingað til landsins, frekar en að veiran sé í mikilli dreifingu innanlands. Því þurfi engu að síður að bregðast við en jaðarsettir einstaklingar eru líklegri en ella til að greinast með sjúkdóminn. „Við erum með háa tölu og þessu þarf að sinna og þar er auðvitað þessi mannlegi harmleikur, að fólk þurfi ekki að fá svona alvarlega sjúkdóma, að það séu í boði forvarnir, fræðsla og upplýsingar, aðgengi og þjónusta,“ segir Einar. "We have #UequalsU, we have #PrEP, we have effective treatments and yet last year 1.5 million people still acquired HIV and 650,000 died from AIDS. This is because of inequalities," says @RossQuiroga. This #WorldAIDSDay, let's unite to #Equalize! pic.twitter.com/UaKkcZdQ3y— UNAIDS (@UNAIDS) December 1, 2022 Margt áunnist en áfram langt í land Sjálfur greindist Einar með HIV aðeins nokkrum árum eftir að fyrsti einstaklingurinn greindist fyrir tæpum fjörutíu árum. Ýmislegt hafi gerst á þeim tíma en fyrstu lyfin við HIV komu á markað fyrir um 25 árum. „Mér finnst alveg með ólíkindum að það séu að verða komin fjörutíu ár síðan að, ég kalla þetta bara harmleik, að þetta byrjaði og þessi saga er alveg hreint ótrúleg. Það komu lyf og fólk bjargaðist og menn hreinlega, sumir hverjir, gátu bara klifrað upp úr gröfinni aftur. Þeir voru deyjandi, við vorum deyjandi,“ segir Einar. Í dag er einnig til fyrirbyggjandi lyfjameðferð, PrEP, sem hundruð karlmanna eru skráðir í og segir Einar Íslendinga heppna að eiga íslenska heilbrigðiskerfið. Staðreyndin er þó sú að ekkert bóluefni er til við sjúkdóminum og á meðan svo er segir Einar að heimsbyggðin muni áfram þurfa að eiga við sjúkdóminn. „HIV er ekki búið, það eru 38 milljónir með HIV í heiminum og á ákveðnum svæðum fær fólk ekki einu sinni lyf eða aðstoð, í þróunarríkjum og fátækari löndum, og það er ekki komið bóluefni og meðan það er ekki komið bóluefni þá þarf að eiga við þetta,“ segir hann. Covid faraldurinn hafi þó sýnt fram á að þróunin getur verið hröð og væri hægt að draga lærdóm af viðbrögðunum við kórónuveirunni, þó vissulega sé um allt öðruvísi sjúkdóm að ræða. „Alþjóðasamfélagið lagðist saman á það með Covid, og ef það hefði verið þannig með HIV þá værum við kannski á öðrum stað með upplýsingagjöf, með rannsóknir, fjármagn og allt þetta,“ segir hann. Fólki áfram mismunað vegna sjúkdómsins Annar hluti af baráttunni við HIV er hvernig smituðum er tekið innan samfélagsins en þeir fá oft á sig ákveðinn stimpil. „Annað hvort ertu hommi, lauslátur hommi kannski, eða þú ert fíkniefnanotandi sem sprautar þig í æð eða þú ert ung kona sem lendir í því að fá HIV og færð bara; já vá er hún með eitthvað mjög skrýtið líferni eða er hún svona lauslát, eða eitthvað í þeim dúr. Þannig fólk veigrar sér við því að koma fram og segja frá því að það sé með HIV og þetta auðvitað hamlar fólki,“ segir Einar. Þörf sé á að taka umræðuna reglulega og ekki síst núna þegar talað hefur verið um ákveðið bakslag í baráttu hinsegin einstaklinga. „Enn þá erum við einhvern veginn að eiga við ákveðna fordóma og ákveðna stigmatíseringu og fólki hefur og er mismunað vegna þess að það er með þennan sjúkdóm. Það eru allt önnur handtök í kringum HIV heldur en í kringum margt annað því miður,“ segir hann. „En við erum í ljósinu og við erum þakklát vegna þess að það hefur gríðarlega mikið áunnist,“ segir hann enn fremur.
Heilbrigðismál Hinsegin Lyf Tengdar fréttir „Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“ HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok. 1. desember 2022 06:41 Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. 16. febrúar 2022 14:57 Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. 3. desember 2019 14:00 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Það eru 38 milljónir í heiminum með HIV og það er ekki búið að finna lækningu“ HIV-faraldrinum er ekki lokið í heiminum og sjúkdómnum fylgja enn fordómar, segir Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV-samtakanna á Íslandi. 34 hafa komið nýir inn með HIV í þjónustu á göngudeild smitsjúkdóma á þessu ári og Einar gerir ráð fyrir því að fjöldinn nái 40 fyrir árslok. 1. desember 2022 06:41
Fyrsta konan sögð læknuð af HIV-veirunni Bandarísk kona með hvítblæði er sögð hafa læknast af HIV-veirunni við stofnfrumuígræðslu frá gjafa með náttúrlegar varnir gegn veirunni sem veldur alnæmi. Um er að ræða fyrstu konuna sem læknast af veirunni en tveir menn hafa áður læknast. 16. febrúar 2022 14:57
Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. 3. desember 2019 14:00